Ofurtollaðar mjólkurvörur á ofurverði Þórólfur Matthíasson skrifar 19. febrúar 2014 07:00 Tvö fyrirtæki bera höfuð og herðar yfir önnur í mjólkuriðnaðinum, hafa einkasölustöðu í skjóli ofurtolla. Verðlagning mjólkurvöru er undanþegin samkeppnislögum. Verð á neyslumjólk, smjöri, ostum og undanrennudufti er sett undir svokallaða verðlagsnefnd búvara. Væntanlega er þeirri nefnd ætlað að koma í veg fyrir að vinnslustöðvarnar misbeiti stöðu sinni á mjólkurmarkaðnum. Skoðum það.Verðlagning undanrennudufts Undanrennuduft er mikilvægt hráefni í matvæla- og sælgætisiðnaði. Þann 18. september 2013 ákvað verðlagsnefnd búvara verð á undanrennudufti. Litlir aðilar á mjólkurmarkaði, sem framleiða vörur sem eru í samkeppni við risana, þurfa að borga 758 krónur á kílóið. Sælgætisframleiðendur og aðrir matvælaframleiðendur sem ekki eru í beinni samkeppni við risana á markaðnum borga aðeins 645 krónur á kílóið. Undanrennuduft flutt frá Evrópu til Íslands myndi kosta um 520 krónur á kílóið á hafnarbakkanum áður en það yrði tollað. Með ofurtollum kostar kílóið af undanrennuduftinu 754 krónur, eða nákvæmlega nógu mikið til að það borgi sig ekki fyrir aðila í samkeppni við mjólkurrisana að flytja það inn! Tilviljun? Varla!Verðlagning osta Ostur er ekki jafn stöðluð vara og undanrennuduft. Því er verðsamanburður erfiður. Kúabændur bera gjarnan saman verð á 45% osti og á Cheddar-osti, en auðvelt er að nálgast uppboðsmarkaðsverð fyrir þann ost. Gildandi heildsöluverð verðlagsnefndarinnar á 45% osti er 1.146 krónur á kílóið. Innfluttur Cheddar frá Evrópu myndi kosta 622 krónur kílóið á hafnarbakkanum í Reykjavík. Eftir tollafgreiðslu væri kílóverðið hins vegar orðið 100% hærra, eða um 1.238 krónur, eða akkúrat nógu hátt til að það borgi sig alls ekki fyrir innflutningsaðila að fara í samkeppni við mjólkurrisana. Tilviljun? Varla!Verðlagning smjörs Smjör hefur langt geymsluþol og er stöðluð vara rétt eins og undanrennuduft. Sem neysluvara hefur smjör óheppilega eiginleika vegna efnasamsetningar og vegna þess hversu hart það er við ísskápshitastig. Margir nota þess vegna feiti unna úr jurtaolíum í stað smjörs. Eftirspurn eftir smjöri er þess vegna mjög næm fyrir verðbreytingum. Þetta setur sitt mark á verðlagninguna! Verðlagsnefndin hefur ákveðið að smjör skuli kosta 624 krónur kílóið. Það er talsvert lægra verð en ótollað innflutt smjör myndi kosta nú. Með tollum væri verð á innfluttu smjöri 1.514 krónur kílóið, eða 140% hærra en ótollað smjör! Við verðlagningu á smjöri hefur verðlagsnefndin væntanlega í huga að heildsöluverð á viðbiti úr sojaafurðum er 300-500 krónur kílóið. Tilviljun? Varla!Verðlagning rjóma Í grein í Fréttablaðinu 15.1. 2014 sýndi ég að rjómalítrinn ætti að kosta 250-300 krónur sé miðað við heildsöluverð smjörs. Verðlagsnefnd búvara hefur ákveðið að heildsöluverð rjóma skuli vera 624 krónur. Tilviljun? Varla!Verðlagningarregla verðlagsnefndar búvara Verðlagsnefnd búvara virðist fylgja þeirri reglu við ákvörðun heildsöluverðs mjólkurvöru að halda verði hverrar afurðar eins háu og markaðurinn leyfir hverju sinni. Og ofurtollafyrirkomulagið gefur býsna mikið svigrúm fyrir vörur á borð við undanrennuduft, rjóma og ost, en minna fyrir smjör! Séu tölur skoðaðar aftur í tímann helst þetta mynstur. Verð á innlendu undanrennudufti og innlendum ostum er nálægt því verði sem væri á samskonar ofurtolluðum innfluttum varningi. Verð á smjöri er 10-25% hærra en verð á viðbiti úr jurtaolíum. Verð á rjóma er í hæstu hæðum. Ekki verður með nokkru móti séð að verðlagningarregla verðlagsnefndar búvara sé frábrugðin þeirri verðlagningu sem risarnir á mjólkurmarkaðnum myndu beita væru þeir einráðir um verðlagninguna. Stór samtök launþega eiga fulltrúa í verðlagsnefndinni. Þessir fulltrúar sitja stundum hjá þegar verð mjólkurvöru er hækkað. En sú hjáseta stök markar ekki stefnu! Mjólkurrisarnir hafa sýnilega haft sitt fram og hafa þvingað verð á mjólkurvöru í hæstu hæðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Sjá meira
Tvö fyrirtæki bera höfuð og herðar yfir önnur í mjólkuriðnaðinum, hafa einkasölustöðu í skjóli ofurtolla. Verðlagning mjólkurvöru er undanþegin samkeppnislögum. Verð á neyslumjólk, smjöri, ostum og undanrennudufti er sett undir svokallaða verðlagsnefnd búvara. Væntanlega er þeirri nefnd ætlað að koma í veg fyrir að vinnslustöðvarnar misbeiti stöðu sinni á mjólkurmarkaðnum. Skoðum það.Verðlagning undanrennudufts Undanrennuduft er mikilvægt hráefni í matvæla- og sælgætisiðnaði. Þann 18. september 2013 ákvað verðlagsnefnd búvara verð á undanrennudufti. Litlir aðilar á mjólkurmarkaði, sem framleiða vörur sem eru í samkeppni við risana, þurfa að borga 758 krónur á kílóið. Sælgætisframleiðendur og aðrir matvælaframleiðendur sem ekki eru í beinni samkeppni við risana á markaðnum borga aðeins 645 krónur á kílóið. Undanrennuduft flutt frá Evrópu til Íslands myndi kosta um 520 krónur á kílóið á hafnarbakkanum áður en það yrði tollað. Með ofurtollum kostar kílóið af undanrennuduftinu 754 krónur, eða nákvæmlega nógu mikið til að það borgi sig ekki fyrir aðila í samkeppni við mjólkurrisana að flytja það inn! Tilviljun? Varla!Verðlagning osta Ostur er ekki jafn stöðluð vara og undanrennuduft. Því er verðsamanburður erfiður. Kúabændur bera gjarnan saman verð á 45% osti og á Cheddar-osti, en auðvelt er að nálgast uppboðsmarkaðsverð fyrir þann ost. Gildandi heildsöluverð verðlagsnefndarinnar á 45% osti er 1.146 krónur á kílóið. Innfluttur Cheddar frá Evrópu myndi kosta 622 krónur kílóið á hafnarbakkanum í Reykjavík. Eftir tollafgreiðslu væri kílóverðið hins vegar orðið 100% hærra, eða um 1.238 krónur, eða akkúrat nógu hátt til að það borgi sig alls ekki fyrir innflutningsaðila að fara í samkeppni við mjólkurrisana. Tilviljun? Varla!Verðlagning smjörs Smjör hefur langt geymsluþol og er stöðluð vara rétt eins og undanrennuduft. Sem neysluvara hefur smjör óheppilega eiginleika vegna efnasamsetningar og vegna þess hversu hart það er við ísskápshitastig. Margir nota þess vegna feiti unna úr jurtaolíum í stað smjörs. Eftirspurn eftir smjöri er þess vegna mjög næm fyrir verðbreytingum. Þetta setur sitt mark á verðlagninguna! Verðlagsnefndin hefur ákveðið að smjör skuli kosta 624 krónur kílóið. Það er talsvert lægra verð en ótollað innflutt smjör myndi kosta nú. Með tollum væri verð á innfluttu smjöri 1.514 krónur kílóið, eða 140% hærra en ótollað smjör! Við verðlagningu á smjöri hefur verðlagsnefndin væntanlega í huga að heildsöluverð á viðbiti úr sojaafurðum er 300-500 krónur kílóið. Tilviljun? Varla!Verðlagning rjóma Í grein í Fréttablaðinu 15.1. 2014 sýndi ég að rjómalítrinn ætti að kosta 250-300 krónur sé miðað við heildsöluverð smjörs. Verðlagsnefnd búvara hefur ákveðið að heildsöluverð rjóma skuli vera 624 krónur. Tilviljun? Varla!Verðlagningarregla verðlagsnefndar búvara Verðlagsnefnd búvara virðist fylgja þeirri reglu við ákvörðun heildsöluverðs mjólkurvöru að halda verði hverrar afurðar eins háu og markaðurinn leyfir hverju sinni. Og ofurtollafyrirkomulagið gefur býsna mikið svigrúm fyrir vörur á borð við undanrennuduft, rjóma og ost, en minna fyrir smjör! Séu tölur skoðaðar aftur í tímann helst þetta mynstur. Verð á innlendu undanrennudufti og innlendum ostum er nálægt því verði sem væri á samskonar ofurtolluðum innfluttum varningi. Verð á smjöri er 10-25% hærra en verð á viðbiti úr jurtaolíum. Verð á rjóma er í hæstu hæðum. Ekki verður með nokkru móti séð að verðlagningarregla verðlagsnefndar búvara sé frábrugðin þeirri verðlagningu sem risarnir á mjólkurmarkaðnum myndu beita væru þeir einráðir um verðlagninguna. Stór samtök launþega eiga fulltrúa í verðlagsnefndinni. Þessir fulltrúar sitja stundum hjá þegar verð mjólkurvöru er hækkað. En sú hjáseta stök markar ekki stefnu! Mjólkurrisarnir hafa sýnilega haft sitt fram og hafa þvingað verð á mjólkurvöru í hæstu hæðir.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun