Gæslan hótar landeiganda sem rukkar ferðamenn lögbanni Brjánn Jónasson skrifar 24. júní 2014 06:45 Ferðamenn jafnt sem heimamenn geta búist við að þurfa að greiða 600 krónur fyrir að heimsækja fjöruna á Stokksnesi. Mynd/Runólfur Hauksson Falli landeigandinn á Stokksnesi ekki frá nýtilkominni gjaldtöku af ferðamönnum sem fara um landareign hans mun Landhelgisgæsla Íslands (LHG) krefjast lögbanns á gjaldheimtuna, segir Georg Lárusson, forstjóri stofnunarinnar. Landeigandinn lokaði um helgina veginum fyrir óviðkomandi umferð, og rukkar þá sem aka um hann um 600 krónur. Landareign hans liggur sunnan við Þjóðveg 1. Á henni er Stokksnes, þar sem Atlantshafsbandalagið reisti og rak ratsjárstöð. Nú hefur LHG tekið við rekstri stöðvarinnar, og leigir því hluta landsins undir starfsemina.Georg LárussonGeorg segir landeigandann ekkert samráð hafa haft við Gæsluna um að loka veginum, sem liggur meðal annars að ratsjárstöðinni. Vegurinn liggur líka nálægt fjöru sem hefur verið vinsæll áfangastaður fyrir bæði ferðamenn og fjölskyldufólk frá Höfn í Hornafirði, sem liggur um fimm kílómetrum vestar. „Við erum algerlega á móti þessu, þetta kemur ekki til greina,“ segir Georg. „Hann er búinn að leigja okkur landið og ef hann lætur ekki af þessu strax verðum við að grípa til viðeigandi ráðstafana.“ Hann segir ekki koma til greina að heimila landeigandanum að rukka fyrir aðgang að landi sem ríkið leigi fyrir verulega upphæð. Hann segir að svæðið sem LHG leigi sé miklu stærra en sá hluti sem liggur innan girðingar í kringum ratsjárstöðina sjálfa.Eigandinn ósáttur við ríkið „Það er tvennt í þessu, gera þetta eða loka veginum,“ segir Ómar Antonsson, eigandi jarðarinnar. Hann segir að ríkið hafi ekki viljað taka þátt í viðhaldi vegarins og því sé ekkert annað að gera fyrir sig en að taka upp gjald fyrir ferðamenn. „Ég er ekki að taka gjald fyrir það sem ég ætla að gera í framtíðinni, ég er búinn að byggja upp þjónustuna,“ segir Ómar. Hann rekur kaffihúsið Viking Café, sem er um kílómetra frá fjörunni. Hann segist hafa boðið upp á salernisþjónustu síðustu fjögur ár án þess að rukka krónu fyrir. Ómar segir talningu sýna að 10 þúsund bílar fari um veginn á hverju ári. Talsverður hluti af því séu rútur. Út frá því megi áætla að um 40 þúsund manns fari um svæðið á hverju ári.Ekki í slag við fólk „Ef menn eru í voðalegri fýlu þá verða menn bara að vera það,“ segir Ómar. Hann segir þó engan í slag við fólk, það komi einfaldlega inn, greiði sitt gjald og geti svo gengið um svæðið að vild. Hann segir að hingað til hafi enginn amast við gjaldinu, ferðamenn hafi greitt með glöðu geði. Ómar segist hafa reynt að fá Landhelgisgæsluna til að taka þátt í kostnaði við viðhald vegarins, en þar á bæ hafi menn bent á Vegagerðina. Vegagerðin hafi hins vegar ekki viljað greiða neitt. Georg segir að Landhelgisgæslan geti ekki amast við því að landeigandinn setji upp hlið fyrir neðan afleggjarann að ratsjárstöðinni, og selji aðgang á þann hluta landsins sem gæslan leigi ekki. „Málið er einfalt, hann hefur ekki heimild til að selja inn á það svæði sem við leigjum,“ segir Georg. Hann segir þá staði sem ferðamenn sæki mest í innan svæðisins sem ríkið sé með á leigu, og því hafi landeigandinn ekki mikið eftir til að selja. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Fleiri fréttir Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Sjá meira
Falli landeigandinn á Stokksnesi ekki frá nýtilkominni gjaldtöku af ferðamönnum sem fara um landareign hans mun Landhelgisgæsla Íslands (LHG) krefjast lögbanns á gjaldheimtuna, segir Georg Lárusson, forstjóri stofnunarinnar. Landeigandinn lokaði um helgina veginum fyrir óviðkomandi umferð, og rukkar þá sem aka um hann um 600 krónur. Landareign hans liggur sunnan við Þjóðveg 1. Á henni er Stokksnes, þar sem Atlantshafsbandalagið reisti og rak ratsjárstöð. Nú hefur LHG tekið við rekstri stöðvarinnar, og leigir því hluta landsins undir starfsemina.Georg LárussonGeorg segir landeigandann ekkert samráð hafa haft við Gæsluna um að loka veginum, sem liggur meðal annars að ratsjárstöðinni. Vegurinn liggur líka nálægt fjöru sem hefur verið vinsæll áfangastaður fyrir bæði ferðamenn og fjölskyldufólk frá Höfn í Hornafirði, sem liggur um fimm kílómetrum vestar. „Við erum algerlega á móti þessu, þetta kemur ekki til greina,“ segir Georg. „Hann er búinn að leigja okkur landið og ef hann lætur ekki af þessu strax verðum við að grípa til viðeigandi ráðstafana.“ Hann segir ekki koma til greina að heimila landeigandanum að rukka fyrir aðgang að landi sem ríkið leigi fyrir verulega upphæð. Hann segir að svæðið sem LHG leigi sé miklu stærra en sá hluti sem liggur innan girðingar í kringum ratsjárstöðina sjálfa.Eigandinn ósáttur við ríkið „Það er tvennt í þessu, gera þetta eða loka veginum,“ segir Ómar Antonsson, eigandi jarðarinnar. Hann segir að ríkið hafi ekki viljað taka þátt í viðhaldi vegarins og því sé ekkert annað að gera fyrir sig en að taka upp gjald fyrir ferðamenn. „Ég er ekki að taka gjald fyrir það sem ég ætla að gera í framtíðinni, ég er búinn að byggja upp þjónustuna,“ segir Ómar. Hann rekur kaffihúsið Viking Café, sem er um kílómetra frá fjörunni. Hann segist hafa boðið upp á salernisþjónustu síðustu fjögur ár án þess að rukka krónu fyrir. Ómar segir talningu sýna að 10 þúsund bílar fari um veginn á hverju ári. Talsverður hluti af því séu rútur. Út frá því megi áætla að um 40 þúsund manns fari um svæðið á hverju ári.Ekki í slag við fólk „Ef menn eru í voðalegri fýlu þá verða menn bara að vera það,“ segir Ómar. Hann segir þó engan í slag við fólk, það komi einfaldlega inn, greiði sitt gjald og geti svo gengið um svæðið að vild. Hann segir að hingað til hafi enginn amast við gjaldinu, ferðamenn hafi greitt með glöðu geði. Ómar segist hafa reynt að fá Landhelgisgæsluna til að taka þátt í kostnaði við viðhald vegarins, en þar á bæ hafi menn bent á Vegagerðina. Vegagerðin hafi hins vegar ekki viljað greiða neitt. Georg segir að Landhelgisgæslan geti ekki amast við því að landeigandinn setji upp hlið fyrir neðan afleggjarann að ratsjárstöðinni, og selji aðgang á þann hluta landsins sem gæslan leigi ekki. „Málið er einfalt, hann hefur ekki heimild til að selja inn á það svæði sem við leigjum,“ segir Georg. Hann segir þá staði sem ferðamenn sæki mest í innan svæðisins sem ríkið sé með á leigu, og því hafi landeigandinn ekki mikið eftir til að selja.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Fleiri fréttir Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent