Pálmi grínast Ólafur Hauksson skrifar 15. febrúar 2014 06:00 Viðskiptablaðið sagði fyrir nokkru frá gjaldþrotameðferð Iceland Express. Í fréttinni mátti lesa brandara sem er í meira lagi absúrd. Skyldi svo sem ekki furða, því að brandarasmiðurinn er Pálmi Haraldsson, fyrrum eigandi Iceland Express. Í Viðskiptablaðinu kom fram að Iceland Express hefði höfðað skaðabótamál á hendur Icelandair í nóvember 2012, áður en félagið fór í þrot og meðan það var enn í eigu Pálma. Iceland Express krafði Icelandair um 300 milljón króna skaðabætur vegna samkeppnislagabrota. Þrotabú Iceland Express hefur nú tekið við málarekstrinum.Brandarakallinn Samkeppnislagabrot Icelandair gegn Iceland Express áttu sér stað á árunum 2003 og 2004. Þá var félagið í eigu stofnenda þess. Sá sem helst beitti sér fyrir þessum lögbrotum í stjórn Icelandair var Pálmi Haraldsson, þáverandi varaformaður stjórnar fyrirtækisins. Sá sem átta árum síðar höfðaði skaðabótamál gegn Icelandair, vegna lögbrotanna, var hinn sami Pálmi Haraldsson. Pálmi eignaðist Iceland Express haustið 2004 fyrir gjafverð, nýbúinn að selja hlut sinn í Icelandair. Iceland Express var þá komið að fótum fram vegna undirboða Icelandair, þ.e. í boði Pálma og félaga. Pálmi varð því ekki fyrir tjóni þegar hann eignaðist Iceland Express, heldur fékk hann félagið á brunaútsölu vegna elds sem hann hafði kveikt sjálfur.Báðir aðilar töpuðu Þeir sem töpuðu á lögbrotum stjórnar og forstjóra Icelandair voru stofnendur Iceland Express. Þeir töpuðu gróðavænlegu félagi. Snjallri og rétt tímasettri viðskiptahugmynd var stolið frá þeim. En ekki síður tapaði Icelandair. Farþegatekjur félagsins lækkuðu um 20 milljarða króna á núvirði á árunum 2003 og 2004 miðað við árin 2001 og 2002. Farþegum fækkaði ekkert og því má rekja tekjutapið beint til undirboðanna. En vissulega gerði það sitt til að Pálmi og félagi hans gætu eignast keppinautinn á lágu verði.Brandarinn Pálmi Haraldsson var sem sé að sækja sér skaðabætur vegna eigin lögbrota sem stjórnarmaður í Icelandair. Vægast sagt absúrd, en varpar ljósi á afskaplega sérkennilegt viðskiptasiðferði.Samráð í stað undirboða Rifja má upp að um leið og Pálmi hafði komist yfir Iceland Express á brunaútsölunni lét Icelandair af undirboðunum. Lægstu fargjöld beggja félaganna hækkuðu um 50% fyrsta hálfa árið á eftir. Iceland Express hagnaðist um 262 milljónir króna strax árið 2005. Enda var hugur þeirra Pálma og Hannesar Smárasonar, stjórnarformanns Icelandair, ekki bundinn við óvægna samkeppni heldur samráð og samstarf, meðal annars í danska flugfélaginu Sterling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Viðskiptablaðið sagði fyrir nokkru frá gjaldþrotameðferð Iceland Express. Í fréttinni mátti lesa brandara sem er í meira lagi absúrd. Skyldi svo sem ekki furða, því að brandarasmiðurinn er Pálmi Haraldsson, fyrrum eigandi Iceland Express. Í Viðskiptablaðinu kom fram að Iceland Express hefði höfðað skaðabótamál á hendur Icelandair í nóvember 2012, áður en félagið fór í þrot og meðan það var enn í eigu Pálma. Iceland Express krafði Icelandair um 300 milljón króna skaðabætur vegna samkeppnislagabrota. Þrotabú Iceland Express hefur nú tekið við málarekstrinum.Brandarakallinn Samkeppnislagabrot Icelandair gegn Iceland Express áttu sér stað á árunum 2003 og 2004. Þá var félagið í eigu stofnenda þess. Sá sem helst beitti sér fyrir þessum lögbrotum í stjórn Icelandair var Pálmi Haraldsson, þáverandi varaformaður stjórnar fyrirtækisins. Sá sem átta árum síðar höfðaði skaðabótamál gegn Icelandair, vegna lögbrotanna, var hinn sami Pálmi Haraldsson. Pálmi eignaðist Iceland Express haustið 2004 fyrir gjafverð, nýbúinn að selja hlut sinn í Icelandair. Iceland Express var þá komið að fótum fram vegna undirboða Icelandair, þ.e. í boði Pálma og félaga. Pálmi varð því ekki fyrir tjóni þegar hann eignaðist Iceland Express, heldur fékk hann félagið á brunaútsölu vegna elds sem hann hafði kveikt sjálfur.Báðir aðilar töpuðu Þeir sem töpuðu á lögbrotum stjórnar og forstjóra Icelandair voru stofnendur Iceland Express. Þeir töpuðu gróðavænlegu félagi. Snjallri og rétt tímasettri viðskiptahugmynd var stolið frá þeim. En ekki síður tapaði Icelandair. Farþegatekjur félagsins lækkuðu um 20 milljarða króna á núvirði á árunum 2003 og 2004 miðað við árin 2001 og 2002. Farþegum fækkaði ekkert og því má rekja tekjutapið beint til undirboðanna. En vissulega gerði það sitt til að Pálmi og félagi hans gætu eignast keppinautinn á lágu verði.Brandarinn Pálmi Haraldsson var sem sé að sækja sér skaðabætur vegna eigin lögbrota sem stjórnarmaður í Icelandair. Vægast sagt absúrd, en varpar ljósi á afskaplega sérkennilegt viðskiptasiðferði.Samráð í stað undirboða Rifja má upp að um leið og Pálmi hafði komist yfir Iceland Express á brunaútsölunni lét Icelandair af undirboðunum. Lægstu fargjöld beggja félaganna hækkuðu um 50% fyrsta hálfa árið á eftir. Iceland Express hagnaðist um 262 milljónir króna strax árið 2005. Enda var hugur þeirra Pálma og Hannesar Smárasonar, stjórnarformanns Icelandair, ekki bundinn við óvægna samkeppni heldur samráð og samstarf, meðal annars í danska flugfélaginu Sterling.
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar