Fyrir þolendur með blóðbragð í munni María Rut Kristinsdóttir skrifar 28. nóvember 2014 13:30 Ímyndaðu þér einhvern sem þú treystir. Ímyndaðu þér hvernig það er þegar að sá sem þú treystir brýtur svo á þér. Ítrekað. Fer yfir mörk sem ekki er hægt að fyrirgefa. Sem ekki er hægt að skilja. Sviptir þig sakleysinu. Ímyndaðu þér svo að sá sem þú treystir haldi svo áfram með sitt líf, skeytingalaus um það hvaða afleiðingar gjörðir hans höfðu á þig. Ímyndaðu þér svo þegar þú, umvafin algjöru svartnætti, ferð hægt og rólega að efast um allt sem þú gerir, sjálfstraustið í molum, sektarkenndin ærandi, sálin öskrandi; „Af hverju gerði ég ekkert?“ „Af hverju sagði ég ekkert?“ „Af hverju öskraði ég ekki?“ „Þetta er allt mér að kenna.“ „Ég bauð upp á þetta.“ „Ég hefði átt að… “ Svo kemur dagurinn, (mögulega) mörgum árum seinna að þú ákveður að segja frá. Þú ætlar að hætta að draga alla ábyrgðina á eftir þér. Þú byrjar á því að æfa þig að segja og viðurkenna það upphátt fyrir framan spegilinn að þú berir ekki ábyrgð á gjörðum ofbeldismannsins. Þessi dagur mun breyta öllu, loksins ætlar þú að standa upp og segja sannleikann. Svo kemur efinn; „Mun fólk trúa mér?“ „Hvað ef það trúir mér ekki?“ „Kannski var þetta allt mér að kenna.“ „Ég hefði átt að… “ Hann játar. Hann yfirgefur. Hann hverfur. Hann er ákærður. Þú ert í réttarsal. Dómarinn spyr þig spurninga. Ítarlegra spurninga. „Hvar varstu?” - Í sófanum í fyrsta skipti í tvö skipti í rúminu mínu og eitt skipti í Portúgal. „Hvenær var þetta?” - Þegar ég var 12 ára, 2001. „Hvernig gerðist þetta?” - Hann var fullur. „Hversu margir puttar?” - einn. „Hversu oft?” - Fjórum sinnum. „Hvernig varst þú klædd?” - Í svörtum Nike stuttbuxum og bláum bol. „Hvernig voru nærbuxurnar hans á litinn?“ - Þær voru rauðar. Hann neitar. Skjálfandi af ótta heldur lífið áfram.Tveimur árum síðar fellur dómur: „Framburður A fyrir dómi var ítarlegur og var stúlkan að mati dómsins samkvæm sjálfri sér. Í málinu liggur ekkert fyrir sem brýtur í bága við framburð A annað en neitun ákærða” Dómur fellur. Hann sýknaður. Þú í molum. ------- Jafnvel þó það séu liðin sjö ár síðan ég skilaði skömminni og líf mitt sé almennt mjög gott þá þarf ekki mikið til þess að sárin rifni upp. Jafnvel þó það séu liðin sjö ár þá nístir það ennþá djúpt þegar fólk heldur því til að mynda fram að ef einstaklingur er ekki dæmdur fyrir kynferðisbrot þá hafi hann ekki framið verknaðinn. Raunin er önnur og tölfræðin er sláandi. Af þeim málum sem bárust til Stígamóta árið 2013 var ofbeldið tilkynnt til lögreglu í aðeins 11% tilvika. Hjá þeim 11% sem þó tilkynntu ofbeldið var ofbeldismaðurinn ákærður í aðeins 30% mála. Það vantaði sönnun. Réttarkerfið hefur brugðist svo mörgum einstaklingum að það er þyngra en tárum tekur. Margra ára óvissa, áfallastreituröskun og kvíði. Ég hef heyrt fólk fullyrða það síðustu daga að það hafi misst trúna á réttarkerfinu vegna niðurstöðu hæstaréttar í meiðyrðamáli. Mikið væri nú samfélagið gott ef sama fólk myndi rísa upp og berjast fyrir úrbótum í réttarkerfinu fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Það er nefnilega langt síðan þolendur misstu trúna á réttarkerfinu. Tölfræðin talar sínu máli. Að lokum hef ég þetta að segja: Pössum okkur á því hvernig við tölum, hvað við fullyrðum og hverju við slengjum fram. Munum að orð geta sært og ýft upp vondar minningar fyrir þá sem aldrei fengu réttlætinu fullnægt. Það eru nefnilega tugþúsundir þolenda og aðstandendur þeirra þarna úti sem þurfa að hlusta á þessa orðræðu, með blóðbragð í munni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason Skoðun Skoðun Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun 11.11. - Aldrei aftur stríð Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Velferðarsamfélag í anda jafnaðarmennskunnar Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Ímyndaðu þér einhvern sem þú treystir. Ímyndaðu þér hvernig það er þegar að sá sem þú treystir brýtur svo á þér. Ítrekað. Fer yfir mörk sem ekki er hægt að fyrirgefa. Sem ekki er hægt að skilja. Sviptir þig sakleysinu. Ímyndaðu þér svo að sá sem þú treystir haldi svo áfram með sitt líf, skeytingalaus um það hvaða afleiðingar gjörðir hans höfðu á þig. Ímyndaðu þér svo þegar þú, umvafin algjöru svartnætti, ferð hægt og rólega að efast um allt sem þú gerir, sjálfstraustið í molum, sektarkenndin ærandi, sálin öskrandi; „Af hverju gerði ég ekkert?“ „Af hverju sagði ég ekkert?“ „Af hverju öskraði ég ekki?“ „Þetta er allt mér að kenna.“ „Ég bauð upp á þetta.“ „Ég hefði átt að… “ Svo kemur dagurinn, (mögulega) mörgum árum seinna að þú ákveður að segja frá. Þú ætlar að hætta að draga alla ábyrgðina á eftir þér. Þú byrjar á því að æfa þig að segja og viðurkenna það upphátt fyrir framan spegilinn að þú berir ekki ábyrgð á gjörðum ofbeldismannsins. Þessi dagur mun breyta öllu, loksins ætlar þú að standa upp og segja sannleikann. Svo kemur efinn; „Mun fólk trúa mér?“ „Hvað ef það trúir mér ekki?“ „Kannski var þetta allt mér að kenna.“ „Ég hefði átt að… “ Hann játar. Hann yfirgefur. Hann hverfur. Hann er ákærður. Þú ert í réttarsal. Dómarinn spyr þig spurninga. Ítarlegra spurninga. „Hvar varstu?” - Í sófanum í fyrsta skipti í tvö skipti í rúminu mínu og eitt skipti í Portúgal. „Hvenær var þetta?” - Þegar ég var 12 ára, 2001. „Hvernig gerðist þetta?” - Hann var fullur. „Hversu margir puttar?” - einn. „Hversu oft?” - Fjórum sinnum. „Hvernig varst þú klædd?” - Í svörtum Nike stuttbuxum og bláum bol. „Hvernig voru nærbuxurnar hans á litinn?“ - Þær voru rauðar. Hann neitar. Skjálfandi af ótta heldur lífið áfram.Tveimur árum síðar fellur dómur: „Framburður A fyrir dómi var ítarlegur og var stúlkan að mati dómsins samkvæm sjálfri sér. Í málinu liggur ekkert fyrir sem brýtur í bága við framburð A annað en neitun ákærða” Dómur fellur. Hann sýknaður. Þú í molum. ------- Jafnvel þó það séu liðin sjö ár síðan ég skilaði skömminni og líf mitt sé almennt mjög gott þá þarf ekki mikið til þess að sárin rifni upp. Jafnvel þó það séu liðin sjö ár þá nístir það ennþá djúpt þegar fólk heldur því til að mynda fram að ef einstaklingur er ekki dæmdur fyrir kynferðisbrot þá hafi hann ekki framið verknaðinn. Raunin er önnur og tölfræðin er sláandi. Af þeim málum sem bárust til Stígamóta árið 2013 var ofbeldið tilkynnt til lögreglu í aðeins 11% tilvika. Hjá þeim 11% sem þó tilkynntu ofbeldið var ofbeldismaðurinn ákærður í aðeins 30% mála. Það vantaði sönnun. Réttarkerfið hefur brugðist svo mörgum einstaklingum að það er þyngra en tárum tekur. Margra ára óvissa, áfallastreituröskun og kvíði. Ég hef heyrt fólk fullyrða það síðustu daga að það hafi misst trúna á réttarkerfinu vegna niðurstöðu hæstaréttar í meiðyrðamáli. Mikið væri nú samfélagið gott ef sama fólk myndi rísa upp og berjast fyrir úrbótum í réttarkerfinu fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Það er nefnilega langt síðan þolendur misstu trúna á réttarkerfinu. Tölfræðin talar sínu máli. Að lokum hef ég þetta að segja: Pössum okkur á því hvernig við tölum, hvað við fullyrðum og hverju við slengjum fram. Munum að orð geta sært og ýft upp vondar minningar fyrir þá sem aldrei fengu réttlætinu fullnægt. Það eru nefnilega tugþúsundir þolenda og aðstandendur þeirra þarna úti sem þurfa að hlusta á þessa orðræðu, með blóðbragð í munni.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun