Ó-tollaðan ostainnflutning strax Þórólfur Matthíasson skrifar 25. janúar 2014 06:00 Framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) fór þess á leit við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið með bréfi 26.11.2013 að ráðuneytið heimilaði innflutning á ótolluðu smjöri til landsins þar sem ljóst væri að innlend framleiðsla dygði ekki til að fullnægja eftirspurn eftir rjóma og smjöri í desembermánuði. Hingað til hafa mjólkurafurðir aðeins verið fluttar inn á grundvelli skuldbindinga sem Ísland hefur undirgengist í alþjóðasamningum. Mjólkurafurðir hafa ekki verið fluttar inn þó einstakar vörutegundir, sumir geita- og ærmjólkurostar til dæmis, séu alls ekki fáanlegir, eða hafi horfið úr verslunum um lengri eða skemmri tíma vegna framleiðslumistaka eða lítillar framleiðslugetu.Brotið í blað Beiðni SAM um ótollaðan innflutning smjörs til að vinna gegn vöruskorti brýtur blað í afstöðu talsmanna bænda og afurðastöðva til innflutnings mjólkurvarnings. Fram til þessa hafa talsmenn bænda og afurðastöðva haft mjög neikvæða afstöðu til þess takmarkaða innflutnings mjólkurvara sem stjórnvöld hafa neyðst til að samþykkja í skiptum fyrir lægri tolla á fiski. Talsmenn bænda og afurðastöðva hafa nú uppgötvað að vöruskortur getur eyðilagt mjólkurvörumarkaðinn og að það kunni að þjóna hagsmunum þeirra sjálfra að mjólkurvörur séu fluttar inn ótollaðar.Hvar eru sérostarnir? Framboð á sérostum úr kúamjólk á borð við þroskaðan Gouda, Jarlsberg, Gamle Ola, Sorte Sara, Munster, Port Salut, Gorgonsola og Parmesan er af skornum skammti. Eðli máls samkvæmt er ekkert framboð af íslenskum geitamjólkurostum, eða af ærmjólkurostum á borð við Roquefort, enda framleiðsla íslenskrar geitamjólkur og ærmjólkur fremur talin í desilítrum en lítrum og tonnum. Þess vegna er „íslenskur Feta-ostur“ úr kúamjólk en ekki geitamjólk.Lækkar verðbólgu Séu rök framkvæmdastjóra Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði í bréfi frá 26.11.2013 fyrir innflutningi smjörs yfirfærð á ostamarkaðinn er dagljóst að heimila eigi tollfrjálsan innflutning allra þeirra osta sem ekki eru framleiddir hér á landi alla mánuði ársins. Boltinn er nú hjá ráðherra atvinnuvega- og nýsköpunarmála. Ekki er að efa að hann bregðist hratt við þegar svo skýr skilaboð koma frá mjólkuriðnaðinum sjálfum. Ekki skaðar að tollfrjáls innflutningur osta sem ekki eru framleiddir hér á landi stuðlar að lækkun vöruverðs og dregur þar með úr verðbólguþrýstingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) fór þess á leit við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið með bréfi 26.11.2013 að ráðuneytið heimilaði innflutning á ótolluðu smjöri til landsins þar sem ljóst væri að innlend framleiðsla dygði ekki til að fullnægja eftirspurn eftir rjóma og smjöri í desembermánuði. Hingað til hafa mjólkurafurðir aðeins verið fluttar inn á grundvelli skuldbindinga sem Ísland hefur undirgengist í alþjóðasamningum. Mjólkurafurðir hafa ekki verið fluttar inn þó einstakar vörutegundir, sumir geita- og ærmjólkurostar til dæmis, séu alls ekki fáanlegir, eða hafi horfið úr verslunum um lengri eða skemmri tíma vegna framleiðslumistaka eða lítillar framleiðslugetu.Brotið í blað Beiðni SAM um ótollaðan innflutning smjörs til að vinna gegn vöruskorti brýtur blað í afstöðu talsmanna bænda og afurðastöðva til innflutnings mjólkurvarnings. Fram til þessa hafa talsmenn bænda og afurðastöðva haft mjög neikvæða afstöðu til þess takmarkaða innflutnings mjólkurvara sem stjórnvöld hafa neyðst til að samþykkja í skiptum fyrir lægri tolla á fiski. Talsmenn bænda og afurðastöðva hafa nú uppgötvað að vöruskortur getur eyðilagt mjólkurvörumarkaðinn og að það kunni að þjóna hagsmunum þeirra sjálfra að mjólkurvörur séu fluttar inn ótollaðar.Hvar eru sérostarnir? Framboð á sérostum úr kúamjólk á borð við þroskaðan Gouda, Jarlsberg, Gamle Ola, Sorte Sara, Munster, Port Salut, Gorgonsola og Parmesan er af skornum skammti. Eðli máls samkvæmt er ekkert framboð af íslenskum geitamjólkurostum, eða af ærmjólkurostum á borð við Roquefort, enda framleiðsla íslenskrar geitamjólkur og ærmjólkur fremur talin í desilítrum en lítrum og tonnum. Þess vegna er „íslenskur Feta-ostur“ úr kúamjólk en ekki geitamjólk.Lækkar verðbólgu Séu rök framkvæmdastjóra Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði í bréfi frá 26.11.2013 fyrir innflutningi smjörs yfirfærð á ostamarkaðinn er dagljóst að heimila eigi tollfrjálsan innflutning allra þeirra osta sem ekki eru framleiddir hér á landi alla mánuði ársins. Boltinn er nú hjá ráðherra atvinnuvega- og nýsköpunarmála. Ekki er að efa að hann bregðist hratt við þegar svo skýr skilaboð koma frá mjólkuriðnaðinum sjálfum. Ekki skaðar að tollfrjáls innflutningur osta sem ekki eru framleiddir hér á landi stuðlar að lækkun vöruverðs og dregur þar með úr verðbólguþrýstingi.
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar