Allt undir hjá Moyes og United 19. mars 2014 06:30 David Moyes á ekki sjö dagana sæla á Old Trafford. Fréttablaðið/Getty David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, er maður undir pressu í kvöld. Hann hefur vissulega verið undir pressu síðan landi hans, Sir Alex Ferguson, gerði honum þann óleik, að því virðist vera, að gera hann að eftirmanni sínum. En í kvöld er allt undir – tímabilið og mögulega starf Moyes. Englandsmeistararnir mæta gríska liðinu Olympiakos í seinni viðureign liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en þeir töpuðu fyrri leiknum á útivelli, 2-0. Vinni það leikinn ekki 3-0 eða með þriggja marka mun er það úr leik. Þar með væri David Moyes endanlega ábyrgur fyrir versta tímabilinu á Old Trafford í 25 ár. Tímabilið 1988/89 endaði Manchester United í ellefta sæti deildarinnar og vann engan bikar. Á hverri leiktíð síðan þá hefur liðið unnið a.m.k. einn stóran bikar eða náð Meistaradeildarsæti. Komist United ekki áfram í kvöld verður barátta um sæti í Evrópudeildinni það eina sem er eftir en það er ekki það sem félag á stærð við Manchester United sækist eftir.Stjórnin að snúast David Moyes hefur notið stuðnings stjórnar Manchester United til þessa þrátt fyrir hörmungargengið. En nú, samkvæmt frétt ESPN í gær sem mikið var fjallað um, eru einhverjir stjórnarmenn Englandsmeistaranna að snúast gegn honum. Þá er Glazer-fjölskyldan sögð stressuð vegna gengis liðsins enda er slakt gengi á tímabilinu, og það sem það gerir næsta tímabili, skaðlegt fyrir vörumerkið sem er Manchester United. Félag á hlutabréfamarkaði má ekki við svona mikilli dýfu. Meira að segja Sir Alex Ferguson er sagður láta minna til sín taka þegar kemur að því að verja Moyes þó hann hafi ekki snúist gegn sínum manni ennþá, ef marka má frétt ESPN sem vitnar í heimildir innan úr innsta hring á Old Trafford. Í fyrsta skipti er nú í alvöru talað um að starf Moyes sé í hættu og framtíð hans velti á leiknum gegn Olympiakos og mögulega næstu tveimur deildarleikjum. Innblástur frá 1984 Ekkert United-lið hefur snúið við 2-0 tapi í Evrópukeppni eða þurft þess í heil 30 ár. Moyes og lærisveinar hans geta sótt sér innblástur í einn frægasta leik sem spilaður hefur verið á Old Trafford. Hinn 21. mars 1984 kom Barcelona í heimsókn í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa eftir að hafa unnið fyrri leikinn 2-0 á heimavelli með Maradona sem sinn besta mann. Á mögnuðu Evrópukvöldi á Old Trafford var það fyrirliðinn Bryan Robson sem átti einn sinn besta leik á ferlinum. Hann skoraði tvö mörk og jafnaði metin í einvíginu áður en Frank Stapleton skaut United áfram. Robson var borinn á herðum samherja sinna af velli. Það er kaldhæðni örlaganna að Robson er líklega sá sem stendur hvað þéttast við bakið á David Moyes.Mikil trú í liðinu Það var nokkuð létt yfir David Moyes á blaðamannafundi fyrir leikinn í gær og ekki að heyra hann hefði teljandi áhyggjur af starfi sínu. „Framtíð mín hefur ekkert breyst. Ég er í frábæru starfi og veit nákvæmlega hvert ég stefni með liðið. Tímabilið hefur ekki gengið sem skyldi en ég hef hugmyndir sem ég framkvæmi þegar tímapunkturinn er réttur. Það mikilvægasta núna er að vinna leikinn. Það er mikil trú í liðinu og það yrði gott fyrir okkur að vinna,“ sagði David Moyes. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Fleiri fréttir Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Sjá meira
David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, er maður undir pressu í kvöld. Hann hefur vissulega verið undir pressu síðan landi hans, Sir Alex Ferguson, gerði honum þann óleik, að því virðist vera, að gera hann að eftirmanni sínum. En í kvöld er allt undir – tímabilið og mögulega starf Moyes. Englandsmeistararnir mæta gríska liðinu Olympiakos í seinni viðureign liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en þeir töpuðu fyrri leiknum á útivelli, 2-0. Vinni það leikinn ekki 3-0 eða með þriggja marka mun er það úr leik. Þar með væri David Moyes endanlega ábyrgur fyrir versta tímabilinu á Old Trafford í 25 ár. Tímabilið 1988/89 endaði Manchester United í ellefta sæti deildarinnar og vann engan bikar. Á hverri leiktíð síðan þá hefur liðið unnið a.m.k. einn stóran bikar eða náð Meistaradeildarsæti. Komist United ekki áfram í kvöld verður barátta um sæti í Evrópudeildinni það eina sem er eftir en það er ekki það sem félag á stærð við Manchester United sækist eftir.Stjórnin að snúast David Moyes hefur notið stuðnings stjórnar Manchester United til þessa þrátt fyrir hörmungargengið. En nú, samkvæmt frétt ESPN í gær sem mikið var fjallað um, eru einhverjir stjórnarmenn Englandsmeistaranna að snúast gegn honum. Þá er Glazer-fjölskyldan sögð stressuð vegna gengis liðsins enda er slakt gengi á tímabilinu, og það sem það gerir næsta tímabili, skaðlegt fyrir vörumerkið sem er Manchester United. Félag á hlutabréfamarkaði má ekki við svona mikilli dýfu. Meira að segja Sir Alex Ferguson er sagður láta minna til sín taka þegar kemur að því að verja Moyes þó hann hafi ekki snúist gegn sínum manni ennþá, ef marka má frétt ESPN sem vitnar í heimildir innan úr innsta hring á Old Trafford. Í fyrsta skipti er nú í alvöru talað um að starf Moyes sé í hættu og framtíð hans velti á leiknum gegn Olympiakos og mögulega næstu tveimur deildarleikjum. Innblástur frá 1984 Ekkert United-lið hefur snúið við 2-0 tapi í Evrópukeppni eða þurft þess í heil 30 ár. Moyes og lærisveinar hans geta sótt sér innblástur í einn frægasta leik sem spilaður hefur verið á Old Trafford. Hinn 21. mars 1984 kom Barcelona í heimsókn í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa eftir að hafa unnið fyrri leikinn 2-0 á heimavelli með Maradona sem sinn besta mann. Á mögnuðu Evrópukvöldi á Old Trafford var það fyrirliðinn Bryan Robson sem átti einn sinn besta leik á ferlinum. Hann skoraði tvö mörk og jafnaði metin í einvíginu áður en Frank Stapleton skaut United áfram. Robson var borinn á herðum samherja sinna af velli. Það er kaldhæðni örlaganna að Robson er líklega sá sem stendur hvað þéttast við bakið á David Moyes.Mikil trú í liðinu Það var nokkuð létt yfir David Moyes á blaðamannafundi fyrir leikinn í gær og ekki að heyra hann hefði teljandi áhyggjur af starfi sínu. „Framtíð mín hefur ekkert breyst. Ég er í frábæru starfi og veit nákvæmlega hvert ég stefni með liðið. Tímabilið hefur ekki gengið sem skyldi en ég hef hugmyndir sem ég framkvæmi þegar tímapunkturinn er réttur. Það mikilvægasta núna er að vinna leikinn. Það er mikil trú í liðinu og það yrði gott fyrir okkur að vinna,“ sagði David Moyes.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Fleiri fréttir Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Sjá meira