Snapchat safnar miklum upplýsingum um notendur Samúel Karl Ólason skrifar 20. nóvember 2014 10:44 Evan Spiegel er framkvæmdastjóri Snapchat. Vísir/AFP Notkunarskilmálar skilaboðaforritsins Snapchat, bæði hvað varðar notkun og persónuupplýsingar, voru uppfærðir þann 17. nóvember síðastliðinn, en einnig voru þeir einfaldaðir svo almenningur skilur þá loks. Nú er auðvelt að sjá hvaða upplýsingum fyrirtækið safnar um notendur sína og hvernig forritið fylgist með notendum. Án breytinga mun forritið og þar af leiðandi fyrirtækið safna miklum upplýsingum um fólk. Þar með talið staðsetningu, vinalista og nafn, þrátt fyrir að nafn komi hvergi fram við skráningu á Snapchat. Samkvæmt Buisness Insider safnar fyrirtækið þessum upplýsingum, vegna þess hve gagnlegar þær eru fyrir auglýsendur. Vert er að taka fram að notendur geta komið í veg fyrir hluta upplýsingaöflunar fyrirtækisins í stillingum forritsins. Einnig er mögulegt að eyða því, en þrátt fyrir það geymir fyrirtækið upplýsingarnar áfram í einhvern tíma.Safna upplýsingum úr símaskrá og myndum Meðal þeirra upplýsinga sem ræðir er símaskrá þín. Snapchat nær öllum nöfnum í símanum þínum og þar af leiðandi nafni þínu í símum þeirra sem þú átt í samskiptum við. Hægt er að stöðva þetta í stillingum. Þá hefur fyrirtækið aðgang að myndum í símanum þínum. „Þar sem Snapchat gengur út á samskipti við vini, munum við – með þínu samþykki, safna upplýsingum úr símaskrá notenda og myndum,“ stendur í persónuöryggisstefnu Snapchat. Þá fylgist Snapchat með staðsetningu notenda sinna, en mögulegt er að slökkva á því.Fylgjast með netnotkun Einnig safnar forritið upplýsingum um netnotkun notenda í gegnum svokallaðar „Cookies“. Netpóstfang, hvert þú sendir myndir með forritinu, hvenær og frá hverjum þú opnar skilaboð. Að lokum veit Snaphcat hvernig síma neytendur nota og númerið sem einkennir þá. Fyrirtækið tók nýlega SnapCash í notkun í Bandaríkjunum sem gerir fólki kleift að senda vinum sínum peninga í gegnum forritið. Með því fær fyrirtækið upplýsingar um debet- og kreditkortanúmer. Þar að auki mun fyrirtækið öðlast fullt nafn notenda og heimilisfang í gegnum kortaupplýsingar. Tengdar fréttir Snapchat gerir notendum kleift að senda peninga Snapcash er unnið í samvinnu við Square og var tilkynnt í dag. 18. nóvember 2014 14:01 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Notkunarskilmálar skilaboðaforritsins Snapchat, bæði hvað varðar notkun og persónuupplýsingar, voru uppfærðir þann 17. nóvember síðastliðinn, en einnig voru þeir einfaldaðir svo almenningur skilur þá loks. Nú er auðvelt að sjá hvaða upplýsingum fyrirtækið safnar um notendur sína og hvernig forritið fylgist með notendum. Án breytinga mun forritið og þar af leiðandi fyrirtækið safna miklum upplýsingum um fólk. Þar með talið staðsetningu, vinalista og nafn, þrátt fyrir að nafn komi hvergi fram við skráningu á Snapchat. Samkvæmt Buisness Insider safnar fyrirtækið þessum upplýsingum, vegna þess hve gagnlegar þær eru fyrir auglýsendur. Vert er að taka fram að notendur geta komið í veg fyrir hluta upplýsingaöflunar fyrirtækisins í stillingum forritsins. Einnig er mögulegt að eyða því, en þrátt fyrir það geymir fyrirtækið upplýsingarnar áfram í einhvern tíma.Safna upplýsingum úr símaskrá og myndum Meðal þeirra upplýsinga sem ræðir er símaskrá þín. Snapchat nær öllum nöfnum í símanum þínum og þar af leiðandi nafni þínu í símum þeirra sem þú átt í samskiptum við. Hægt er að stöðva þetta í stillingum. Þá hefur fyrirtækið aðgang að myndum í símanum þínum. „Þar sem Snapchat gengur út á samskipti við vini, munum við – með þínu samþykki, safna upplýsingum úr símaskrá notenda og myndum,“ stendur í persónuöryggisstefnu Snapchat. Þá fylgist Snapchat með staðsetningu notenda sinna, en mögulegt er að slökkva á því.Fylgjast með netnotkun Einnig safnar forritið upplýsingum um netnotkun notenda í gegnum svokallaðar „Cookies“. Netpóstfang, hvert þú sendir myndir með forritinu, hvenær og frá hverjum þú opnar skilaboð. Að lokum veit Snaphcat hvernig síma neytendur nota og númerið sem einkennir þá. Fyrirtækið tók nýlega SnapCash í notkun í Bandaríkjunum sem gerir fólki kleift að senda vinum sínum peninga í gegnum forritið. Með því fær fyrirtækið upplýsingar um debet- og kreditkortanúmer. Þar að auki mun fyrirtækið öðlast fullt nafn notenda og heimilisfang í gegnum kortaupplýsingar.
Tengdar fréttir Snapchat gerir notendum kleift að senda peninga Snapcash er unnið í samvinnu við Square og var tilkynnt í dag. 18. nóvember 2014 14:01 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Snapchat gerir notendum kleift að senda peninga Snapcash er unnið í samvinnu við Square og var tilkynnt í dag. 18. nóvember 2014 14:01