Fátækrahverfin í Reykjavík: "Þetta var hræðilegt“ 24. nóvember 2014 21:16 „Ekki ógna Stefáni Kjærnested hérna. Þú skalt bara drífa þig.“ Þessi svör fengu umsjónarmenn Bresta þegar þess var freistað að fá að skoða aðbúnað fólks við Funahöfða í Reykjavík. Þar búa um fjörutíu manns af öllum toga - ungt fólk í háskólanámi, einstaklingar sem eiga í erfiðleikum með að fóta sig á leigumarkaði og fjölskyldufólk. Þá eru þar fíklar, einstaklingar á sakaskrá og aðrir sem fetað hafa grýtta slóð. Byggingin er skráð sem iðnaðarhúsnæði samkvæmt fasteignaskrá. Stefán Kjærnested er framkvæmdastjóri Atlants Holding ehf en félagið á stórar eignir í Funahöfða 17a og 19 og við Smiðjuveg í Kópavogi. Stefán gaf ekki kost á viðtali og vildi ekkert tjá sig um það sem fram fer í þessum iðnaðarhúsnæðum eða fullyrðingar þeirra sem þar búa. Hvorki um aðbúnað, hreinlæti eða handahófskenndar hækkanir á leigu. Sama á við um spurninguna hvort leigjendur séu í raun og veru sviptir málfrelsi sínu.Húsvörður neitaði umsjónarmönnum Bresta um inngöngu.Óþrifnaðurinn algjör Leigjendur sem rætt var við í þættinum lýstu aðbúnaðnum sem vægast sagt ógeðslegum. Þeir segja óþrifnaðinn algjöran, pöddur skríðandi um gólf og öllu lauslegu stolið. Þó segja þeir að aðbúnaður hafi bæst umtalsvert að undanförnu. „Hann er bara að bjóða upp á þjónustu sem eftirspurn er á. Það er betra að búa hér en hvergi,“ segir einn leigjandinn en flestir voru afar smeykir við að ræða aðbúnaðinn.„Þetta var hræðilegt og illa þrifið,“ segir fyrrum leigjandi og húsvörður.„Þetta var hræðilegt“ Þá segir fyrrum leigjandi og húsvörður aðstöðuna hafa verið hryllilega. „Þetta var hræðilegt og illa þrifið. Það var ekki búið að þrífa í mánuð þegar ég flutti inn. Ég tók að mér þessa vinnu þegar ég flutti inn. Ég þurfti að þrífa þrisvar sinnum á sama degi, fyrsta skiptið. Þetta var eiginlega bara hár og skítur og ég held ég hafi þurft að fara í gegnum eina og hálfa flösku af klóri inni á baðherbergjum. Bara til að sótthreinsa og taka lyktina burt. Sturtuklefarnir leka, flest klósettin eru biluð,“ segir hann. Brestir hafa heimildir fyrir því að fólk hafi átt í erfiðleikum með að fá tryggingu vegna leigunnar endurgreidda og er fyrrnefndur leigjandi þar á meðal. „Fólk sem átti að fá trygginguna til baka þurfti að berjast fyrir að fá hana aftur. Maður heyrði varla neitt frá honum (Stefáni). Til að fá mína tryggingu til baka þurfti ég að skera nokkra hjartastrengi í honum [...] Ég þurfti að semja mig niður til þess að hafa hann ekki á móti mér og fékk 35 þúsund í stað 50.“Sígaretturstubbar og annar óþrifnaður er víða um húsnæðið.„Vil ekki missa íbúðina“ Leigjendur kvarta sáran yfir framkomu sem þeim er sýnd og þegar ungt par ætlaði að sýna Brestum herbergið sitt var bankað á hurðina. Þar var húsvörðurinn á ferð sem skipaði Brestafólki að halda á brott. „Ég vil eiginlega ekki missa íbúðina,“ sagði leigjandinn þá og þar með lauk heimsókninni. Í 6. þætti Bresta var rýnt í þessi mál. Eignir Stefáns Kjærnested verða skoðaðar en einnig önnur dæmi þar sem einstaklingar búa við slæman kost í ólöglegu húsnæði. Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, hefur skoðað þessi mál síðustu tíu ár eða svo. „Þetta er hin hliðin á samfélaginu,“ segir Bjarni. Brestir Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík Sjá meira
„Ekki ógna Stefáni Kjærnested hérna. Þú skalt bara drífa þig.“ Þessi svör fengu umsjónarmenn Bresta þegar þess var freistað að fá að skoða aðbúnað fólks við Funahöfða í Reykjavík. Þar búa um fjörutíu manns af öllum toga - ungt fólk í háskólanámi, einstaklingar sem eiga í erfiðleikum með að fóta sig á leigumarkaði og fjölskyldufólk. Þá eru þar fíklar, einstaklingar á sakaskrá og aðrir sem fetað hafa grýtta slóð. Byggingin er skráð sem iðnaðarhúsnæði samkvæmt fasteignaskrá. Stefán Kjærnested er framkvæmdastjóri Atlants Holding ehf en félagið á stórar eignir í Funahöfða 17a og 19 og við Smiðjuveg í Kópavogi. Stefán gaf ekki kost á viðtali og vildi ekkert tjá sig um það sem fram fer í þessum iðnaðarhúsnæðum eða fullyrðingar þeirra sem þar búa. Hvorki um aðbúnað, hreinlæti eða handahófskenndar hækkanir á leigu. Sama á við um spurninguna hvort leigjendur séu í raun og veru sviptir málfrelsi sínu.Húsvörður neitaði umsjónarmönnum Bresta um inngöngu.Óþrifnaðurinn algjör Leigjendur sem rætt var við í þættinum lýstu aðbúnaðnum sem vægast sagt ógeðslegum. Þeir segja óþrifnaðinn algjöran, pöddur skríðandi um gólf og öllu lauslegu stolið. Þó segja þeir að aðbúnaður hafi bæst umtalsvert að undanförnu. „Hann er bara að bjóða upp á þjónustu sem eftirspurn er á. Það er betra að búa hér en hvergi,“ segir einn leigjandinn en flestir voru afar smeykir við að ræða aðbúnaðinn.„Þetta var hræðilegt og illa þrifið,“ segir fyrrum leigjandi og húsvörður.„Þetta var hræðilegt“ Þá segir fyrrum leigjandi og húsvörður aðstöðuna hafa verið hryllilega. „Þetta var hræðilegt og illa þrifið. Það var ekki búið að þrífa í mánuð þegar ég flutti inn. Ég tók að mér þessa vinnu þegar ég flutti inn. Ég þurfti að þrífa þrisvar sinnum á sama degi, fyrsta skiptið. Þetta var eiginlega bara hár og skítur og ég held ég hafi þurft að fara í gegnum eina og hálfa flösku af klóri inni á baðherbergjum. Bara til að sótthreinsa og taka lyktina burt. Sturtuklefarnir leka, flest klósettin eru biluð,“ segir hann. Brestir hafa heimildir fyrir því að fólk hafi átt í erfiðleikum með að fá tryggingu vegna leigunnar endurgreidda og er fyrrnefndur leigjandi þar á meðal. „Fólk sem átti að fá trygginguna til baka þurfti að berjast fyrir að fá hana aftur. Maður heyrði varla neitt frá honum (Stefáni). Til að fá mína tryggingu til baka þurfti ég að skera nokkra hjartastrengi í honum [...] Ég þurfti að semja mig niður til þess að hafa hann ekki á móti mér og fékk 35 þúsund í stað 50.“Sígaretturstubbar og annar óþrifnaður er víða um húsnæðið.„Vil ekki missa íbúðina“ Leigjendur kvarta sáran yfir framkomu sem þeim er sýnd og þegar ungt par ætlaði að sýna Brestum herbergið sitt var bankað á hurðina. Þar var húsvörðurinn á ferð sem skipaði Brestafólki að halda á brott. „Ég vil eiginlega ekki missa íbúðina,“ sagði leigjandinn þá og þar með lauk heimsókninni. Í 6. þætti Bresta var rýnt í þessi mál. Eignir Stefáns Kjærnested verða skoðaðar en einnig önnur dæmi þar sem einstaklingar búa við slæman kost í ólöglegu húsnæði. Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, hefur skoðað þessi mál síðustu tíu ár eða svo. „Þetta er hin hliðin á samfélaginu,“ segir Bjarni.
Brestir Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík Sjá meira