Innlent

Sjálfstæðismenn lýsa yfir fullum stuðningi við Hönnu Birnu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Birgir Ármannsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Bjarni Benediktsson og Ragnheiður Ríkharðsdóttir rétt áður en fundur hófst.
Birgir Ármannsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Bjarni Benediktsson og Ragnheiður Ríkharðsdóttir rétt áður en fundur hófst. vísir/vilhelm
Þingflokkur sjálfstæðismanna lýsti yfir fullum stuðningi við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra til að starfa áfram í ríkisstjórn. Þetta kom fram á þingflokksfundi sjálfstæðismanna sem haldinn var á Alþingi í dag.

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra sagði í samtali við fréttastofu að víðtækur stuðningur við ráðherrann væri innan þingflokksins en að ekki allir hafi tekið til máls á fundinum. Þeir framsóknarmenn sem fréttastofan talaði við í dag sögðust vera slegnir yfir atburðum síðustu daga en að þetta væri mál sjálfstæðismanna.

Sjá einnig: Lekamálið frá A-Ö

Um reglulegan fund var að ræða en andrúmsloftið var sérstakt í ljósi tíðinda dagsins. Aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, Gísli Freyr Valdórsson, var fyrr í dag dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að leka upplýsingum um hælisleitanda til fjölmiðla.


Tengdar fréttir

Gísli Freyr bað samstarfsfólkið afsökunar

Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, bað samstarfsfólk sitt í innanríkisráðuneytinu afsökunar á lekanum í morgun.

Gísli Freyr er sáttur við dóminn

Gísli Freyr Valdórsson ætlar að una dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og áfrýjar ekki til Hæstaréttar. Segist hafa fests í lygavef og vítahring.

Svona var atburðarásin í lekamálinu

Gagnvirk tímalína sem sýnir atburðarásina í lekamálinu sem varð til þess að Gísli Freyr Valdórsson var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×