Ræðum óttann Árni Páll Árnason skrifar 6. júní 2014 07:00 Í umræðu um útlendingamál er óhjákvæmilegt að viðurkenna að það er manninum eðlislægt að bera ótta í brjósti gagnvart hinu ókunna og þar með fólki af framandi uppruna og við getum ekki áfellst fólk fyrir þær tilfinningar. Við þurfum að vera tilbúin að ræða þær áhyggjur sem fólk hefur málefnalega og greina hvað á við rök að styðjast og hvað ekki. Einhverjir Íslendingar óttast um stöðu sína á vinnumarkaði vegna þess að útlendingar komi hingað í vaxandi mæli og geti ógnað starfsöryggi þeirra sem fyrir eru. Það er skiljanlegt. Staðreyndin er á hinn bóginn sú að umgjörð íslenskra kjarasamninga og lagaákvæði sem binda alla við heildarkjarasamninga á vinnumarkaði gera félagsleg undirboð erfiðari hér en í nokkru öðru Evrópuríki og vernda betur en annars staðar í senn rétt þeirra sem fyrir eru á vinnumarkaði og erlends verkafólks. Margir óttast uppgang erlendra glæpagengja og tengja þau opnum vinnumarkaði. Staðreyndin er sú að glæpir eru ekki bundnir við útlendinga og við eigum líka innlend glæpagengi. Viðureign við erlend glæpagengi yrði erfiðari ef við hefðum ekki þá alþjóðasamvinnu á sviði löggæslumála sem við nú höfum á grundvelli Schengen og opins vinnumarkaðar.Öfgar eru víða Og svo eru margir sem óttast um hefðir okkar og siði og sérstaklega að framandi trúarbrögð feli í sér hættur. Staðreyndin er hins vegar sú að öfgar fela í sér ógn og þær geta nærst meðal allra trúarhópa. Versta ódæði okkar tíma – fjöldamorð á saklausum ungmennum í okkar næsta grannríki – hefur verið unnið af manni sem taldi sig kristinn hreinstefnumann og heitir Anders Behring Breivik. Við verðum betra samfélag með því að virða trúfrelsi og viðurkenna jákvæð áhrif virks trúarlífs, óháð því hvaða trú á í hlut. Við þurfum hins vegar að verjast hatursáróðri og vera á varðbergi gagnvart honum hvaðan sem hann berst. Öfgaöfl innan trúfélaga af öllum gerðum boða hatur og frelsisskerðingu ólíkra hópa – samkynhneigðra eða kvenna eða bara allra sem ekki eru tilbúnir að ganga með í takt. Við getum sammælst um þá varnarlínu að trúfrelsi sé ekki nýtt til að þess að boða og berjast fyrir ófrelsi annarra. Íslenskt samfélag hefur auðgast vegna þess að hingað hefur komið fólk af ólíkum uppruna og fært með sér mikla þekkingu og nýja strauma. Um aldamótin 1900 komu innflytjendur af dönskum uppruna með allra handa iðnþekkingu til landsins og kenndu okkur t.d. að baka brauð og brugga öl. Hvar væri íslenskt tónlistarlíf ef ekki fyrir þá flóttamenn sem hingað komu um miðbik 20. aldarinnar? Og íslensk matarmenning hefur tekið stakkaskiptum á fáum áratugum, ekki síst vegna áhrifa innflytjenda. Ekki nóg með það: Við höfum beinlínis auðgast peningalega á útlendingum. Um áratugi höfum við reitt okkur á erlent vinnuafl til að halda úti grundvallaratvinnuvegum og mikilvægri þjónustu. Ef lagðar eru á vogarskálar skatttekjur af útlendingum og útgjöld vegna þeirra (bótagreiðslur og félagsleg aðstoð) eru tekjurnar langt umfram útgjöldin.Við og þeir? Það er gaman að fylgjast með Íslendingum sem búa tímabundið erlendis. Þeir hafa tilhneigingu til að halda hópinn. Þeir skemmta sér saman og börnin leika sér saman. Við gleðjumst yfir því úr fjarlægð þegar Íslendingar í útlöndum láta sér annt um arfleifð sína og keppast við að halda íslenskum siðum og móðurmálinu að börnum sínum. Með nákvæmlega sama hætti hlýtur fólk af erlendum uppruna hér á landi að halda í trú sína og siði og halda þeim að börnum sínum. Farsæld okkar hlýtur að felast í að viðurkenna það sem veldur okkur ótta, ræða það og skilja. Í langflestum tilvikum er óttinn ástæðulaus, en ef ekki, þá er mikilvægt að ræða hann til að geta brugðist við. Þess vegna er lifandi samtal um innflytjendamál alger nauðsyn. Við viljum ekki að hálfkveðnar vísur sem ala á tortryggni og ótta afli stjórnmálaflokkum fylgis í næstu kosningum á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Í umræðu um útlendingamál er óhjákvæmilegt að viðurkenna að það er manninum eðlislægt að bera ótta í brjósti gagnvart hinu ókunna og þar með fólki af framandi uppruna og við getum ekki áfellst fólk fyrir þær tilfinningar. Við þurfum að vera tilbúin að ræða þær áhyggjur sem fólk hefur málefnalega og greina hvað á við rök að styðjast og hvað ekki. Einhverjir Íslendingar óttast um stöðu sína á vinnumarkaði vegna þess að útlendingar komi hingað í vaxandi mæli og geti ógnað starfsöryggi þeirra sem fyrir eru. Það er skiljanlegt. Staðreyndin er á hinn bóginn sú að umgjörð íslenskra kjarasamninga og lagaákvæði sem binda alla við heildarkjarasamninga á vinnumarkaði gera félagsleg undirboð erfiðari hér en í nokkru öðru Evrópuríki og vernda betur en annars staðar í senn rétt þeirra sem fyrir eru á vinnumarkaði og erlends verkafólks. Margir óttast uppgang erlendra glæpagengja og tengja þau opnum vinnumarkaði. Staðreyndin er sú að glæpir eru ekki bundnir við útlendinga og við eigum líka innlend glæpagengi. Viðureign við erlend glæpagengi yrði erfiðari ef við hefðum ekki þá alþjóðasamvinnu á sviði löggæslumála sem við nú höfum á grundvelli Schengen og opins vinnumarkaðar.Öfgar eru víða Og svo eru margir sem óttast um hefðir okkar og siði og sérstaklega að framandi trúarbrögð feli í sér hættur. Staðreyndin er hins vegar sú að öfgar fela í sér ógn og þær geta nærst meðal allra trúarhópa. Versta ódæði okkar tíma – fjöldamorð á saklausum ungmennum í okkar næsta grannríki – hefur verið unnið af manni sem taldi sig kristinn hreinstefnumann og heitir Anders Behring Breivik. Við verðum betra samfélag með því að virða trúfrelsi og viðurkenna jákvæð áhrif virks trúarlífs, óháð því hvaða trú á í hlut. Við þurfum hins vegar að verjast hatursáróðri og vera á varðbergi gagnvart honum hvaðan sem hann berst. Öfgaöfl innan trúfélaga af öllum gerðum boða hatur og frelsisskerðingu ólíkra hópa – samkynhneigðra eða kvenna eða bara allra sem ekki eru tilbúnir að ganga með í takt. Við getum sammælst um þá varnarlínu að trúfrelsi sé ekki nýtt til að þess að boða og berjast fyrir ófrelsi annarra. Íslenskt samfélag hefur auðgast vegna þess að hingað hefur komið fólk af ólíkum uppruna og fært með sér mikla þekkingu og nýja strauma. Um aldamótin 1900 komu innflytjendur af dönskum uppruna með allra handa iðnþekkingu til landsins og kenndu okkur t.d. að baka brauð og brugga öl. Hvar væri íslenskt tónlistarlíf ef ekki fyrir þá flóttamenn sem hingað komu um miðbik 20. aldarinnar? Og íslensk matarmenning hefur tekið stakkaskiptum á fáum áratugum, ekki síst vegna áhrifa innflytjenda. Ekki nóg með það: Við höfum beinlínis auðgast peningalega á útlendingum. Um áratugi höfum við reitt okkur á erlent vinnuafl til að halda úti grundvallaratvinnuvegum og mikilvægri þjónustu. Ef lagðar eru á vogarskálar skatttekjur af útlendingum og útgjöld vegna þeirra (bótagreiðslur og félagsleg aðstoð) eru tekjurnar langt umfram útgjöldin.Við og þeir? Það er gaman að fylgjast með Íslendingum sem búa tímabundið erlendis. Þeir hafa tilhneigingu til að halda hópinn. Þeir skemmta sér saman og börnin leika sér saman. Við gleðjumst yfir því úr fjarlægð þegar Íslendingar í útlöndum láta sér annt um arfleifð sína og keppast við að halda íslenskum siðum og móðurmálinu að börnum sínum. Með nákvæmlega sama hætti hlýtur fólk af erlendum uppruna hér á landi að halda í trú sína og siði og halda þeim að börnum sínum. Farsæld okkar hlýtur að felast í að viðurkenna það sem veldur okkur ótta, ræða það og skilja. Í langflestum tilvikum er óttinn ástæðulaus, en ef ekki, þá er mikilvægt að ræða hann til að geta brugðist við. Þess vegna er lifandi samtal um innflytjendamál alger nauðsyn. Við viljum ekki að hálfkveðnar vísur sem ala á tortryggni og ótta afli stjórnmálaflokkum fylgis í næstu kosningum á Íslandi.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun