Háð er heimskra gaman Elín Hirst skrifar 4. júní 2014 07:00 Auðvitað urðu það mikil vonbrigði þegar ljóst varð á kosninganótt að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki halda fimmta manninum í borginni. Það er sárt að sjá að flokkurinn skuli hafa misst yfirburðastöðu sína, UM SINN. Stóru fréttirnar voru hins vegar þær að meirihluti Besta flokksins/Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar féll. Vonandi verður þessi niðurstaða til þess að sjálfstæðismenn þétti raðirnar í Reykjavík. Grundvallaratriði er að bæði konur og karlar skipi aðalsæti listans. Halldór Halldórsson oddviti hefur allt til að bera sem prýða má góðan stjórnmálamann og manneskju og hann hefur ekki sagt sín lokaorð í íslenskri pólitík, að mínum dómi. En listinn verður að endurspegla samfélagið. Sjálfstæðisflokkinn skoraði hátt víða um land, sem er virkilega fagnaðarefni. Það er afar glæsilegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli fá hreinan meirihluta í stórum bæjarfélögum, eins og Mosfellsbæ, Vestmannaeyjum, Garðabæ, Seltjarnarnesi, Árborg, Hveragerði og Akranesi. Mjög góður árangur náðist einnig í Hafnarfirði, Kópavogi og á Akureyri. Konur eru oddvitar framboðanna á Seltjarnarnesi, í Hafnarfirði og í Hveragerði: Ásgerður Halldórsdóttir, Rósa Guðbjartsdóttir og Aldís Hafsteinsdóttir. Hvað umræðuna um mosku og fleira hér heima áhrærir þá hlustaði ég á Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóra New York-borgar, lýsa því í frábærri ræðu á dögunum hvers vegna New York-borg ákvað að leyfa byggingu á bænahúsi múslima skammt frá þeim stað sem tvíburaturnarnir stóðu. Rétturinn til trúfrelsis, tjáningarfrelsis og rétturinn til að hafa skoðanir almennt, án þess að aðrir geri lítið úr þeim eða reyni að þagga þær niður, er ofar öðru. Bloomberg lýsti því einnig í ræðunni hvernig virtir háskólar í Bandaríkjunum hefðu verið staðnir að því að ritskoða hverjir fengju að halda ræður við útskriftir vegna þess að skoðanir viðkomandi féllu ekki að/eða voru ekki þóknanlegar „vinstri sinnuðum“ skoðunum háskólasamfélagsins. Menn eigi að bera fulla virðingu fyrir skoðunum hver annars, hlusta á önnur sjónarmið og temja sér víðsýni. Eða eins og í málshættinum segir: Háð er heimskra gaman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Auðvitað urðu það mikil vonbrigði þegar ljóst varð á kosninganótt að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki halda fimmta manninum í borginni. Það er sárt að sjá að flokkurinn skuli hafa misst yfirburðastöðu sína, UM SINN. Stóru fréttirnar voru hins vegar þær að meirihluti Besta flokksins/Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar féll. Vonandi verður þessi niðurstaða til þess að sjálfstæðismenn þétti raðirnar í Reykjavík. Grundvallaratriði er að bæði konur og karlar skipi aðalsæti listans. Halldór Halldórsson oddviti hefur allt til að bera sem prýða má góðan stjórnmálamann og manneskju og hann hefur ekki sagt sín lokaorð í íslenskri pólitík, að mínum dómi. En listinn verður að endurspegla samfélagið. Sjálfstæðisflokkinn skoraði hátt víða um land, sem er virkilega fagnaðarefni. Það er afar glæsilegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli fá hreinan meirihluta í stórum bæjarfélögum, eins og Mosfellsbæ, Vestmannaeyjum, Garðabæ, Seltjarnarnesi, Árborg, Hveragerði og Akranesi. Mjög góður árangur náðist einnig í Hafnarfirði, Kópavogi og á Akureyri. Konur eru oddvitar framboðanna á Seltjarnarnesi, í Hafnarfirði og í Hveragerði: Ásgerður Halldórsdóttir, Rósa Guðbjartsdóttir og Aldís Hafsteinsdóttir. Hvað umræðuna um mosku og fleira hér heima áhrærir þá hlustaði ég á Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóra New York-borgar, lýsa því í frábærri ræðu á dögunum hvers vegna New York-borg ákvað að leyfa byggingu á bænahúsi múslima skammt frá þeim stað sem tvíburaturnarnir stóðu. Rétturinn til trúfrelsis, tjáningarfrelsis og rétturinn til að hafa skoðanir almennt, án þess að aðrir geri lítið úr þeim eða reyni að þagga þær niður, er ofar öðru. Bloomberg lýsti því einnig í ræðunni hvernig virtir háskólar í Bandaríkjunum hefðu verið staðnir að því að ritskoða hverjir fengju að halda ræður við útskriftir vegna þess að skoðanir viðkomandi féllu ekki að/eða voru ekki þóknanlegar „vinstri sinnuðum“ skoðunum háskólasamfélagsins. Menn eigi að bera fulla virðingu fyrir skoðunum hver annars, hlusta á önnur sjónarmið og temja sér víðsýni. Eða eins og í málshættinum segir: Háð er heimskra gaman.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar