Evrópskt efnahagssvæði í 20 ár Svana Helen Björnsdóttir skrifar 10. janúar 2014 07:00 Þann 1. janúar sl. voru 20 ár liðin frá því Íslendingar gerðust aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu (EES), sameiginlegu markaðssvæði 31 Evrópuríkis. Aðgangurinn að innri markaði Evrópu hefur haft mikla þýðingu, bæði fyrir fólk og fyrirtæki. Samningurinn tryggði Íslendingum frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsa fjármagnsflutninga, sameiginlegan vinnumarkað og þar með frjálsa fólksflutninga – eða svokallað fjórfrelsi. Með EES-samningnum voru í fyrsta sinn innleiddar samkeppnisreglur sem veita neytendum vernd gegn einokun.Samtök iðnaðarins 20 ára Það er engin tilviljun að Samtök iðnaðarins á Íslandi tóku til starfa sama dag og EES-samningurinn tók gildi. Við stofnun samtakanna þurfti að leysa ýmis erfið þrætumál og leggja varð minni og sérhagsmuni til hliðar. Það voru hinir stóru og sameiginlegu hagsmunir sem réðu því að það tókst að mynda stærstu samtök fyrirtækja á Íslandi. Með stofnun SI skapaði íslenskur iðnaður sér sameiginlegan vettvang til að vinna að hagsmunamálum iðnaðarins og um leið sköpuðu fyrirtækin innan samtakanna sér stöðu sem samræmdist mikilvægi framlags þeirra til þjóðarbúsins. Menn töldu þá sem nú mikilvægt að snúa bökum saman í sókn á opna alþjóðlega markaði. Eitt af þeim málum sem heitast brann á stjórnendum fyrirtækja var sveiflujöfnun í íslensku efnahagslífi, þannig að gera mætti áreiðanlegri rekstraráætlanir. Það hefur enn ekki tekist og þar til það tekst búa íslensk fyrirtæki við lakari rekstrarskilyrði en samkeppnisaðilar þeirra erlendis.Samkeppnisstaða Íslands Fyrirtæki landsins og fólkið sem þar starfar eru hinir eiginlegu skaparar verðmætanna sem lífskjör þjóðarinnar byggja á. Þó er til lítils að framleiða verðmæti ef ekki er hægt að koma þeim í verð á markaði. Þess vegna skiptir aðgangur að innri markaði Evrópu höfuðmáli fyrir lífskjör Íslendinga. Evrópusambandið er í mikilli þróun og um leið er EES-samningurinn að úreldast. Gott dæmi um það er fríverslunarsamningur ESB við Bandaríkin, sem Íslendingar munu ekki eiga aðild að. Við sem á Íslandi búum þurfum ekki aðeins að verjast heldur jafnframt að sækja fram og ná að nýta tækifærin sem bjóðast í hinni hörðu alþjóðlegu samkeppni, m.a. um fólk og fyrirtæki. Lífskjör okkar í framtíðinni byggjast á því.Til mikils að vinna Það hefði átt að leiða aðildarviðræður Íslands við ESB til lykta og fyrir því eru margar góðar ástæður. Sú fyrsta er að málið er og verður þrætuepli þar til úr því fæst skorið hver vilji þjóðarinnar er. Önnur ástæða er sú að okkur er hollt að rýna okkur til gagns þær kröfur sem ESB gerir til sambandsríkja sinna um góða hagstjórn. Á henni byggir stöðugleikinn sem fyrirtækin innan Samtaka iðnaðarins hafa barist fyrir í 20 ár. Það er óvíst að EES-samningurinn muni í framtíðinni tryggja aðgang að innri markaði Evrópu. Bregðist hann verður samningsstaða okkar mun verri en nú er. Lífskjör munu versna og frelsi landsmanna meðal þjóða skerðast. Því þarf að hefja aðildarviðræðurnar á ný og láta þjóðina að þeim loknum taka afstöðu í einu afdrifaríkasta hagsmunamáli sínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Þann 1. janúar sl. voru 20 ár liðin frá því Íslendingar gerðust aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu (EES), sameiginlegu markaðssvæði 31 Evrópuríkis. Aðgangurinn að innri markaði Evrópu hefur haft mikla þýðingu, bæði fyrir fólk og fyrirtæki. Samningurinn tryggði Íslendingum frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsa fjármagnsflutninga, sameiginlegan vinnumarkað og þar með frjálsa fólksflutninga – eða svokallað fjórfrelsi. Með EES-samningnum voru í fyrsta sinn innleiddar samkeppnisreglur sem veita neytendum vernd gegn einokun.Samtök iðnaðarins 20 ára Það er engin tilviljun að Samtök iðnaðarins á Íslandi tóku til starfa sama dag og EES-samningurinn tók gildi. Við stofnun samtakanna þurfti að leysa ýmis erfið þrætumál og leggja varð minni og sérhagsmuni til hliðar. Það voru hinir stóru og sameiginlegu hagsmunir sem réðu því að það tókst að mynda stærstu samtök fyrirtækja á Íslandi. Með stofnun SI skapaði íslenskur iðnaður sér sameiginlegan vettvang til að vinna að hagsmunamálum iðnaðarins og um leið sköpuðu fyrirtækin innan samtakanna sér stöðu sem samræmdist mikilvægi framlags þeirra til þjóðarbúsins. Menn töldu þá sem nú mikilvægt að snúa bökum saman í sókn á opna alþjóðlega markaði. Eitt af þeim málum sem heitast brann á stjórnendum fyrirtækja var sveiflujöfnun í íslensku efnahagslífi, þannig að gera mætti áreiðanlegri rekstraráætlanir. Það hefur enn ekki tekist og þar til það tekst búa íslensk fyrirtæki við lakari rekstrarskilyrði en samkeppnisaðilar þeirra erlendis.Samkeppnisstaða Íslands Fyrirtæki landsins og fólkið sem þar starfar eru hinir eiginlegu skaparar verðmætanna sem lífskjör þjóðarinnar byggja á. Þó er til lítils að framleiða verðmæti ef ekki er hægt að koma þeim í verð á markaði. Þess vegna skiptir aðgangur að innri markaði Evrópu höfuðmáli fyrir lífskjör Íslendinga. Evrópusambandið er í mikilli þróun og um leið er EES-samningurinn að úreldast. Gott dæmi um það er fríverslunarsamningur ESB við Bandaríkin, sem Íslendingar munu ekki eiga aðild að. Við sem á Íslandi búum þurfum ekki aðeins að verjast heldur jafnframt að sækja fram og ná að nýta tækifærin sem bjóðast í hinni hörðu alþjóðlegu samkeppni, m.a. um fólk og fyrirtæki. Lífskjör okkar í framtíðinni byggjast á því.Til mikils að vinna Það hefði átt að leiða aðildarviðræður Íslands við ESB til lykta og fyrir því eru margar góðar ástæður. Sú fyrsta er að málið er og verður þrætuepli þar til úr því fæst skorið hver vilji þjóðarinnar er. Önnur ástæða er sú að okkur er hollt að rýna okkur til gagns þær kröfur sem ESB gerir til sambandsríkja sinna um góða hagstjórn. Á henni byggir stöðugleikinn sem fyrirtækin innan Samtaka iðnaðarins hafa barist fyrir í 20 ár. Það er óvíst að EES-samningurinn muni í framtíðinni tryggja aðgang að innri markaði Evrópu. Bregðist hann verður samningsstaða okkar mun verri en nú er. Lífskjör munu versna og frelsi landsmanna meðal þjóða skerðast. Því þarf að hefja aðildarviðræðurnar á ný og láta þjóðina að þeim loknum taka afstöðu í einu afdrifaríkasta hagsmunamáli sínu.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun