Áskorun til kjúklingabænda Elín Hirst skrifar 18. febrúar 2014 10:17 Nýlega lýsti ég áhyggjum mínum á Alþingi vegna þeirrar umræðu sem fram hefur farið í samfélaginu um meðferð á dýrum hér á landi, þá aðallega kjúklingum í tengslum við svokallaðan verksmiðjubúskap. Ég hef hlustað á það sem sagt hefur verið og skrifað af hálfu þeirra sem starfað hafa á slíkum búum og gert sérstakar athuganir á framkvæmd íslenskra dýraverndarlaga. Þær frásagnir vekja mér ugg í brjósti. Ekki vil ég setja alla kjúklinga- eða svínabændur sem stunda svokallaðan verksmiðjubúskap undir sama hatt, en ég bið þá um að fara ekki fram úr sér á kostnað velferðar dýranna. Ég held að enginn neytandi vilji vera aðili að viðskiptum þar sem illa er farið með dýr til að ná niður verði eða auka hagkvæmni framleiðslunnar. Samkvæmt lögum um velferð dýra sem samþykkt voru á Alþingi í fyrravor og tóku gildi 1. janúar síðastliðinn skal tryggt að dýr séu haldin í umhverfi sem samræmist sjónarmiðum um velferð dýra. Umhverfi þeirra skal vera þannig að þau geti athafnað sig, hreyft sig, hvílst, notið útivistar, beitar eða viðhaft annað atferli sem þeim er eðlilegt. Frásagnir af því hvernig dýrum er slátrað til matvælaframleiðslu og þeim haldið lokuðum inni í miklum þrengslum vekja áleitnar spurningar um hvort farið sé að lögum um velferð dýra hér á landi. Einnig hef ég heyrt í fjölmiðlum frásagnir af því að í þau sé sparkað, þeim hent í veggi og jafnvel beinbrotin á leið til slátrunar. Ekki verður annað sagt en að slíkt framferði beri vott um hreina mannvonsku. Ég bið alla þá sem hafa ábyrgð á dýrahaldi með höndum, þá sérstaklega kjúklingabændur í ljósi umræðunnar, að fara gaumgæfilega ofan í saumana á því hvernig gætt er að velferð dýranna á búum þeirra. Má í þessu samhengi minna á þau orð að framkoma okkar við hinn minnsta bróður segir til um hver við erum sjálf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Nýlega lýsti ég áhyggjum mínum á Alþingi vegna þeirrar umræðu sem fram hefur farið í samfélaginu um meðferð á dýrum hér á landi, þá aðallega kjúklingum í tengslum við svokallaðan verksmiðjubúskap. Ég hef hlustað á það sem sagt hefur verið og skrifað af hálfu þeirra sem starfað hafa á slíkum búum og gert sérstakar athuganir á framkvæmd íslenskra dýraverndarlaga. Þær frásagnir vekja mér ugg í brjósti. Ekki vil ég setja alla kjúklinga- eða svínabændur sem stunda svokallaðan verksmiðjubúskap undir sama hatt, en ég bið þá um að fara ekki fram úr sér á kostnað velferðar dýranna. Ég held að enginn neytandi vilji vera aðili að viðskiptum þar sem illa er farið með dýr til að ná niður verði eða auka hagkvæmni framleiðslunnar. Samkvæmt lögum um velferð dýra sem samþykkt voru á Alþingi í fyrravor og tóku gildi 1. janúar síðastliðinn skal tryggt að dýr séu haldin í umhverfi sem samræmist sjónarmiðum um velferð dýra. Umhverfi þeirra skal vera þannig að þau geti athafnað sig, hreyft sig, hvílst, notið útivistar, beitar eða viðhaft annað atferli sem þeim er eðlilegt. Frásagnir af því hvernig dýrum er slátrað til matvælaframleiðslu og þeim haldið lokuðum inni í miklum þrengslum vekja áleitnar spurningar um hvort farið sé að lögum um velferð dýra hér á landi. Einnig hef ég heyrt í fjölmiðlum frásagnir af því að í þau sé sparkað, þeim hent í veggi og jafnvel beinbrotin á leið til slátrunar. Ekki verður annað sagt en að slíkt framferði beri vott um hreina mannvonsku. Ég bið alla þá sem hafa ábyrgð á dýrahaldi með höndum, þá sérstaklega kjúklingabændur í ljósi umræðunnar, að fara gaumgæfilega ofan í saumana á því hvernig gætt er að velferð dýranna á búum þeirra. Má í þessu samhengi minna á þau orð að framkoma okkar við hinn minnsta bróður segir til um hver við erum sjálf.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar