Niðurgreitt skyr til Evrópu? Þórólfur Matthíasson skrifar 24. febrúar 2014 07:00 Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði vilja auka sölu á Evrópumarkaði á skyri framleiddu á Íslandi. Samtökin hafa óskað eftir að fá að flytja þangað 4.000 tonn tollfrjálst. Væru 4.000 tonn af skyri flutt til meginlands Evrópu jafngilti það því að 4-5% af mjólkurframleiðslu íslenskra kúabænda væru framleidd fyrir neytendur erlendis. Kallar á umhugsun og skoðun.Hvað kostar mjólkin í skyrið? Til að auka framleiðslu skyrs fyrir Evrópu þarf annaðhvort að skerða framboð mjólkurvöru til innlendra neytenda um 5% eða auka framleiðslu mjólkur um 5 milljónir lítra. Nú borga afurðastöðvar bændum um 83 krónur á lítrann og þeir fá að auki 45 krónur í beingreiðslur úr ríkissjóði á hvern lítra. Verðmæti 5 milljóna lítra af mjólk frá bændum er 630 milljónir króna, þar af eru beingreiðslur úr ríkissjóði 215 milljónir króna.Skilaverð í Evrópu Verðmæti skyrs í Evrópu ræðst á markaði í Evrópu, en ekki á skrifstofu við Bitruháls. Úr 5 milljónum lítra af mjólk fást 700 tonn af undanrennudufti og 200 tonn af smjöri. Ef íslenskar afurðastöðvar eiga að standast verðsamkeppni við erlendar mjólkurstöðvar mega þær ekki verðleggja skyrið í Evrópu hærra en svarar til hráefnisverðs í Evrópu. Þetta þýðir að skilaverð mjólkurinnar sem færi í Evrópu-skyr Mjólkursamsölunnar yrði um 420 til 450 milljónir króna. Beint tap af útflutningi 4.000 tonna af skyri til Evrópu yrði því 180 til 210 milljónir króna. Þá á eftir að áætla kostnað við nauðsynlega kynningar- og auglýsingaherferð sem væntanlega myndi hlaupa á nokkrum hundruðum milljóna króna yfir nokkurra ára tímabil!Tapi velt á neytendur og skattgreiðendur? Til að jafna reikninga afurðastöðva vegna taps af skyrútflutningi þyrfti að: a) hækka útsöluverð á mjólkurvöru til innlendra neytenda um 250-300 milljónir króna, eða b) lækka verð til bænda um 200-300 milljónir króna og/eða c) auka beingreiðslu úr ríkissjóði til bænda um 200-300 milljónir króna. Íslenskir neytendur og íslenskir skattgreiðendur eiga rétt á að Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði upplýsi þá um hverja þessara leiða Samtökin hugsa sér að fara til að fjármagna tap af útflutningi skyrs til EvrópuLesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði vilja auka sölu á Evrópumarkaði á skyri framleiddu á Íslandi. Samtökin hafa óskað eftir að fá að flytja þangað 4.000 tonn tollfrjálst. Væru 4.000 tonn af skyri flutt til meginlands Evrópu jafngilti það því að 4-5% af mjólkurframleiðslu íslenskra kúabænda væru framleidd fyrir neytendur erlendis. Kallar á umhugsun og skoðun.Hvað kostar mjólkin í skyrið? Til að auka framleiðslu skyrs fyrir Evrópu þarf annaðhvort að skerða framboð mjólkurvöru til innlendra neytenda um 5% eða auka framleiðslu mjólkur um 5 milljónir lítra. Nú borga afurðastöðvar bændum um 83 krónur á lítrann og þeir fá að auki 45 krónur í beingreiðslur úr ríkissjóði á hvern lítra. Verðmæti 5 milljóna lítra af mjólk frá bændum er 630 milljónir króna, þar af eru beingreiðslur úr ríkissjóði 215 milljónir króna.Skilaverð í Evrópu Verðmæti skyrs í Evrópu ræðst á markaði í Evrópu, en ekki á skrifstofu við Bitruháls. Úr 5 milljónum lítra af mjólk fást 700 tonn af undanrennudufti og 200 tonn af smjöri. Ef íslenskar afurðastöðvar eiga að standast verðsamkeppni við erlendar mjólkurstöðvar mega þær ekki verðleggja skyrið í Evrópu hærra en svarar til hráefnisverðs í Evrópu. Þetta þýðir að skilaverð mjólkurinnar sem færi í Evrópu-skyr Mjólkursamsölunnar yrði um 420 til 450 milljónir króna. Beint tap af útflutningi 4.000 tonna af skyri til Evrópu yrði því 180 til 210 milljónir króna. Þá á eftir að áætla kostnað við nauðsynlega kynningar- og auglýsingaherferð sem væntanlega myndi hlaupa á nokkrum hundruðum milljóna króna yfir nokkurra ára tímabil!Tapi velt á neytendur og skattgreiðendur? Til að jafna reikninga afurðastöðva vegna taps af skyrútflutningi þyrfti að: a) hækka útsöluverð á mjólkurvöru til innlendra neytenda um 250-300 milljónir króna, eða b) lækka verð til bænda um 200-300 milljónir króna og/eða c) auka beingreiðslu úr ríkissjóði til bænda um 200-300 milljónir króna. Íslenskir neytendur og íslenskir skattgreiðendur eiga rétt á að Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði upplýsi þá um hverja þessara leiða Samtökin hugsa sér að fara til að fjármagna tap af útflutningi skyrs til EvrópuLesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun