Róum öll í sömu áttina Svana Helen Björnsdóttir skrifar 18. febrúar 2014 10:17 Glæsilegt Viðskiptaþing var haldið í síðustu viku og hafa því verið gerð góð skil í fjölmiðlum. Aðsókn að þinginu var góð og hvert sæti skipað. Margt fróðlegt var þarna reifað en segja má að meginumfjöllunin hafi verið um þau fjölmörgu tækifæri sem framundan eru í íslensku viðskiptalífi og leiðir til að nýta þau sem best. Það eru gömul og augljós sannindi að þegar viðskipta- og atvinnulífi í landinu vegnar vel reynist það samfélagi okkar til heilla.Stöðugleiki í stað kollsteypu Vissulega komu fram skiptar skoðanir á því hvaða stefnu skuli taka í nokkrum veigamiklum málum sem gætu haft áhrif á efnahagsþróun næstu ára og áratuga. Eðlilegt er að skiptar skoðanir séu um bestu leiðir til að auka hagsæld á Íslandi, enda stöndum við á nokkrum tímamótum hvað varðar framtíð efnahagslífs í landinu. Við erum hægt og bítandi að verða búin að vinna okkur út úr óvenju þungu áfalli og landsframleiðsla er að nálgast það stig er hún reis sem hæst. Við höfum krufið til mergjar mistök sem gerð voru meðan geyst var farið, ekki síst í erlendri skuldsetningu. Nú horfum við fram á veginn. Við hjá Samtökum iðnaðarins erum sammála öðrum hagsmunasamtökum í íslensku efnahagslífi þegar við teljum stöðugleika vera eitt helsta markmið efnahagsstefnu næstu ára. Þarna er vísað til almenns rekstrarumhverfis og helstu hagvísa. Í raun óskum við þess aðeins að stjórnendur í íslensku atvinnulífi geti búið við þannig rekstrarumhverfi að hægt sé að gera áætlanir fram í tímann sem ekki er kollvarpað í óvæntum dýfum og kollsteypum. Ég er sannfærð um að markmið okkar í þessu efni eru í engu frábrugðin markmiðum ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans.Kanna kostina til hlítar Ekki þarf að fjölyrða um þann ágreining sem ríkt hefur um framtíðarskipan peningamála hér á landi. Stór hluti þjóðarinnar er, eins og viðskiptalífið, áfram um að fá sem gleggsta sýn á þá kosti sem bjóðast í framtíðinni. Ekki verður leyst úr þessum ágreiningi í einni svipan. Samtök iðnaðarins hafa, í samráði við félagsmenn sína, markað þá stefnu að kanna til hlítar hvaða kostir bjóðast í raun. Um þetta takast menn á og fylgir þar hver sinni sannfæringu. Á meðan megum við ekki missa sjónar á því verkefni sem við blasir. Það er að auka arðbæra fjárfestingu á Íslandi, jafnt innlenda sem erlenda. Greina þarf tækifærin og nýta þau sem best. Þannig stuðlum við að hagvexti og aukinni velsæld. Markmið okkar er í raun það sama og nú þurfum við öll að róa í sömu átt. Fram hefur komið að stjórnvöld ríkisfjármála og peningamálastefnu greinir á um verðbólguhorfur næstu ára, en þar skakkar í raun ekki neinum ósköpum. Fremur mætti fagna því að spáð er ágætum hagvexti á næstu misserum og að doði og slaki hverfi úr hagkerfinu. Samtök iðnaðarins héldu nýlega árlegt útboðsþing þar sem kynntar voru framkvæmdaáætlanir stærstu opinberra aðila á árinu. Ljóst er af þeim áformum að fyrirtæki innan SI munu taka þátt í miklum og mikilvægum verkefnum í ár sem eru til þess fallin að stuðla að hagvexti án þess að skuldsetja þurfi ríkissjóð frekar. Takist að glæða fjárfestingu innlendra og erlendra aðila í samræmi við þau framkvæmdaáform sem kynnt voru á vettvangi SI, er ástæða til bjartsýni nú við upphaf helsta framkvæmdatíma ársins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Tímamót Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Róttæk hugsun Fastir pennar Álitsgjafinn Jón Kaldal Fastir pennar Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Bæði betra Sara McMahon Bakþankar Refsivöndur Moskvuvaldsins Auðunn Arnórsson Fastir pennar Lúxusverkir Lára G. Sigurðardóttir Bakþankar Leikbúningar stjórnmálamanns Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Skoðun Óbótamenn að verki Fastir pennar Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Glæsilegt Viðskiptaþing var haldið í síðustu viku og hafa því verið gerð góð skil í fjölmiðlum. Aðsókn að þinginu var góð og hvert sæti skipað. Margt fróðlegt var þarna reifað en segja má að meginumfjöllunin hafi verið um þau fjölmörgu tækifæri sem framundan eru í íslensku viðskiptalífi og leiðir til að nýta þau sem best. Það eru gömul og augljós sannindi að þegar viðskipta- og atvinnulífi í landinu vegnar vel reynist það samfélagi okkar til heilla.Stöðugleiki í stað kollsteypu Vissulega komu fram skiptar skoðanir á því hvaða stefnu skuli taka í nokkrum veigamiklum málum sem gætu haft áhrif á efnahagsþróun næstu ára og áratuga. Eðlilegt er að skiptar skoðanir séu um bestu leiðir til að auka hagsæld á Íslandi, enda stöndum við á nokkrum tímamótum hvað varðar framtíð efnahagslífs í landinu. Við erum hægt og bítandi að verða búin að vinna okkur út úr óvenju þungu áfalli og landsframleiðsla er að nálgast það stig er hún reis sem hæst. Við höfum krufið til mergjar mistök sem gerð voru meðan geyst var farið, ekki síst í erlendri skuldsetningu. Nú horfum við fram á veginn. Við hjá Samtökum iðnaðarins erum sammála öðrum hagsmunasamtökum í íslensku efnahagslífi þegar við teljum stöðugleika vera eitt helsta markmið efnahagsstefnu næstu ára. Þarna er vísað til almenns rekstrarumhverfis og helstu hagvísa. Í raun óskum við þess aðeins að stjórnendur í íslensku atvinnulífi geti búið við þannig rekstrarumhverfi að hægt sé að gera áætlanir fram í tímann sem ekki er kollvarpað í óvæntum dýfum og kollsteypum. Ég er sannfærð um að markmið okkar í þessu efni eru í engu frábrugðin markmiðum ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans.Kanna kostina til hlítar Ekki þarf að fjölyrða um þann ágreining sem ríkt hefur um framtíðarskipan peningamála hér á landi. Stór hluti þjóðarinnar er, eins og viðskiptalífið, áfram um að fá sem gleggsta sýn á þá kosti sem bjóðast í framtíðinni. Ekki verður leyst úr þessum ágreiningi í einni svipan. Samtök iðnaðarins hafa, í samráði við félagsmenn sína, markað þá stefnu að kanna til hlítar hvaða kostir bjóðast í raun. Um þetta takast menn á og fylgir þar hver sinni sannfæringu. Á meðan megum við ekki missa sjónar á því verkefni sem við blasir. Það er að auka arðbæra fjárfestingu á Íslandi, jafnt innlenda sem erlenda. Greina þarf tækifærin og nýta þau sem best. Þannig stuðlum við að hagvexti og aukinni velsæld. Markmið okkar er í raun það sama og nú þurfum við öll að róa í sömu átt. Fram hefur komið að stjórnvöld ríkisfjármála og peningamálastefnu greinir á um verðbólguhorfur næstu ára, en þar skakkar í raun ekki neinum ósköpum. Fremur mætti fagna því að spáð er ágætum hagvexti á næstu misserum og að doði og slaki hverfi úr hagkerfinu. Samtök iðnaðarins héldu nýlega árlegt útboðsþing þar sem kynntar voru framkvæmdaáætlanir stærstu opinberra aðila á árinu. Ljóst er af þeim áformum að fyrirtæki innan SI munu taka þátt í miklum og mikilvægum verkefnum í ár sem eru til þess fallin að stuðla að hagvexti án þess að skuldsetja þurfi ríkissjóð frekar. Takist að glæða fjárfestingu innlendra og erlendra aðila í samræmi við þau framkvæmdaáform sem kynnt voru á vettvangi SI, er ástæða til bjartsýni nú við upphaf helsta framkvæmdatíma ársins.
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar