Fyrirgefning í stað hefndar Elín Hirst skrifar 23. júlí 2014 07:00 Óhugnanlegri atburðir eiga sér nú stað fyrir botni Miðjarðarhafs en orð fá lýst. Mörg hundruð óbreyttir borgarar hafa látist, flestir Palestínumenn, þar á meðal fjöldi saklausra barna. Kveikja átakanna er eins og oft áður hefnd. Í þetta sinn vegna morða á þremur ísraelskum ungmennum í júnímánuði. Þessir atburðir hafa haft sterk áhrif á íslenska þjóðarsál. Flest erum við þannig af guði gerð að við viljum hjálpa og koma góðu til leiðar, en upplifum okkur eðlilega vanmáttug í harðvítugum milliríkjadeilum eins og þessari. Er það nokkuð skrýtið þegar John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mistekst að miðla málum og Bandaríkjamenn sem og önnur stórveldi standa ráðþrota vegna deilunnar. Árið 2011 urðu Íslendingar fyrstir vestrænna ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Palestínuríkis. Þar kvað við nýjan tón á Vesturlöndum í stuðningi við þetta undirokaða ríki sem vert er að vera stoltur af. Íslensk stjórnvöld hafa einnig brugðist hart við þeim átökum sem nú geisa. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur lýst þungum áhyggjum af átökunum og harmað að almennir borgarar, þar á meðal fjöldi barna, hafi látið lífið í árásum Ísraela á Gasa. Hann fordæmir allt ofbeldi og beitingu vopnavalds á svæðinu. Það sé skýlaus krafa að ísraelsk stjórnvöld stöðvi árásir sínar á Gasa sem hafa leitt til mikilla hörmunga fyrir almenna borgara. Að sama skapi verði árásum á Ísrael að linna þegar í stað. Nýjustu fregnir eru að íslensk stjórnvöld ætli að verja tólf milljónum króna til neyðaraðstoðar á Gasa, en yfir 100 þúsund íbúa á svæðinu eru á vergangi og mikill skortur er á hjálpargögnum og hreinlætisaðstöðu. Þá hefur verið boðað til aukafundar í utanríkismálanefnd Alþingis og er það von mín að nefndin sendi frá sér harðorða yfirlýsingu vegna þessa máls á næstu dögum. Við það tækifæri ættu þingmenn að slá nýjan tón alveg eins og þegar Ísland varð fyrst vestrænna ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Palestínu með því að hvetja Ísraelsmenn og Palestínumenn til þess að fara leið Nelsons Mandela í Suður-Afríku; að skapa frið með fyrirgefningu í stað hefndar. Það er eina færa leiðin. Ég hvet alla sem vettlingi geta valdið til að mæta á Ingólfstorg í dag klukkan 17 til þess að sýna samstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gasa Elín Hirst Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Sjá meira
Óhugnanlegri atburðir eiga sér nú stað fyrir botni Miðjarðarhafs en orð fá lýst. Mörg hundruð óbreyttir borgarar hafa látist, flestir Palestínumenn, þar á meðal fjöldi saklausra barna. Kveikja átakanna er eins og oft áður hefnd. Í þetta sinn vegna morða á þremur ísraelskum ungmennum í júnímánuði. Þessir atburðir hafa haft sterk áhrif á íslenska þjóðarsál. Flest erum við þannig af guði gerð að við viljum hjálpa og koma góðu til leiðar, en upplifum okkur eðlilega vanmáttug í harðvítugum milliríkjadeilum eins og þessari. Er það nokkuð skrýtið þegar John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mistekst að miðla málum og Bandaríkjamenn sem og önnur stórveldi standa ráðþrota vegna deilunnar. Árið 2011 urðu Íslendingar fyrstir vestrænna ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Palestínuríkis. Þar kvað við nýjan tón á Vesturlöndum í stuðningi við þetta undirokaða ríki sem vert er að vera stoltur af. Íslensk stjórnvöld hafa einnig brugðist hart við þeim átökum sem nú geisa. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur lýst þungum áhyggjum af átökunum og harmað að almennir borgarar, þar á meðal fjöldi barna, hafi látið lífið í árásum Ísraela á Gasa. Hann fordæmir allt ofbeldi og beitingu vopnavalds á svæðinu. Það sé skýlaus krafa að ísraelsk stjórnvöld stöðvi árásir sínar á Gasa sem hafa leitt til mikilla hörmunga fyrir almenna borgara. Að sama skapi verði árásum á Ísrael að linna þegar í stað. Nýjustu fregnir eru að íslensk stjórnvöld ætli að verja tólf milljónum króna til neyðaraðstoðar á Gasa, en yfir 100 þúsund íbúa á svæðinu eru á vergangi og mikill skortur er á hjálpargögnum og hreinlætisaðstöðu. Þá hefur verið boðað til aukafundar í utanríkismálanefnd Alþingis og er það von mín að nefndin sendi frá sér harðorða yfirlýsingu vegna þessa máls á næstu dögum. Við það tækifæri ættu þingmenn að slá nýjan tón alveg eins og þegar Ísland varð fyrst vestrænna ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Palestínu með því að hvetja Ísraelsmenn og Palestínumenn til þess að fara leið Nelsons Mandela í Suður-Afríku; að skapa frið með fyrirgefningu í stað hefndar. Það er eina færa leiðin. Ég hvet alla sem vettlingi geta valdið til að mæta á Ingólfstorg í dag klukkan 17 til þess að sýna samstöðu.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar