Kreppan reynt verulega á heilbrigðiskerfið í Evrópu Stefán Árni Pálsson skrifar 3. desember 2014 17:59 vísir/gva Ný skýrsla OECD; Health at a Glance: Europe 2014, sem birt var í dag, sýnir að fjármálakreppa liðinna ára hafi reynt verulega á heilbrigðiskerfi margra þjóða og aukið ójöfnuð en frá þessu er greint á vef Velferðarráðuneytisins. Þar segir að helstu áskoranir stjórnvalda séu að tryggja rekstur heilbrigðiskerfa sinna þannig að allir fái notið nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu sem uppfylli kröfur um gæði. Í skýrslunni kemur fram að lífslíkur Evrópubúa halda áfram að aukast og hafa lengst um rúmlega fimm ár frá árinu 1990, en voru árið 2012 79,2 ár að meðaltali. Lífslíkur fólks við 65 ára aldur hafa einnig aukist umtalsvert. Konur á þeim aldri geta vænst þess að lifa í 20,4 ár og karlar 16,8 ár. Það getur hins vegar munað um átta árum til eða frá hverjar lífslíkurnar eru við fæðingu eftir því í hvaða Evrópulandi fólk býr og fimm árum ef skoðaðar eru lífslíkur 65 ára einstaklinga. Samkvæmt skýrslunni halda gæði heilbrigðisþjónustunnar áfram að aukast víðast hvar í Evrópu. Til dæmis hefur dánartíðni Evrópubúa í kjölfar hjartaáfalla minnkað um 40% og vegna heilaáfalls um 20% á síðastliðnum áratug. Aftur á móti er stór munur á lífsmöguleikum fólks sem fær þessa hættulegu sjúkdóma. Til dæmis er tvisvar sinnum líklegra að sjúklingur sem lagður er inn á sjúkrahús í Ungverjalandi eða Lettlandi vegna hjartaáfalls deyi innan þrjátíu daga en sjúklingur sem leggjast inn á spítala í Danmörku eða Svíþjóð. Heilsufarslegur ójöfnuður og mismunandi aðgengi fólks að góðri heilbrigðisþjónustu er sérstakt umfjöllunarefni í skýrslunni, en þessi vandi er fyrir hendi jafnt milli landa og innan þeirra. Fram kemur að í öllum Evrópulöndunum er sterk fylgni milli menntunar og lífslíkna þar sem fólk með mikla menntun getur vænst þess að lifa nokkrum árum lengur og við betri heilsu en þeir sem minnsta menntun hafa. Skýrsluhöfundar segja því mikilvægt að öll löndin beiti markvissum aðgerðum til að bæta lýðheilsu, fyrirbyggja sjúkdóma og draga úr ójöfnuði. Flest Evrópuríkin hafa náð að viðhalda heilbrigðiskerfi sem tryggir aðgang allra að heilbrigðisþjónustu, þrátt fyrir efnahagsþrengingar. Þetta eigi þó ekki við um Búlgaríu og Grikkland þar sem margir misstu heilbrigðistryggingar sínar, a.m.k. tímabundið. Fram kemur að hjá þó nokkrum þjóðum hafi verið dregið úr greiðslum ríkisins fyrir tiltekna heilbrigðisþjónustu og kostnaður sjúklinga verið aukinn. Skýrsla OECD sýnir að hlutfall lágtekjufólks sem segir að þörfum þess fyrir heilbrigðisþjónustu og tannlæknaþjónustu sé ekki að fullu mætt er tvöfalt hærra en á við þegar skoðað er meðaltal allra íbúa og fjórfalt hærra en í samanburði við hátekjufólk. Varað er við því að ófullnægjandi heilbrigðisþjónusta þar sem þörfum fólks er ekki mætt geti til lengri tíma haft alvarlegar heilsufarslegar og efnahagslegar afleiðingar. Grikkland Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Erlent Fleiri fréttir Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Sjá meira
Ný skýrsla OECD; Health at a Glance: Europe 2014, sem birt var í dag, sýnir að fjármálakreppa liðinna ára hafi reynt verulega á heilbrigðiskerfi margra þjóða og aukið ójöfnuð en frá þessu er greint á vef Velferðarráðuneytisins. Þar segir að helstu áskoranir stjórnvalda séu að tryggja rekstur heilbrigðiskerfa sinna þannig að allir fái notið nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu sem uppfylli kröfur um gæði. Í skýrslunni kemur fram að lífslíkur Evrópubúa halda áfram að aukast og hafa lengst um rúmlega fimm ár frá árinu 1990, en voru árið 2012 79,2 ár að meðaltali. Lífslíkur fólks við 65 ára aldur hafa einnig aukist umtalsvert. Konur á þeim aldri geta vænst þess að lifa í 20,4 ár og karlar 16,8 ár. Það getur hins vegar munað um átta árum til eða frá hverjar lífslíkurnar eru við fæðingu eftir því í hvaða Evrópulandi fólk býr og fimm árum ef skoðaðar eru lífslíkur 65 ára einstaklinga. Samkvæmt skýrslunni halda gæði heilbrigðisþjónustunnar áfram að aukast víðast hvar í Evrópu. Til dæmis hefur dánartíðni Evrópubúa í kjölfar hjartaáfalla minnkað um 40% og vegna heilaáfalls um 20% á síðastliðnum áratug. Aftur á móti er stór munur á lífsmöguleikum fólks sem fær þessa hættulegu sjúkdóma. Til dæmis er tvisvar sinnum líklegra að sjúklingur sem lagður er inn á sjúkrahús í Ungverjalandi eða Lettlandi vegna hjartaáfalls deyi innan þrjátíu daga en sjúklingur sem leggjast inn á spítala í Danmörku eða Svíþjóð. Heilsufarslegur ójöfnuður og mismunandi aðgengi fólks að góðri heilbrigðisþjónustu er sérstakt umfjöllunarefni í skýrslunni, en þessi vandi er fyrir hendi jafnt milli landa og innan þeirra. Fram kemur að í öllum Evrópulöndunum er sterk fylgni milli menntunar og lífslíkna þar sem fólk með mikla menntun getur vænst þess að lifa nokkrum árum lengur og við betri heilsu en þeir sem minnsta menntun hafa. Skýrsluhöfundar segja því mikilvægt að öll löndin beiti markvissum aðgerðum til að bæta lýðheilsu, fyrirbyggja sjúkdóma og draga úr ójöfnuði. Flest Evrópuríkin hafa náð að viðhalda heilbrigðiskerfi sem tryggir aðgang allra að heilbrigðisþjónustu, þrátt fyrir efnahagsþrengingar. Þetta eigi þó ekki við um Búlgaríu og Grikkland þar sem margir misstu heilbrigðistryggingar sínar, a.m.k. tímabundið. Fram kemur að hjá þó nokkrum þjóðum hafi verið dregið úr greiðslum ríkisins fyrir tiltekna heilbrigðisþjónustu og kostnaður sjúklinga verið aukinn. Skýrsla OECD sýnir að hlutfall lágtekjufólks sem segir að þörfum þess fyrir heilbrigðisþjónustu og tannlæknaþjónustu sé ekki að fullu mætt er tvöfalt hærra en á við þegar skoðað er meðaltal allra íbúa og fjórfalt hærra en í samanburði við hátekjufólk. Varað er við því að ófullnægjandi heilbrigðisþjónusta þar sem þörfum fólks er ekki mætt geti til lengri tíma haft alvarlegar heilsufarslegar og efnahagslegar afleiðingar.
Grikkland Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Erlent Fleiri fréttir Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Sjá meira