Að flytja lík, fanga og flugvelli Hjálmtýr Heiðdal skrifar 31. janúar 2014 06:00 Fimmtudaginn 23. janúar skoðaði ég gamla kirkjugarðinn við Suðurgötu ásamt hópi áhugafólks. Leiðsögn var í höndum Sólveigar Ólafsdóttur sagnfræðings og Heimis Janusarsonar, umsjónarmanns garðsins. Stórskemmtileg og fróðleg ganga sem Félag þjóðfræðinga skipulagði. Það eina sem truflaði þessar 80 sálir sem mættu var stöðugur flugvélagnýr, annaðhvort yfir hausamótum okkar eða frá flugvellinum þegar vélarnar voru að undirbúa flugtak. Niðurstaða mín er sú að það er ekki gott að halda svona samkomu í miðborg Reykjavíkur nema með hljóðmögnun. Í frásögn Sólveigar kom fram að upphaflega var kirkjugarður Reykvíkinga í sjálfri Kvosinni við Aðalstræti. Eftir 800 ár var hann fullur og nýi garðurinn við Suðurgötu var tekinn í notkun 1838. Síðan fylltist hann og eftir það varð til Fossvogsgarður og síðar Grafarvogsgarður. Út fyrir byggð Í borgum Evrópu sáu menn fljótt að kirkjugarðar voru ekki vel settir í miðbæjum og þeir því fluttir út fyrir byggð eftir því sem kostur var. Nýja garðinum við Suðurgötu var því valinn staður fyrir utan bæinn. (Til gamans má geta þess að þegar staðsetningin var kynnt fyrir Reykvíkingum komu fram mótmælaraddir; Leiðin frá Dómkirkjunni væri allt of löng.) Byggðin þróaðist og Suðurgötugarðurinn er nú inni í miðri borg. Flugvéladynurinn vakti hjá mér ýmsar hugsanir. Stjórnarráð Íslands við Lækjartorg var eitt sinn fangelsi. Það var staðsett fyrir austan Læk, fyrir utan bæinn sem þá var lítið meira en byggðin kringum Aðalstræti. Byggðin þróaðist og brátt var þörf fyrir nýtt fangelsi og því var valinn staður fyrir utan bæinn; Við Skólavörðustíg. Og bærinn elti það uppi og ný fangelsi voru byggð við Litla-Hraun og Síðumúla, langt fyrir utan miðbæinn. Fangelsið við Skólavörðustíg er að vísu enn notað, það er búið að vera á undanþágu í marga áratugi og bíður eftir Hólmsheiðarfangelsinu sem nú er í byggingu – fyrir utan borgina. Og þá kemur flugvélagnýrinn aftur til sögunnar. Kirkjugarðar og fangelsi eiga ekki heima í miðborgum og er valinn staður samkvæmt því. Flugvellir eiga ekki heima í miðborgum en samt sitja Reykvíkingar uppi með þennan hávaðavald. Þjófar, lík og flugvélar eiga ekki heima í miðborg Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Mest lesið Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Fimmtudaginn 23. janúar skoðaði ég gamla kirkjugarðinn við Suðurgötu ásamt hópi áhugafólks. Leiðsögn var í höndum Sólveigar Ólafsdóttur sagnfræðings og Heimis Janusarsonar, umsjónarmanns garðsins. Stórskemmtileg og fróðleg ganga sem Félag þjóðfræðinga skipulagði. Það eina sem truflaði þessar 80 sálir sem mættu var stöðugur flugvélagnýr, annaðhvort yfir hausamótum okkar eða frá flugvellinum þegar vélarnar voru að undirbúa flugtak. Niðurstaða mín er sú að það er ekki gott að halda svona samkomu í miðborg Reykjavíkur nema með hljóðmögnun. Í frásögn Sólveigar kom fram að upphaflega var kirkjugarður Reykvíkinga í sjálfri Kvosinni við Aðalstræti. Eftir 800 ár var hann fullur og nýi garðurinn við Suðurgötu var tekinn í notkun 1838. Síðan fylltist hann og eftir það varð til Fossvogsgarður og síðar Grafarvogsgarður. Út fyrir byggð Í borgum Evrópu sáu menn fljótt að kirkjugarðar voru ekki vel settir í miðbæjum og þeir því fluttir út fyrir byggð eftir því sem kostur var. Nýja garðinum við Suðurgötu var því valinn staður fyrir utan bæinn. (Til gamans má geta þess að þegar staðsetningin var kynnt fyrir Reykvíkingum komu fram mótmælaraddir; Leiðin frá Dómkirkjunni væri allt of löng.) Byggðin þróaðist og Suðurgötugarðurinn er nú inni í miðri borg. Flugvéladynurinn vakti hjá mér ýmsar hugsanir. Stjórnarráð Íslands við Lækjartorg var eitt sinn fangelsi. Það var staðsett fyrir austan Læk, fyrir utan bæinn sem þá var lítið meira en byggðin kringum Aðalstræti. Byggðin þróaðist og brátt var þörf fyrir nýtt fangelsi og því var valinn staður fyrir utan bæinn; Við Skólavörðustíg. Og bærinn elti það uppi og ný fangelsi voru byggð við Litla-Hraun og Síðumúla, langt fyrir utan miðbæinn. Fangelsið við Skólavörðustíg er að vísu enn notað, það er búið að vera á undanþágu í marga áratugi og bíður eftir Hólmsheiðarfangelsinu sem nú er í byggingu – fyrir utan borgina. Og þá kemur flugvélagnýrinn aftur til sögunnar. Kirkjugarðar og fangelsi eiga ekki heima í miðborgum og er valinn staður samkvæmt því. Flugvellir eiga ekki heima í miðborgum en samt sitja Reykvíkingar uppi með þennan hávaðavald. Þjófar, lík og flugvélar eiga ekki heima í miðborg Reykjavíkur.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar