Erlent

Framleiða úr með hári úr Napóleoni

Atli Ísleifsson skrifar
Napóleon Bónaparte lést árið 1821.
Napóleon Bónaparte lést árið 1821. Vísir/Getty
Aðdáendur Napóleóns munu brátt geta borið með sér lífssýni úr Napóleón Bónaparte öllum stundum en svissneskur úraframleiðandi hyggst nú ráðast í gerð úra með broti úr hári keisarans.

Í frétt Guardian segir að hálfur millimeter af hári Napóleóns verði komið fyrir í hverju úri fyrir sig, en einungis verða um fimm hundruð úr framleidd.

Viviane de Witt, framkvæmdastjóri úraframleiðandans De Witt, segir að úrin verði seld á 8.000 evrur stykkið, eða um 1,2 milljónir króna.

Hárin sem verða notuð voru áður í eigu konungsfjölskyldunnar í Mónakó en seld á uppboði í París fyrr í mánuðinum. „Napóleon var dáður í lifanda lífi svo þegar hann fór í klippingu var fólk sem safnaði saman hárinu hans og geymdi,“ segir De Witt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×