Innlent

Brýtur lög til að hjálpa syni sínum

Lóa Pind Aldísardóttir skrifar
Guðrún Jóna býr í Grafarvogi og á tvo fulltíða syni. Sigurður, sá eldri, lífsglaður sjómaður og viðskiptafræðinemi, greindist með 7 sentímetra æxli í heila fyrir ári. Við tóku erfiðar skurðaðgerðir og sterameðferð en í sumar ákváðu þau mæðgin prófa kannabisolíu, í von um að hún myndi lækna krabbameinið. Þau komust í kynni við ungan Garðbæing, Ásgeir, sem sjálfur hafði notað kannabisolíu í krabbameinsmeðferð. Ásgeir hefur á liðnum árum hjálpað um 20 sjúklingum sem hafa notað kannabis, einkum til að eiga auðveldara með svefn.

Sigurður tók fyrstu matskeiðina af kannabisolíu í júlí og hefur varla fengið hausverk síðan. Í 4. þætti Bresta kynnumst við Ásgeiri, Guðrúnu Jónu og Sigurði, förum með þeim á afvikinn stað og fylgjumst með framleiðslu á kannabisolíu. Einnig fylgjum við þeim mæðginum á Landspítalann þar sem þau fá niðurstöður úr nýjustu rannsókn á heilaæxli Sigurðar.

Kafað verður ofan í deiluna um kannabis í lækningaskyni í fjórða þætti Bresta mánudagskvöldið 10. nóvember kl. 20:35 á Stöð 2. Umsjónarmenn Bresta eru Lóa Pind Aldísardóttir, Kjartan Hreinn Njálsson og Þórhildur Þorkelsdóttir. Myndatökumaður er Björn Ófeigsson og Gaukur Úlfarsson leikstjóri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×