Virkjum drifkraft iðnaðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar 31. janúar 2014 06:00 Niðurstaða atkvæðagreiðslu félaga Alþýðusambandsins um kjarasamningana er umhugsunarverð áskorun. Vandaður undirbúningur málsins og markmið dugðu ekki til að skila samningunum alla leið. Næstu mánuði mun ríkja mikil óvissa á vinnumarkaði á Íslandi, því miður. Þessi staða sýnir atvinnulífinu að leita verður nýrra leiða. Þjóðlíf og efnahagslíf verður aldrei aftur eins og það var og jafnvel þjóðarsáttarmódelið að kjarasamningum þarfnast nýrrar hugsunar. Þau fimm ár sem liðin eru frá hruni hafa einmitt knúið fram slíka nýja hugsun í rekstri íslenskra fyrirtækja. Enginn hefur komist hjá því að laga sig að nýjum aðstæðum og margir fundið á eigin skinni að sókn er besta vörnin. Samtök iðnaðarins vilja senda skýr skilaboð til samfélagsins: Iðnaðurinn er reiðubúinn til sóknar. Án verðmætasköpunar, aukinnar framleiðni og útflutnings fjölbreytts iðnaðar mun okkur aldrei takast að ná fyrra lífskjarastigi – hvað þá komast lengra en áður var. Samtök iðnaðarins bera þess merki að iðnaður á Íslandi hefur aldrei verið fjölbreyttari. Nýjar greinar eins og kvikmynda- og tölvuleikjaiðnaður, þekkingargreinar eins og ráðgjafarverkfræði og heilbrigðistækni hafa bæst við flóru hefðbundinna iðngreina. Samtök iðnaðarins, sem stofnuð voru í kreppu fyrir 20 árum, hafa frá öndverðu beitt sér fyrir nokkrum grundvallaratriðum. Af þessum atriðum má aldrei gefa afslátt: Stöðug rekstrarskilyrði og sveiflujöfnun. Peningamálastefna sem virkar. Opin samkeppni og heilbrigður útboðsmarkaður. Greiður markaðsaðgangur og viðskipti við umheiminn. Samkeppnishæfni landsins. Samkeppnishæfni strax á dagskrá Fram að 2008 hafði Ísland náð verulegum heildarárangri á þessum sviðum en hrunið skildi eftir rekstrarskilyrði vaxandi iðnaðar í sárum. Eftir stendur þó að stoðir atvinnulífs á Íslandi eru fjölbreyttari en áður, m.a. vegna þeirrar uppbyggingar sem betri skilyrði íslenskra fyrirtækja á innri markaði Evrópu leiddu til. Sú uppbygging varð í frelsi. Haftasamfélag er hins vegar ekki frjálst heldur fyrirséð og stöðnun skammt undan. Ríkisstjórnin hefur gefið margt gott til kynna í stjórnarsáttmála og á fyrstu mánuðum sínum. Viljinn er fyrir hendi og iðnaðurinn tekur heilshugar undir markmið um afnám hafta, auknar framkvæmdir, nýsköpun og þróun, og allar aðgerðir sem miða að auknum stöðugleika í efnahagsumhverfinu. Óvissan á vinnumarkaði sýnir okkur að meira þarf til. Hagstjórnin getur ekki miðað markmið sín við neitt annað en frelsi og fótfestu fjölbreyttrar flóru fyrirtækja, til að fæðast og vaxa varanlega á Íslandi. Samkeppnishæfni Íslands verður að komast aftur á dagskrá ekki síðar en strax. Svarið til vinnumarkaðarins er að virkja drifkraft fjölbreytts iðnaðar. Ef slík stefna sést í verki og drifið sést snúast mun fólk trúa á efndir skynsamlegra markmiða kjarasamninga. Meðan ekki snýst er hætt við að samfélagið trúi ekki yfirlýstum markmiðum. Meira þarf en orð. Stefnuföst hagstjórn og snjallar útfærslur rekstrarskilyrða fyrirtækja sem skapa ný alþjóðleg tækifæri er svarið. Einungis þannig stækkum við kökuna, aukum þjóðarauðinn eins og þarf til að atvinnulífið taki vaxtarkipp. Iðnaðurinn er reiðubúinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Álitsgjafinn Jón Kaldal Fastir pennar Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Aðhaldsleysi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Tilfinningar og eiginhagsmunir Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Ísland á jaðrinum Auðunn Arnórsson Fastir pennar Tímamót Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Ekki hjálpa Stasí Snærós Sindradóttir Bakþankar Prófsteinn í orkunýtingarmálum Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Lending í sátt Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Fastir pennar Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Niðurstaða atkvæðagreiðslu félaga Alþýðusambandsins um kjarasamningana er umhugsunarverð áskorun. Vandaður undirbúningur málsins og markmið dugðu ekki til að skila samningunum alla leið. Næstu mánuði mun ríkja mikil óvissa á vinnumarkaði á Íslandi, því miður. Þessi staða sýnir atvinnulífinu að leita verður nýrra leiða. Þjóðlíf og efnahagslíf verður aldrei aftur eins og það var og jafnvel þjóðarsáttarmódelið að kjarasamningum þarfnast nýrrar hugsunar. Þau fimm ár sem liðin eru frá hruni hafa einmitt knúið fram slíka nýja hugsun í rekstri íslenskra fyrirtækja. Enginn hefur komist hjá því að laga sig að nýjum aðstæðum og margir fundið á eigin skinni að sókn er besta vörnin. Samtök iðnaðarins vilja senda skýr skilaboð til samfélagsins: Iðnaðurinn er reiðubúinn til sóknar. Án verðmætasköpunar, aukinnar framleiðni og útflutnings fjölbreytts iðnaðar mun okkur aldrei takast að ná fyrra lífskjarastigi – hvað þá komast lengra en áður var. Samtök iðnaðarins bera þess merki að iðnaður á Íslandi hefur aldrei verið fjölbreyttari. Nýjar greinar eins og kvikmynda- og tölvuleikjaiðnaður, þekkingargreinar eins og ráðgjafarverkfræði og heilbrigðistækni hafa bæst við flóru hefðbundinna iðngreina. Samtök iðnaðarins, sem stofnuð voru í kreppu fyrir 20 árum, hafa frá öndverðu beitt sér fyrir nokkrum grundvallaratriðum. Af þessum atriðum má aldrei gefa afslátt: Stöðug rekstrarskilyrði og sveiflujöfnun. Peningamálastefna sem virkar. Opin samkeppni og heilbrigður útboðsmarkaður. Greiður markaðsaðgangur og viðskipti við umheiminn. Samkeppnishæfni landsins. Samkeppnishæfni strax á dagskrá Fram að 2008 hafði Ísland náð verulegum heildarárangri á þessum sviðum en hrunið skildi eftir rekstrarskilyrði vaxandi iðnaðar í sárum. Eftir stendur þó að stoðir atvinnulífs á Íslandi eru fjölbreyttari en áður, m.a. vegna þeirrar uppbyggingar sem betri skilyrði íslenskra fyrirtækja á innri markaði Evrópu leiddu til. Sú uppbygging varð í frelsi. Haftasamfélag er hins vegar ekki frjálst heldur fyrirséð og stöðnun skammt undan. Ríkisstjórnin hefur gefið margt gott til kynna í stjórnarsáttmála og á fyrstu mánuðum sínum. Viljinn er fyrir hendi og iðnaðurinn tekur heilshugar undir markmið um afnám hafta, auknar framkvæmdir, nýsköpun og þróun, og allar aðgerðir sem miða að auknum stöðugleika í efnahagsumhverfinu. Óvissan á vinnumarkaði sýnir okkur að meira þarf til. Hagstjórnin getur ekki miðað markmið sín við neitt annað en frelsi og fótfestu fjölbreyttrar flóru fyrirtækja, til að fæðast og vaxa varanlega á Íslandi. Samkeppnishæfni Íslands verður að komast aftur á dagskrá ekki síðar en strax. Svarið til vinnumarkaðarins er að virkja drifkraft fjölbreytts iðnaðar. Ef slík stefna sést í verki og drifið sést snúast mun fólk trúa á efndir skynsamlegra markmiða kjarasamninga. Meðan ekki snýst er hætt við að samfélagið trúi ekki yfirlýstum markmiðum. Meira þarf en orð. Stefnuföst hagstjórn og snjallar útfærslur rekstrarskilyrða fyrirtækja sem skapa ný alþjóðleg tækifæri er svarið. Einungis þannig stækkum við kökuna, aukum þjóðarauðinn eins og þarf til að atvinnulífið taki vaxtarkipp. Iðnaðurinn er reiðubúinn.
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar