Meira um ýsu-vandamál smábáta Bárður Guðmundsson skrifar 14. febrúar 2014 06:00 Vegna frétta af fundum sjávarútvegsráðherra, Hafrannsóknastofnunar og smábátasjómanna vegna mikillar ýsuveiði, má ég til með að koma upplifun minni að, sem skipstjóri á línubát af miðunum í kringum Snæfellsnes. Kannski er rétt að taka fram að ég hef verið til sjós frá 1968 og skipstjóri frá 1988. Ég hef ekki lagt einn einasta línuspotta á hefðbundna veiðislóð á þessu fiskveiðiári til þess að forðast ýsuna. Samt er ýsan 40-45% af aflanum á móti þorski á veiðislóð þar sem ýsa hefur ekki fengist nema í mjög litlum mæli síðustu áratugi. Leggi maður línuna á hefðbundna veiðislóð á þessum tíma árs þar sem eðlilegt væri að ýsan væri 20-30% af aflanum er hlutfallið í dag 80-90% ýsa og mjög mikil veiði. Við þessar aðstæður sem hér er lýst neyðumst við til þess að róa 15 til 20 mílum dýpra með því óhagræði og kostnaði sem því fylgir. Allir ættu að gera sér grein fyrir því að slíkt er mjög óheppilegt á þessum árstíma þegar veður geta verið válynd eins og verið hefur undanfarnar vikur. Smábátaflotinn kláraði ýsuheimildir sínar fyrir jól og hefur síðan leigt hundruð tonna úr aflamarkskerfinu og nú er staðan sú að menn fá ekki lengur leigt, það er ekkert framboð af leigukvóta. Nú er útlit fyrir að mörgum bátum verði lagt og beitningamönnum sagt upp þó að talsverðar heimildir í þorski, ufsa og steinbít séu óveiddar. Þrátt fyrir þá alvarlegu stöðu sem að framan er lýst þá virðist engin lausn í sjónmáli hjá stjórnvöldum. Því tel ég tilefni til að minna á tillögur Samtaka smærri útgerða, SSÚ, frá aðalfundi samtakanna þar sem m.a. var bent á leiðir til lausnar þessum vanda. Þar var m.a. lögð til svokölluð ígildaleið en í henni felst að menn gætu veitt ákveðinn hluta af úthlutuðum aflaheimildum í ígildum óháð tegund. Önnur tillaga felst í því að krókaaflamarksbátar fái heimild til að veiða eigin kvóta í þorskanet. SSÚ kom inn á ýmsar leiðir á aðalfundi samtakanna sem geta orðið til bóta við væntanlegar breytingar á lögum um stjórn fiskveiða og erum við reiðubúnir til viðræðna hvenær sem er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Vegna frétta af fundum sjávarútvegsráðherra, Hafrannsóknastofnunar og smábátasjómanna vegna mikillar ýsuveiði, má ég til með að koma upplifun minni að, sem skipstjóri á línubát af miðunum í kringum Snæfellsnes. Kannski er rétt að taka fram að ég hef verið til sjós frá 1968 og skipstjóri frá 1988. Ég hef ekki lagt einn einasta línuspotta á hefðbundna veiðislóð á þessu fiskveiðiári til þess að forðast ýsuna. Samt er ýsan 40-45% af aflanum á móti þorski á veiðislóð þar sem ýsa hefur ekki fengist nema í mjög litlum mæli síðustu áratugi. Leggi maður línuna á hefðbundna veiðislóð á þessum tíma árs þar sem eðlilegt væri að ýsan væri 20-30% af aflanum er hlutfallið í dag 80-90% ýsa og mjög mikil veiði. Við þessar aðstæður sem hér er lýst neyðumst við til þess að róa 15 til 20 mílum dýpra með því óhagræði og kostnaði sem því fylgir. Allir ættu að gera sér grein fyrir því að slíkt er mjög óheppilegt á þessum árstíma þegar veður geta verið válynd eins og verið hefur undanfarnar vikur. Smábátaflotinn kláraði ýsuheimildir sínar fyrir jól og hefur síðan leigt hundruð tonna úr aflamarkskerfinu og nú er staðan sú að menn fá ekki lengur leigt, það er ekkert framboð af leigukvóta. Nú er útlit fyrir að mörgum bátum verði lagt og beitningamönnum sagt upp þó að talsverðar heimildir í þorski, ufsa og steinbít séu óveiddar. Þrátt fyrir þá alvarlegu stöðu sem að framan er lýst þá virðist engin lausn í sjónmáli hjá stjórnvöldum. Því tel ég tilefni til að minna á tillögur Samtaka smærri útgerða, SSÚ, frá aðalfundi samtakanna þar sem m.a. var bent á leiðir til lausnar þessum vanda. Þar var m.a. lögð til svokölluð ígildaleið en í henni felst að menn gætu veitt ákveðinn hluta af úthlutuðum aflaheimildum í ígildum óháð tegund. Önnur tillaga felst í því að krókaaflamarksbátar fái heimild til að veiða eigin kvóta í þorskanet. SSÚ kom inn á ýmsar leiðir á aðalfundi samtakanna sem geta orðið til bóta við væntanlegar breytingar á lögum um stjórn fiskveiða og erum við reiðubúnir til viðræðna hvenær sem er.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun