Byrjað að flytja inn í One World Trade Center Atli Ísleifsson skrifar 3. nóvember 2014 16:03 Byggingin er 104 hæðir, 541 metrar og þar með orðin sú hæsta í Bandaríkjunum. Vísir/AFP Starfsemi er nú hafin í One World Trade Center í New York, rúmum þrettán árum eftir að Tvíburaturnarnir hrundu í hryðjuverkaárásunum 11. september 2001. Um 170 starfsmenn útgáfufélagsins Condé Nast munu flytja inn í bygginguna í vikunni en félagið hefur tekið fimm hæðir á leigu. Búist er við að um 3.000 manns munu hefja störf í byggingunni á næsta ári. Fjölmörg fyrirtæki hafa tekið hæðir á leigu í húsinu, þar á meðal auglýsingastofan Kids Creative og China Center, auk þess að eitthvað verður um skrifstofur á vegum hins opinbera. Í frétt BBC kemur fram að áætlaður kostnaður við byggingu sé nú metinn um 3,8 milljarðar Bandaríkjadala, eða um 470 milljarðar króna, en átta ár hefur tekið að reisa hana. „Útlínur New York-borgar eru aftur heilar,“ segir Patrick Foye hjá hafnaryfirvöldum borgarinnar sem eiga lóðina, en Foye hefur lýst byggingunni sem „þeirri öruggustu í Bandaríkjunum“. Byggingin er 104 hæðir, 541 metrar og þar með orðin sú hæsta í Bandaríkjunum. Á lóðinni verður einnig að finna minnisvarða um Tvíburaturnana og safn. Þá er ráðgert að opna sérstakan útsýnispall fyrir almenning þegar fram í sækir. Hér fyrir neðan má sjá þátt frá því í vor um byggingu turnsins. Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Starfsemi er nú hafin í One World Trade Center í New York, rúmum þrettán árum eftir að Tvíburaturnarnir hrundu í hryðjuverkaárásunum 11. september 2001. Um 170 starfsmenn útgáfufélagsins Condé Nast munu flytja inn í bygginguna í vikunni en félagið hefur tekið fimm hæðir á leigu. Búist er við að um 3.000 manns munu hefja störf í byggingunni á næsta ári. Fjölmörg fyrirtæki hafa tekið hæðir á leigu í húsinu, þar á meðal auglýsingastofan Kids Creative og China Center, auk þess að eitthvað verður um skrifstofur á vegum hins opinbera. Í frétt BBC kemur fram að áætlaður kostnaður við byggingu sé nú metinn um 3,8 milljarðar Bandaríkjadala, eða um 470 milljarðar króna, en átta ár hefur tekið að reisa hana. „Útlínur New York-borgar eru aftur heilar,“ segir Patrick Foye hjá hafnaryfirvöldum borgarinnar sem eiga lóðina, en Foye hefur lýst byggingunni sem „þeirri öruggustu í Bandaríkjunum“. Byggingin er 104 hæðir, 541 metrar og þar með orðin sú hæsta í Bandaríkjunum. Á lóðinni verður einnig að finna minnisvarða um Tvíburaturnana og safn. Þá er ráðgert að opna sérstakan útsýnispall fyrir almenning þegar fram í sækir. Hér fyrir neðan má sjá þátt frá því í vor um byggingu turnsins.
Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira