Kennarar, ykkur duga sjúskuð húsgögn, lélegur tækjakostur og vont kaffi Lára Óskarsdóttir skrifar 31. maí 2014 07:00 Ég hóf störf sem kennari síðastliðið haust en áður starfaði ég í einkageiranum og sem sjálfstætt starfandi. Á meðan nýjabrumið hangir enn á mér, ætla ég að tjá mig varðandi vinnuaðstöðu og aðbúnað kennara. Svo því sé haldið til haga er efniviður greinarinnar fenginn hvort tveggja úr heimsóknum mínum í skóla og á eigin vinnustað. Kennarar sinna ábyrgðarfullu starfi og er ekki verið að gagnrýna störf þeirra heldur varpa ljósi á það umhverfi sem þessum starfsmönnum borgarinnar er víða boðið upp á. Í dagstofu kennara (kennarastofan svokallaða) er gert ráð fyrir að kennarar og annað starfsfólk snæði. Þar eru borð og stólar eins og lög gera ráð fyrir. Það má finna kennarastofur þar sem borðin eru barin af notkun, rispuð og sjúskuð svo ekki sé meira sagt. Stóla með bólstruðum sessum og baki sem farið er að sjá töluvert á. Í einum skóla var mér tjáð að skólanum hafi verið boðinn sófi frá Menntavísindasviði, sem var að endurnýja hjá sér (sel söguna ekki dýrara en ég keypti hana). Ekki nógu góður sófi fyrir fólk á sviði menntamála borgarinnar en nægilega góður fyrir kennara sömu borgar. Kaffi er í boði, hellt upp á, á stórar dælukönnur, misþunnt. Á einum stað var til kaffivél sem afgreiddi kaffi úr baunum, sú vél var eingöngu notuð til hátíðarbrigða. Í sumum kennslustofum er að finna skjávarpa en ekki öllum. Tússpenna til að skrifa á töflur er víða farið með eins og gersemar, þess vegna er m.a. nauðsynlegt að nota skjávarpa sem mest. Tölvur eru seinvirkar, gamlar og skortur er á tölvum til nemenda í kennslu. Kennarar þurfa að betla um kartonblöð og liti á skrifstofu þar sem legið er á þessum hlutum eins og gulli. Umhverfið er víða sjúskað, þar sem sýnilega vantar viðhald á gluggum og hurðarkörmum sem og kennslustofum. Það skal ekki skilja þetta svo að kennarar geti ekki sinnt störfum sínum nema í háklassa umhverfi. Það má eitthvað á milli vera. Viðhald varðandi aðbúnað hefur greinilega verið sparað en rannsóknir sýna að umhverfi hefur áhrif á starfsánægju og stolt gagnvart starfi. Það sem upp er talið er eitthvað sem augað sér. Annað og kannski sínu verra er það óáþreifanlega. Án þess að alhæfa veit ég að víða er starfsmannahaldi ábótavant. Það er eðlileg nútímakrafa að starfsmannahaldi sé sinnt af alúð. Kennarar takast á við félagslega erfið mál, nánast daglega. Þetta reynir á þolrifin og tekur á taugarnar. Sameiningar skóla og breytingar varðandi starfshætti s.s. tengda réttindum kennara reyna á. Aðgát skal höfð í nærveru sálar á við um okkur öll og vona ég að þetta greinarkorn nái til þeirra sem taka stóru ákvarðanirnar varðandi grunnskólana. Börnin okkar uppskera í lok dagsins sé hlúð að kennurum og starfsumhverfi þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hóf störf sem kennari síðastliðið haust en áður starfaði ég í einkageiranum og sem sjálfstætt starfandi. Á meðan nýjabrumið hangir enn á mér, ætla ég að tjá mig varðandi vinnuaðstöðu og aðbúnað kennara. Svo því sé haldið til haga er efniviður greinarinnar fenginn hvort tveggja úr heimsóknum mínum í skóla og á eigin vinnustað. Kennarar sinna ábyrgðarfullu starfi og er ekki verið að gagnrýna störf þeirra heldur varpa ljósi á það umhverfi sem þessum starfsmönnum borgarinnar er víða boðið upp á. Í dagstofu kennara (kennarastofan svokallaða) er gert ráð fyrir að kennarar og annað starfsfólk snæði. Þar eru borð og stólar eins og lög gera ráð fyrir. Það má finna kennarastofur þar sem borðin eru barin af notkun, rispuð og sjúskuð svo ekki sé meira sagt. Stóla með bólstruðum sessum og baki sem farið er að sjá töluvert á. Í einum skóla var mér tjáð að skólanum hafi verið boðinn sófi frá Menntavísindasviði, sem var að endurnýja hjá sér (sel söguna ekki dýrara en ég keypti hana). Ekki nógu góður sófi fyrir fólk á sviði menntamála borgarinnar en nægilega góður fyrir kennara sömu borgar. Kaffi er í boði, hellt upp á, á stórar dælukönnur, misþunnt. Á einum stað var til kaffivél sem afgreiddi kaffi úr baunum, sú vél var eingöngu notuð til hátíðarbrigða. Í sumum kennslustofum er að finna skjávarpa en ekki öllum. Tússpenna til að skrifa á töflur er víða farið með eins og gersemar, þess vegna er m.a. nauðsynlegt að nota skjávarpa sem mest. Tölvur eru seinvirkar, gamlar og skortur er á tölvum til nemenda í kennslu. Kennarar þurfa að betla um kartonblöð og liti á skrifstofu þar sem legið er á þessum hlutum eins og gulli. Umhverfið er víða sjúskað, þar sem sýnilega vantar viðhald á gluggum og hurðarkörmum sem og kennslustofum. Það skal ekki skilja þetta svo að kennarar geti ekki sinnt störfum sínum nema í háklassa umhverfi. Það má eitthvað á milli vera. Viðhald varðandi aðbúnað hefur greinilega verið sparað en rannsóknir sýna að umhverfi hefur áhrif á starfsánægju og stolt gagnvart starfi. Það sem upp er talið er eitthvað sem augað sér. Annað og kannski sínu verra er það óáþreifanlega. Án þess að alhæfa veit ég að víða er starfsmannahaldi ábótavant. Það er eðlileg nútímakrafa að starfsmannahaldi sé sinnt af alúð. Kennarar takast á við félagslega erfið mál, nánast daglega. Þetta reynir á þolrifin og tekur á taugarnar. Sameiningar skóla og breytingar varðandi starfshætti s.s. tengda réttindum kennara reyna á. Aðgát skal höfð í nærveru sálar á við um okkur öll og vona ég að þetta greinarkorn nái til þeirra sem taka stóru ákvarðanirnar varðandi grunnskólana. Börnin okkar uppskera í lok dagsins sé hlúð að kennurum og starfsumhverfi þeirra.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun