Innlent

Þjónusta Vegagerðarinnar um jólin

Samúel Karl Ólason skrifar
Á aðfangadag og gamlársdag er gert ráð fyrir þjónustu til klukkan tvö en ef þörf krefur til klukkan fjögur.
Á aðfangadag og gamlársdag er gert ráð fyrir þjónustu til klukkan tvö en ef þörf krefur til klukkan fjögur. Vísir/Vilhelm
Vegagerðin mun eingöngu sinna þeim leiðum á jóla- og nýársdag, sem hafa sjö daga þjónustu. Langleiðir um strjálbýl svæði milli byggðarlaga eru þó undanskildar. Stefnt er að því að þessar leiðir verði almennt færar upp úr klukkan tíu þessa daga.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Á aðfangadag og gamlársdag er gert ráð fyrir þjónustu til klukkan tvö en ef þörf krefur til klukkan fjögur. Það á þó ekki við um lengstu leiðir svo sem á Djúpvegi frá Súðavík til Hólmavíkur, Vestfjarðarvegi austan Brjánslækjar, frá Mývatni til Egilsstaða og frá Höfn til Víkur. Þar hættir þjónusta í síðasta lagi klukkan tvö.

Á annan í jólum verður þjónusta á öllum leiðum samkvæmt almennum snjómokstursreglum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×