Innlent

Þorláksmessa í miðborginni

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Jólabærinn samanstendur af litlum og fallegum jólahúsum á Ingólfstorgi.
Jólabærinn samanstendur af litlum og fallegum jólahúsum á Ingólfstorgi.
Jólatónlist um óma um miðborgina á Þorláksmessu og verða jólasveinar á vappi til að heilsa upp á jólabörn á öllum aldri. Nóg verður um að vera í miðborginni og lofar veðurspáin góðu.

Tenórarnir þrír , Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Elmar Gilbertsson og Kolbeinn Ketilsson, munu halda sínu árlegu Þorláksmessutónleika og fara þeir í ár fram við Jólabæinn á Ingóflstorgi klukkan níu. Stefán Hilmarsson verður sérstakur gestur þeirra og ungsöngtríóið Mr. Norrington mun einnig stíga á stokk. Þá mun Svavar Knútur halda ókeypis tónleika í Amtsbókasafninu klukkan 17.

Tenórarnir þrír láta sig ekki vanta og halda jólatónleika í Jólabænum klukkan níu á Þorláksmessu.
Jólabærinn samanstendur af litlum og fallegum jólahúsum á Ingólfstorgi. Þar er boðið upp á varning eins og handverk, hönnun og góðgæti af ýmsum toga. Jólabærinn verður opinn milli kl. 12 og 23 á Þorláksmessu.

Jólavættirnar hafa stillt sér upp á húsveggi víðsvegar í miðborginni. Hægt er að skoða þær á húsveggjum þegar myrkur er en þess á milli er hægt að skoða allar jólavættirnar í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi frá kl. 10 – 17.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×