Fyrir þolendur með blóðbragð í munni María Rut Kristinsdóttir skrifar 28. nóvember 2014 13:30 Ímyndaðu þér einhvern sem þú treystir. Ímyndaðu þér hvernig það er þegar að sá sem þú treystir brýtur svo á þér. Ítrekað. Fer yfir mörk sem ekki er hægt að fyrirgefa. Sem ekki er hægt að skilja. Sviptir þig sakleysinu. Ímyndaðu þér svo að sá sem þú treystir haldi svo áfram með sitt líf, skeytingalaus um það hvaða afleiðingar gjörðir hans höfðu á þig. Ímyndaðu þér svo þegar þú, umvafin algjöru svartnætti, ferð hægt og rólega að efast um allt sem þú gerir, sjálfstraustið í molum, sektarkenndin ærandi, sálin öskrandi; „Af hverju gerði ég ekkert?“ „Af hverju sagði ég ekkert?“ „Af hverju öskraði ég ekki?“ „Þetta er allt mér að kenna.“ „Ég bauð upp á þetta.“ „Ég hefði átt að… “ Svo kemur dagurinn, (mögulega) mörgum árum seinna að þú ákveður að segja frá. Þú ætlar að hætta að draga alla ábyrgðina á eftir þér. Þú byrjar á því að æfa þig að segja og viðurkenna það upphátt fyrir framan spegilinn að þú berir ekki ábyrgð á gjörðum ofbeldismannsins. Þessi dagur mun breyta öllu, loksins ætlar þú að standa upp og segja sannleikann. Svo kemur efinn; „Mun fólk trúa mér?“ „Hvað ef það trúir mér ekki?“ „Kannski var þetta allt mér að kenna.“ „Ég hefði átt að… “ Hann játar. Hann yfirgefur. Hann hverfur. Hann er ákærður. Þú ert í réttarsal. Dómarinn spyr þig spurninga. Ítarlegra spurninga. „Hvar varstu?” - Í sófanum í fyrsta skipti í tvö skipti í rúminu mínu og eitt skipti í Portúgal. „Hvenær var þetta?” - Þegar ég var 12 ára, 2001. „Hvernig gerðist þetta?” - Hann var fullur. „Hversu margir puttar?” - einn. „Hversu oft?” - Fjórum sinnum. „Hvernig varst þú klædd?” - Í svörtum Nike stuttbuxum og bláum bol. „Hvernig voru nærbuxurnar hans á litinn?“ - Þær voru rauðar. Hann neitar. Skjálfandi af ótta heldur lífið áfram.Tveimur árum síðar fellur dómur: „Framburður A fyrir dómi var ítarlegur og var stúlkan að mati dómsins samkvæm sjálfri sér. Í málinu liggur ekkert fyrir sem brýtur í bága við framburð A annað en neitun ákærða” Dómur fellur. Hann sýknaður. Þú í molum. ------- Jafnvel þó það séu liðin sjö ár síðan ég skilaði skömminni og líf mitt sé almennt mjög gott þá þarf ekki mikið til þess að sárin rifni upp. Jafnvel þó það séu liðin sjö ár þá nístir það ennþá djúpt þegar fólk heldur því til að mynda fram að ef einstaklingur er ekki dæmdur fyrir kynferðisbrot þá hafi hann ekki framið verknaðinn. Raunin er önnur og tölfræðin er sláandi. Af þeim málum sem bárust til Stígamóta árið 2013 var ofbeldið tilkynnt til lögreglu í aðeins 11% tilvika. Hjá þeim 11% sem þó tilkynntu ofbeldið var ofbeldismaðurinn ákærður í aðeins 30% mála. Það vantaði sönnun. Réttarkerfið hefur brugðist svo mörgum einstaklingum að það er þyngra en tárum tekur. Margra ára óvissa, áfallastreituröskun og kvíði. Ég hef heyrt fólk fullyrða það síðustu daga að það hafi misst trúna á réttarkerfinu vegna niðurstöðu hæstaréttar í meiðyrðamáli. Mikið væri nú samfélagið gott ef sama fólk myndi rísa upp og berjast fyrir úrbótum í réttarkerfinu fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Það er nefnilega langt síðan þolendur misstu trúna á réttarkerfinu. Tölfræðin talar sínu máli. Að lokum hef ég þetta að segja: Pössum okkur á því hvernig við tölum, hvað við fullyrðum og hverju við slengjum fram. Munum að orð geta sært og ýft upp vondar minningar fyrir þá sem aldrei fengu réttlætinu fullnægt. Það eru nefnilega tugþúsundir þolenda og aðstandendur þeirra þarna úti sem þurfa að hlusta á þessa orðræðu, með blóðbragð í munni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ímyndaðu þér einhvern sem þú treystir. Ímyndaðu þér hvernig það er þegar að sá sem þú treystir brýtur svo á þér. Ítrekað. Fer yfir mörk sem ekki er hægt að fyrirgefa. Sem ekki er hægt að skilja. Sviptir þig sakleysinu. Ímyndaðu þér svo að sá sem þú treystir haldi svo áfram með sitt líf, skeytingalaus um það hvaða afleiðingar gjörðir hans höfðu á þig. Ímyndaðu þér svo þegar þú, umvafin algjöru svartnætti, ferð hægt og rólega að efast um allt sem þú gerir, sjálfstraustið í molum, sektarkenndin ærandi, sálin öskrandi; „Af hverju gerði ég ekkert?“ „Af hverju sagði ég ekkert?“ „Af hverju öskraði ég ekki?“ „Þetta er allt mér að kenna.“ „Ég bauð upp á þetta.“ „Ég hefði átt að… “ Svo kemur dagurinn, (mögulega) mörgum árum seinna að þú ákveður að segja frá. Þú ætlar að hætta að draga alla ábyrgðina á eftir þér. Þú byrjar á því að æfa þig að segja og viðurkenna það upphátt fyrir framan spegilinn að þú berir ekki ábyrgð á gjörðum ofbeldismannsins. Þessi dagur mun breyta öllu, loksins ætlar þú að standa upp og segja sannleikann. Svo kemur efinn; „Mun fólk trúa mér?“ „Hvað ef það trúir mér ekki?“ „Kannski var þetta allt mér að kenna.“ „Ég hefði átt að… “ Hann játar. Hann yfirgefur. Hann hverfur. Hann er ákærður. Þú ert í réttarsal. Dómarinn spyr þig spurninga. Ítarlegra spurninga. „Hvar varstu?” - Í sófanum í fyrsta skipti í tvö skipti í rúminu mínu og eitt skipti í Portúgal. „Hvenær var þetta?” - Þegar ég var 12 ára, 2001. „Hvernig gerðist þetta?” - Hann var fullur. „Hversu margir puttar?” - einn. „Hversu oft?” - Fjórum sinnum. „Hvernig varst þú klædd?” - Í svörtum Nike stuttbuxum og bláum bol. „Hvernig voru nærbuxurnar hans á litinn?“ - Þær voru rauðar. Hann neitar. Skjálfandi af ótta heldur lífið áfram.Tveimur árum síðar fellur dómur: „Framburður A fyrir dómi var ítarlegur og var stúlkan að mati dómsins samkvæm sjálfri sér. Í málinu liggur ekkert fyrir sem brýtur í bága við framburð A annað en neitun ákærða” Dómur fellur. Hann sýknaður. Þú í molum. ------- Jafnvel þó það séu liðin sjö ár síðan ég skilaði skömminni og líf mitt sé almennt mjög gott þá þarf ekki mikið til þess að sárin rifni upp. Jafnvel þó það séu liðin sjö ár þá nístir það ennþá djúpt þegar fólk heldur því til að mynda fram að ef einstaklingur er ekki dæmdur fyrir kynferðisbrot þá hafi hann ekki framið verknaðinn. Raunin er önnur og tölfræðin er sláandi. Af þeim málum sem bárust til Stígamóta árið 2013 var ofbeldið tilkynnt til lögreglu í aðeins 11% tilvika. Hjá þeim 11% sem þó tilkynntu ofbeldið var ofbeldismaðurinn ákærður í aðeins 30% mála. Það vantaði sönnun. Réttarkerfið hefur brugðist svo mörgum einstaklingum að það er þyngra en tárum tekur. Margra ára óvissa, áfallastreituröskun og kvíði. Ég hef heyrt fólk fullyrða það síðustu daga að það hafi misst trúna á réttarkerfinu vegna niðurstöðu hæstaréttar í meiðyrðamáli. Mikið væri nú samfélagið gott ef sama fólk myndi rísa upp og berjast fyrir úrbótum í réttarkerfinu fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Það er nefnilega langt síðan þolendur misstu trúna á réttarkerfinu. Tölfræðin talar sínu máli. Að lokum hef ég þetta að segja: Pössum okkur á því hvernig við tölum, hvað við fullyrðum og hverju við slengjum fram. Munum að orð geta sært og ýft upp vondar minningar fyrir þá sem aldrei fengu réttlætinu fullnægt. Það eru nefnilega tugþúsundir þolenda og aðstandendur þeirra þarna úti sem þurfa að hlusta á þessa orðræðu, með blóðbragð í munni.
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar