Dæmi um að afgreiðslufólk sé slegið utan undir í jólaösinni Kjartan Atli Kjartansson skrifar 22. desember 2014 17:28 Afgreiðslufólk hefur kvartað undan slæmri framkomu viðskiptavina. Dæmi eru um að afgreiðslufólk sé slegið utan undir af pirruðum viðskiptavinum í jólaösinni. Þetta segir verslunarstjóri í verslun í Reykjavík sem hefur starfað við afgreiðslustörf í hálfan áratug. Ólafía Björk Rafnsdóttir, formaður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, VR, segir að félagið hafi í gegnum tíðina fengið fjölda tilkynninga frá afgreiðslufólki sem kvartar undan slæmri framkomu viðskiptavina. VR hefur látið framleiða barmmerki í þeim tilgangi að minna fólk á að sýna fólki í afgreiðslustörfum virðingu. „Við höfum orðið vitni af slæmri framkomu og fengið kvartanir, sérstaklega í fyrra,“ segir Ólafía Björk. Í samtölum við fólk sem starfar við afgreiðslu kemur fram að viðskiptavinir hagi sér oft mjög illa. Alda Guðrún Hermannsdóttir hefur starfað við afgreiðslustörf síðan árið 2009. Hún segir afgreiðslufólk gjarnan verða fyrir barðinu á viðskiptavinum sem láti reiði sína bitna á því. „Grófasta dæmið er líklega þegar ég var slegin utanundir með kjötstykki fyrir jólin 2009. Þá var ég fimmtán ára gömul og vann í Bónus. Verslunarstjórinn þurfti að vísa konunni sem sló mig út úr búðinni og ég vissi ekkert hvernig ég átti að bregðast við, þetta var hræðilegt.“ Alda er nú verslunarstjóri í 10-11 og segir að í raun hafi lítið breyst í framkomu fólks undanfarin ár. „Maður þakkar fyrir fastakúnnana okkar. Þeir eru alltaf svo skilningsríkir og stundum svara þeir meira að segja fyrir okkur, því við erum svolítið bundin, því kúnninn á víst alltaf að hafa rétt fyrir sér.“ Aðrir viðmælendur Vísis taka undir orð Öldu; lítið hefur breyst í þessum efnum, dónalegum viðskiptavinum sem hella sér yfir afgreiðslufólk hefur ekki fækkað.Útlendingar kurteisari Í samtölum við fólk sem starfar við afgreiðslu kemur fram að erlendir ferðamenn séu yfirleitt mun kurteisari. Einn starfamaður veitingastaðar á landsbyggðinni sagði blaðamanni Vísis að ferðamennirnir gangi yfirleitt betur um og gangi frekar frá eftir sig. „Auðvitað vill maður ekki alhæfa, en þetta er svona tilfinningin sem maður hefur. Svo eru þeir líka yfirleitt meira „kammó“, erlendu ferðamennirnir.“ Að sögn Öldu og annarra viðmælenda Vísis kemur fram að viðskiptavinir reiðist við minnsta tilefni. „Orðbragðið sem við þurfum að sitja undir er ólíðandi. Maður verður stundum ógeðslega reiður þegar maður verður fyrir svona framkomu,“ útskýrir hún ennfremur. Alda segir atvikið þegar hún var slegin utanundir með kjötstykki í raun ekki vera einangrað. „Ég hef verið slegin allavega tvisvar,“ segir hún. Einn viðmælandi Vísis sagði frá því að í sumar hafi maður haft í hótunum við starfsfólk á bensínstöð á landsbyggðinni, hótað því barsmíðum því verðið á kaffi hefði hækkað. „Hann hótaði að berja okkur útaf verðinu og var mjög ógnandi.“ Alda segir sum fyrirtæki ekki standa nægilega þétt við bakið á afgreiðslufólki sem verður fyrir barðinu á reiðum kúnnum. En hún er þakklát núverandi vinnuveitenda sínum. „Við fáum mikla aðstoð hjá 10-11 með svona mál. Einnig er gott að leita til VR þegar maður verður fyrir svona framkomu.“Afgreiðslukona brast í grát Fyrir jólin í fyrra birti DV pistil konu sem varð vitni af grófri framkomu pars í garð ungrar afgreiðslustúlku í Bónus. Anna María Sverrisdóttir sagði þá frá því hvernig parið helti sér yfir stúlkuna þegar hún spurði það hversu marga poka parið hugðist nota. „Konan varð ævareið og hreytti út úr sér, virkilega hranalega þannig að glumdi í, að stúlkan skyldi hætta þessum dónaskap og gefa þeim tíma til að ganga frá vörunum,“ sagði Anna María. Hún sagði afgreiðslustúlkuna aldrei hafa komið fram af dónaskap og að hegðun parsins hafi komið eins og þruma úr heiðskýru lofti. Að lokum brotnaði afgreiðslustúlkan niður og brast í grát, hún þoldi ekki framkomu parsins. Anna María segir viðbrögð mannsins, sem stúlkan afgreiddi hafa verið slæm, en hann sagði: „Hún er farin að grenja“. Anna María segir að parið hafi svo yfirgefið verslunina. Anna María tilkynnti samstarfsfólki stúlkunnar í Bónus að hún hafi staðið sig vel og komið vel fram við þetta dónalega fólk. Anna María lauk svo Facebook-færslu sinni með kveðju til stúlkunnar:„Þessu fólki tókst að græta ungling og gera hann óhamingjusaman. Satt að segja fyrirlít ég svona framkomu. Ef einhver sem þetta les, þekkir unga stúlku sem vinnur í Bónus í Holtagörðum og er nú grátandi í koddann sinn eftir ömurlega erfiðan dag, sendi ég henni bestu kveðju. Hún stóð sig vel.“Erlent afgreiðslufólk fær að heyra það Í fyrra birti Vísir viðtal við bosníska afgreiðslustúlku sem sagði frá því að hún hafi oft fengið að heyra niðrandi ummæli vegna þess að hún sé af erlendu bergi brotin. „Ég hef oft lent í því að fólk kemur til mín og segir mér að útlendingahyski sé að taka störfin frá okkur. Það kom maður til mín um daginn og sagði að hann væri ánægður að það væri loksins kominn Íslendingur á kassann. Þessir útlendingar ættu bara að drulla sér úr landinu okkar. Fólk er ekki að fatta að við erum manneskjur. Við erum bara á kassanum og fólk gleymir okkur stundum,“ sagði hún. Ólafía Björk segir að í ár hafi VR ákveðið að fara nýjar leiðir til þess að ná til pirraðra viðskiptavina. „Undanfarin jól höfum við sent frá okkur sjónvarpsauglýsingu. En í ár ákváðum við að færa þetta nær fólkinu og útbjuggum barmmerki fyrir afgreðslufólk til þess að bera við störf sín. Oft þarf ekki meira til að minna þa´sem eru pirraðir í jólaösinni á að anda rólega. Við erum að reyna að vekja athygli á því að afgreiðslufólk verður oft fyrir slæmri framkomu. Við hvetjum fólk til að sýna öllum virðingu. Við vonum að þetta skili sér. Við vorum fyrr á ferðinni ár og erum búin að dreifa þessum merkjum víða.“ Jólafréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Dæmi eru um að afgreiðslufólk sé slegið utan undir af pirruðum viðskiptavinum í jólaösinni. Þetta segir verslunarstjóri í verslun í Reykjavík sem hefur starfað við afgreiðslustörf í hálfan áratug. Ólafía Björk Rafnsdóttir, formaður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, VR, segir að félagið hafi í gegnum tíðina fengið fjölda tilkynninga frá afgreiðslufólki sem kvartar undan slæmri framkomu viðskiptavina. VR hefur látið framleiða barmmerki í þeim tilgangi að minna fólk á að sýna fólki í afgreiðslustörfum virðingu. „Við höfum orðið vitni af slæmri framkomu og fengið kvartanir, sérstaklega í fyrra,“ segir Ólafía Björk. Í samtölum við fólk sem starfar við afgreiðslu kemur fram að viðskiptavinir hagi sér oft mjög illa. Alda Guðrún Hermannsdóttir hefur starfað við afgreiðslustörf síðan árið 2009. Hún segir afgreiðslufólk gjarnan verða fyrir barðinu á viðskiptavinum sem láti reiði sína bitna á því. „Grófasta dæmið er líklega þegar ég var slegin utanundir með kjötstykki fyrir jólin 2009. Þá var ég fimmtán ára gömul og vann í Bónus. Verslunarstjórinn þurfti að vísa konunni sem sló mig út úr búðinni og ég vissi ekkert hvernig ég átti að bregðast við, þetta var hræðilegt.“ Alda er nú verslunarstjóri í 10-11 og segir að í raun hafi lítið breyst í framkomu fólks undanfarin ár. „Maður þakkar fyrir fastakúnnana okkar. Þeir eru alltaf svo skilningsríkir og stundum svara þeir meira að segja fyrir okkur, því við erum svolítið bundin, því kúnninn á víst alltaf að hafa rétt fyrir sér.“ Aðrir viðmælendur Vísis taka undir orð Öldu; lítið hefur breyst í þessum efnum, dónalegum viðskiptavinum sem hella sér yfir afgreiðslufólk hefur ekki fækkað.Útlendingar kurteisari Í samtölum við fólk sem starfar við afgreiðslu kemur fram að erlendir ferðamenn séu yfirleitt mun kurteisari. Einn starfamaður veitingastaðar á landsbyggðinni sagði blaðamanni Vísis að ferðamennirnir gangi yfirleitt betur um og gangi frekar frá eftir sig. „Auðvitað vill maður ekki alhæfa, en þetta er svona tilfinningin sem maður hefur. Svo eru þeir líka yfirleitt meira „kammó“, erlendu ferðamennirnir.“ Að sögn Öldu og annarra viðmælenda Vísis kemur fram að viðskiptavinir reiðist við minnsta tilefni. „Orðbragðið sem við þurfum að sitja undir er ólíðandi. Maður verður stundum ógeðslega reiður þegar maður verður fyrir svona framkomu,“ útskýrir hún ennfremur. Alda segir atvikið þegar hún var slegin utanundir með kjötstykki í raun ekki vera einangrað. „Ég hef verið slegin allavega tvisvar,“ segir hún. Einn viðmælandi Vísis sagði frá því að í sumar hafi maður haft í hótunum við starfsfólk á bensínstöð á landsbyggðinni, hótað því barsmíðum því verðið á kaffi hefði hækkað. „Hann hótaði að berja okkur útaf verðinu og var mjög ógnandi.“ Alda segir sum fyrirtæki ekki standa nægilega þétt við bakið á afgreiðslufólki sem verður fyrir barðinu á reiðum kúnnum. En hún er þakklát núverandi vinnuveitenda sínum. „Við fáum mikla aðstoð hjá 10-11 með svona mál. Einnig er gott að leita til VR þegar maður verður fyrir svona framkomu.“Afgreiðslukona brast í grát Fyrir jólin í fyrra birti DV pistil konu sem varð vitni af grófri framkomu pars í garð ungrar afgreiðslustúlku í Bónus. Anna María Sverrisdóttir sagði þá frá því hvernig parið helti sér yfir stúlkuna þegar hún spurði það hversu marga poka parið hugðist nota. „Konan varð ævareið og hreytti út úr sér, virkilega hranalega þannig að glumdi í, að stúlkan skyldi hætta þessum dónaskap og gefa þeim tíma til að ganga frá vörunum,“ sagði Anna María. Hún sagði afgreiðslustúlkuna aldrei hafa komið fram af dónaskap og að hegðun parsins hafi komið eins og þruma úr heiðskýru lofti. Að lokum brotnaði afgreiðslustúlkan niður og brast í grát, hún þoldi ekki framkomu parsins. Anna María segir viðbrögð mannsins, sem stúlkan afgreiddi hafa verið slæm, en hann sagði: „Hún er farin að grenja“. Anna María segir að parið hafi svo yfirgefið verslunina. Anna María tilkynnti samstarfsfólki stúlkunnar í Bónus að hún hafi staðið sig vel og komið vel fram við þetta dónalega fólk. Anna María lauk svo Facebook-færslu sinni með kveðju til stúlkunnar:„Þessu fólki tókst að græta ungling og gera hann óhamingjusaman. Satt að segja fyrirlít ég svona framkomu. Ef einhver sem þetta les, þekkir unga stúlku sem vinnur í Bónus í Holtagörðum og er nú grátandi í koddann sinn eftir ömurlega erfiðan dag, sendi ég henni bestu kveðju. Hún stóð sig vel.“Erlent afgreiðslufólk fær að heyra það Í fyrra birti Vísir viðtal við bosníska afgreiðslustúlku sem sagði frá því að hún hafi oft fengið að heyra niðrandi ummæli vegna þess að hún sé af erlendu bergi brotin. „Ég hef oft lent í því að fólk kemur til mín og segir mér að útlendingahyski sé að taka störfin frá okkur. Það kom maður til mín um daginn og sagði að hann væri ánægður að það væri loksins kominn Íslendingur á kassann. Þessir útlendingar ættu bara að drulla sér úr landinu okkar. Fólk er ekki að fatta að við erum manneskjur. Við erum bara á kassanum og fólk gleymir okkur stundum,“ sagði hún. Ólafía Björk segir að í ár hafi VR ákveðið að fara nýjar leiðir til þess að ná til pirraðra viðskiptavina. „Undanfarin jól höfum við sent frá okkur sjónvarpsauglýsingu. En í ár ákváðum við að færa þetta nær fólkinu og útbjuggum barmmerki fyrir afgreðslufólk til þess að bera við störf sín. Oft þarf ekki meira til að minna þa´sem eru pirraðir í jólaösinni á að anda rólega. Við erum að reyna að vekja athygli á því að afgreiðslufólk verður oft fyrir slæmri framkomu. Við hvetjum fólk til að sýna öllum virðingu. Við vonum að þetta skili sér. Við vorum fyrr á ferðinni ár og erum búin að dreifa þessum merkjum víða.“
Jólafréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira