Enginn úr MDMA partýinu sagt foreldrunum hvað gerðist Stefán Árni Pálsson skrifar 20. október 2014 22:00 Sjónvarpsþátturinn Brestir hóf göngu sína á Stöð 2 í kvöld en landslagið í skemmtanalífinu í Reykjavík er síbreytilegt og hætturnar leynast víða. Í fyrsta þætti Bresta segir Þórhildur Þorkelsdóttir sögu Evu Maríu Þorvarðardóttur, en hún fannst látin í eftirpartýi í vesturbæ Reykjavíkur þann 16. nóvember síðastliðinn. Banamein Evu var margfaldur dauðaskammtur af eiturlyfinu Mollý, eða MDMA, sem fjölmörg ungmenni telja skaðlaust og þykir lítið tiltökumál að taka inn á djamminu. Þáttinn í heild sinni má sjá hér að ofan.Valþór Ásgrímsson, verkefnastóri hjá rannsóknarstofu HÍ í lyfja- og eiturefnafræði.Vísir„Styrkur töflunnar sem þú ert að taka út á götunni er óþekktur og við erum að sjá töflur sem innihalda tífaldan mun á styrk,“ segir Valþór Ásgrímsson, verkefnastóri hjá rannsóknarstofu HÍ í lyfja- og eiturefnafræði. „Það er enginn trygging fyrir því að í töflunni sé sannarlega MDMA og það sem er oft selt sem MDMA töflur getur verið eitthvað allt annað og getur innihaldið efni sem er mun sterkara og hættulegra.“ „Það sem er hættulegast við MDMA er að það er stutt á milli skammta sem menn taka svona í venjulegu partíi,“ segir Jakob Kristinsson, prófessor í eiturefnafræði við læknadeild HÍ.Jakob Kristinsson, Prófessor í eiturefnafræði við læknadeild HÍ.Vísir„Menn eru misjafnlega viðkvæmir fyrir þessum efnum. Þetta getur haft áhrif á hjartað og gerir það. Þetta getur einnig valdið hættulegum hjartsláttatruflunum sem geta leitt til dauða. Það er kannski ekki algengasta orsökin fyrir þessum dauðsföllum heldur frekar hækkandi líkamshiti og því fylgir bilun í líffærum, í vöðvum sem fara brotna niður, í nýrum og lifrum og það verður einskonar fjölkerfa bilun.“ Jakob segir að sjúklingurinn geti því dáið ef hann fái ekki viðeigandi aðstoð. Eva María var hraust ung kona sem stundaði hestamennsku af kappi. Samkvæmt rannsókn lögreglu átti hún enga tengingu inn í eiturlyfjaheiminn, og kom dauðsfallið fjölskyldu hennar og vinum í opna skjöldu. Aðdragandinn var enginn. „Ég sé tvo menn og konu labba inn í íbúðina og hélt fyrst að þetta væri eitthvað trúarfólk eða einhver að villast,“ segir móðir Evu Maríu.Foreldrar Evu Maríu.Vísir„Þegar ég sé konuna nálgast sé ég að hún er með kraga um hálsinn og þá fattaði ég strax að eitthvað hefði gerst. Ég hélt fyrst að þetta væri sonur minn sem hafði farið upp í skóla á mótorhjólinu sínu og ég hélt að eitthvað hefði komið fyrir hann. Þá segir hún mér að Eva María sé dáin.“ Foreldrar Evu Maríu benda á að þrátt fyrir að fjölmenni hafi verið í partýinu afdrifaríka hafi enginn haft samband við þau og útskýrt hvað hafi gerst. „Maður á ekki að þurfa að jarðsetja börnin sín,“ segir faðir Evu Maríu. „Ég vona að einhver sem var í þessu umrædda partýi hafi lært eitthvað.“ Brestir Tengdar fréttir Íslensk stúlka lést úr of stórum skammti af MDMA Landslagið í skemmtanalífinu í Reykjavík er síbreytilegt og hætturnar leynast víða. 18. október 2014 12:08 Flytja inn vökva og framleiða MDMA Fíkniefnadeild lögreglunnar hefur undanfarið lagt hald á tæki og efni sem hafa verið notuð við framleiðslu eiturlyfsins MDMA. Helst er um að ræða sérstakar töflugerðarvélar sem notaðar eru til að setja MDMA-duft í töfluform. 21. október 2014 07:00 Brestir fara í loftið 20. október Forvitnir umsjónarmenn rýna í bresti samfélagsins 8. október 2014 18:58 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Sjónvarpsþátturinn Brestir hóf göngu sína á Stöð 2 í kvöld en landslagið í skemmtanalífinu í Reykjavík er síbreytilegt og hætturnar leynast víða. Í fyrsta þætti Bresta segir Þórhildur Þorkelsdóttir sögu Evu Maríu Þorvarðardóttur, en hún fannst látin í eftirpartýi í vesturbæ Reykjavíkur þann 16. nóvember síðastliðinn. Banamein Evu var margfaldur dauðaskammtur af eiturlyfinu Mollý, eða MDMA, sem fjölmörg ungmenni telja skaðlaust og þykir lítið tiltökumál að taka inn á djamminu. Þáttinn í heild sinni má sjá hér að ofan.Valþór Ásgrímsson, verkefnastóri hjá rannsóknarstofu HÍ í lyfja- og eiturefnafræði.Vísir„Styrkur töflunnar sem þú ert að taka út á götunni er óþekktur og við erum að sjá töflur sem innihalda tífaldan mun á styrk,“ segir Valþór Ásgrímsson, verkefnastóri hjá rannsóknarstofu HÍ í lyfja- og eiturefnafræði. „Það er enginn trygging fyrir því að í töflunni sé sannarlega MDMA og það sem er oft selt sem MDMA töflur getur verið eitthvað allt annað og getur innihaldið efni sem er mun sterkara og hættulegra.“ „Það sem er hættulegast við MDMA er að það er stutt á milli skammta sem menn taka svona í venjulegu partíi,“ segir Jakob Kristinsson, prófessor í eiturefnafræði við læknadeild HÍ.Jakob Kristinsson, Prófessor í eiturefnafræði við læknadeild HÍ.Vísir„Menn eru misjafnlega viðkvæmir fyrir þessum efnum. Þetta getur haft áhrif á hjartað og gerir það. Þetta getur einnig valdið hættulegum hjartsláttatruflunum sem geta leitt til dauða. Það er kannski ekki algengasta orsökin fyrir þessum dauðsföllum heldur frekar hækkandi líkamshiti og því fylgir bilun í líffærum, í vöðvum sem fara brotna niður, í nýrum og lifrum og það verður einskonar fjölkerfa bilun.“ Jakob segir að sjúklingurinn geti því dáið ef hann fái ekki viðeigandi aðstoð. Eva María var hraust ung kona sem stundaði hestamennsku af kappi. Samkvæmt rannsókn lögreglu átti hún enga tengingu inn í eiturlyfjaheiminn, og kom dauðsfallið fjölskyldu hennar og vinum í opna skjöldu. Aðdragandinn var enginn. „Ég sé tvo menn og konu labba inn í íbúðina og hélt fyrst að þetta væri eitthvað trúarfólk eða einhver að villast,“ segir móðir Evu Maríu.Foreldrar Evu Maríu.Vísir„Þegar ég sé konuna nálgast sé ég að hún er með kraga um hálsinn og þá fattaði ég strax að eitthvað hefði gerst. Ég hélt fyrst að þetta væri sonur minn sem hafði farið upp í skóla á mótorhjólinu sínu og ég hélt að eitthvað hefði komið fyrir hann. Þá segir hún mér að Eva María sé dáin.“ Foreldrar Evu Maríu benda á að þrátt fyrir að fjölmenni hafi verið í partýinu afdrifaríka hafi enginn haft samband við þau og útskýrt hvað hafi gerst. „Maður á ekki að þurfa að jarðsetja börnin sín,“ segir faðir Evu Maríu. „Ég vona að einhver sem var í þessu umrædda partýi hafi lært eitthvað.“
Brestir Tengdar fréttir Íslensk stúlka lést úr of stórum skammti af MDMA Landslagið í skemmtanalífinu í Reykjavík er síbreytilegt og hætturnar leynast víða. 18. október 2014 12:08 Flytja inn vökva og framleiða MDMA Fíkniefnadeild lögreglunnar hefur undanfarið lagt hald á tæki og efni sem hafa verið notuð við framleiðslu eiturlyfsins MDMA. Helst er um að ræða sérstakar töflugerðarvélar sem notaðar eru til að setja MDMA-duft í töfluform. 21. október 2014 07:00 Brestir fara í loftið 20. október Forvitnir umsjónarmenn rýna í bresti samfélagsins 8. október 2014 18:58 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Íslensk stúlka lést úr of stórum skammti af MDMA Landslagið í skemmtanalífinu í Reykjavík er síbreytilegt og hætturnar leynast víða. 18. október 2014 12:08
Flytja inn vökva og framleiða MDMA Fíkniefnadeild lögreglunnar hefur undanfarið lagt hald á tæki og efni sem hafa verið notuð við framleiðslu eiturlyfsins MDMA. Helst er um að ræða sérstakar töflugerðarvélar sem notaðar eru til að setja MDMA-duft í töfluform. 21. október 2014 07:00
Brestir fara í loftið 20. október Forvitnir umsjónarmenn rýna í bresti samfélagsins 8. október 2014 18:58