Innlent

Dularfullt samtal snerist um 1600 króna skuld

Lóa Pind Aldísardóttir skrifar
Brestir hafa fylgt Ágústi Csillag, 23ja ára fanga á Litla-Hrauni, eftir í 3 mánuði til að rýna í þá spurningu hvort fangelsisvist á Íslandi sé betrun eða refsing. Í fyrstu heimsókn Bresta á Litla-Hraun var Ágústi fylgt eftir nánast hver fótmál frá klukkan sjö að morgni og fram að innilokun um kvöldið.

Í heimsókninni urðum við vitni að samtali Ágústar og annars fanga. Fanginn bað um reikningsnúmer, en Ágúst varaði hann við því að verið væri að taka hann upp. Í næstu heimsókn Bresta á Litla-Hraun spurði Lóa Pind hann út í samtalið. Svarið er í meðfylgjandi myndbandi.

Afraksturinn af heimildaefni Bresta á Litla-Hrauni birtist í lokaþætti seríunnar í kvöld. Ágúst var handtekinn í Danmörku árið 2012 og ákærður fyrir að hafa tekið þátt í að skipuleggja og smygla ekki minna en 27 kílóum af amfetamíni frá Hollandi til Danmerkur árið 2011 og aftur tæpum 22 kílóum árið 2012. Hann var dæmdur í 10 ára fangelsi síðastliðið haust. Í þættinum verður rætt við móður Ágústar, systur hans, fangaverði, afbrotafræðing, meðferðarfulltrúa og forstöðumann Litla-Hrauns til að leita svara við þeirri spurningu hvort fangelsisvist sé betrun eða refsing.

Áttundi og síðasti þáttur Bresta að sinni, verður á Stöð 2 kl. 20:35 í kvöld. Umsjónarmenn Bresta eru Lóa Pind Aldísardóttir, Kjartan Hreinn Njálsson og Þórhildur Þorkelsdóttir. Myndatökumaður er Björn Ófeigsson og Gaukur Úlfarsson leikstjóri.


Tengdar fréttir

Armani og gullúr á Litla-Hrauni

Áttundi og síðasti þáttur Bresta að sinni, verður á dagskrá mánudagskvöldið 8. desember kl. 20:35.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×