Barnsfaðir Hjördísar Svan vill fá dæturnar afhentar

Þetta hefur Fréttablaðið eftir Thomas Berg, lögmanni Hjördísar í Danmörku, en hún situr í gæsluvarðhaldi í Horsens og bíður réttarhalda vegna brottnáms dætranna frá Danmörku til Íslands síðastliðið sumar.
Thomas Berg segir að fyrir rúmum mánuði, eða 21. febrúar, hafi Kim beðið lögmann sinn á Íslandi um að fara fram á við íslensk yfirvöld að afhenda stúlkurnar í hans hendur, enda sé hann með forræðið.
„Ég vona að ný íslensk sálfræðiskýrsla muni þó koma í veg fyrir að stúlkurnar verði afhentar föðurnum, ég trúi ekki öðru,“ segir Thomas Berg.
Á föstudaginn var fyrirtaka í málinu í héraðsdómi Reykjavíkur en lögmaður Kims Laursen vildi ekki tjá sig um málið og ekki náðist í lögmenn Hjördísar á Íslandi.
Tengdar fréttir

Afhenda þarf Hjördísi dönskum yfirvöldum innan fimm sólarhringa
Ríkissaksóknari hefur falið ríkislögreglustjóra framkvæmd afhendingar Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur til danskra yfirvalda.

Lokuð í klefa með klósetti og sjónvarpi
Hjördís Svan Aðalheiðardóttir fékk sinn fyrsta gest í fangelsi í Horsens í Danmörku. Nefnd á vegum Evrópuþingsins hefur sent Dönum tvær kvartanir vegna handtöku Hjördísar.

Gæsluvarðhald framlengt en lögmaður bjartsýnn
Hjördís Svan Aðalheiðardóttir verður í fjórar vikur í viðbót í gæsluvarðhaldi. Danskur lögmaður hennar segir ný gögn í málinu vekja bjartsýni.

Hjördís Svan úrskurðuð í fjögurra vikna gæsluvarðhald
Enginn hefur fengið að heimsækja eða tala við Hjördísi frá því á mánudag.

Hjördís Svan handtekin í gærmorgun
Hjördís Svan var aftur sett í varðhald í gær. Aðstandendur hafa enga útskýringu fengið frá dönskum yfirvöldum.

Hjördís handtekin og flutt til Danmerkur
Hjördís Svan Aðalheiðardóttir var í dag handtekinn og flutt til Danmerkur þar sem hún hefur verið eftirlýst síðan í haust.

Hjördís gæti fengið fjögurra ára fangelsisdóm
Lögreglan í Horsens segir Hjördísi verða ákærða fyrir þrjú brot.