Háð er heimskra gaman Elín Hirst skrifar 4. júní 2014 07:00 Auðvitað urðu það mikil vonbrigði þegar ljóst varð á kosninganótt að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki halda fimmta manninum í borginni. Það er sárt að sjá að flokkurinn skuli hafa misst yfirburðastöðu sína, UM SINN. Stóru fréttirnar voru hins vegar þær að meirihluti Besta flokksins/Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar féll. Vonandi verður þessi niðurstaða til þess að sjálfstæðismenn þétti raðirnar í Reykjavík. Grundvallaratriði er að bæði konur og karlar skipi aðalsæti listans. Halldór Halldórsson oddviti hefur allt til að bera sem prýða má góðan stjórnmálamann og manneskju og hann hefur ekki sagt sín lokaorð í íslenskri pólitík, að mínum dómi. En listinn verður að endurspegla samfélagið. Sjálfstæðisflokkinn skoraði hátt víða um land, sem er virkilega fagnaðarefni. Það er afar glæsilegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli fá hreinan meirihluta í stórum bæjarfélögum, eins og Mosfellsbæ, Vestmannaeyjum, Garðabæ, Seltjarnarnesi, Árborg, Hveragerði og Akranesi. Mjög góður árangur náðist einnig í Hafnarfirði, Kópavogi og á Akureyri. Konur eru oddvitar framboðanna á Seltjarnarnesi, í Hafnarfirði og í Hveragerði: Ásgerður Halldórsdóttir, Rósa Guðbjartsdóttir og Aldís Hafsteinsdóttir. Hvað umræðuna um mosku og fleira hér heima áhrærir þá hlustaði ég á Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóra New York-borgar, lýsa því í frábærri ræðu á dögunum hvers vegna New York-borg ákvað að leyfa byggingu á bænahúsi múslima skammt frá þeim stað sem tvíburaturnarnir stóðu. Rétturinn til trúfrelsis, tjáningarfrelsis og rétturinn til að hafa skoðanir almennt, án þess að aðrir geri lítið úr þeim eða reyni að þagga þær niður, er ofar öðru. Bloomberg lýsti því einnig í ræðunni hvernig virtir háskólar í Bandaríkjunum hefðu verið staðnir að því að ritskoða hverjir fengju að halda ræður við útskriftir vegna þess að skoðanir viðkomandi féllu ekki að/eða voru ekki þóknanlegar „vinstri sinnuðum“ skoðunum háskólasamfélagsins. Menn eigi að bera fulla virðingu fyrir skoðunum hver annars, hlusta á önnur sjónarmið og temja sér víðsýni. Eða eins og í málshættinum segir: Háð er heimskra gaman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Auðvitað urðu það mikil vonbrigði þegar ljóst varð á kosninganótt að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki halda fimmta manninum í borginni. Það er sárt að sjá að flokkurinn skuli hafa misst yfirburðastöðu sína, UM SINN. Stóru fréttirnar voru hins vegar þær að meirihluti Besta flokksins/Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar féll. Vonandi verður þessi niðurstaða til þess að sjálfstæðismenn þétti raðirnar í Reykjavík. Grundvallaratriði er að bæði konur og karlar skipi aðalsæti listans. Halldór Halldórsson oddviti hefur allt til að bera sem prýða má góðan stjórnmálamann og manneskju og hann hefur ekki sagt sín lokaorð í íslenskri pólitík, að mínum dómi. En listinn verður að endurspegla samfélagið. Sjálfstæðisflokkinn skoraði hátt víða um land, sem er virkilega fagnaðarefni. Það er afar glæsilegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli fá hreinan meirihluta í stórum bæjarfélögum, eins og Mosfellsbæ, Vestmannaeyjum, Garðabæ, Seltjarnarnesi, Árborg, Hveragerði og Akranesi. Mjög góður árangur náðist einnig í Hafnarfirði, Kópavogi og á Akureyri. Konur eru oddvitar framboðanna á Seltjarnarnesi, í Hafnarfirði og í Hveragerði: Ásgerður Halldórsdóttir, Rósa Guðbjartsdóttir og Aldís Hafsteinsdóttir. Hvað umræðuna um mosku og fleira hér heima áhrærir þá hlustaði ég á Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóra New York-borgar, lýsa því í frábærri ræðu á dögunum hvers vegna New York-borg ákvað að leyfa byggingu á bænahúsi múslima skammt frá þeim stað sem tvíburaturnarnir stóðu. Rétturinn til trúfrelsis, tjáningarfrelsis og rétturinn til að hafa skoðanir almennt, án þess að aðrir geri lítið úr þeim eða reyni að þagga þær niður, er ofar öðru. Bloomberg lýsti því einnig í ræðunni hvernig virtir háskólar í Bandaríkjunum hefðu verið staðnir að því að ritskoða hverjir fengju að halda ræður við útskriftir vegna þess að skoðanir viðkomandi féllu ekki að/eða voru ekki þóknanlegar „vinstri sinnuðum“ skoðunum háskólasamfélagsins. Menn eigi að bera fulla virðingu fyrir skoðunum hver annars, hlusta á önnur sjónarmið og temja sér víðsýni. Eða eins og í málshættinum segir: Háð er heimskra gaman.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar