Þróunarsamvinna sem skilar árangri Stefán Jón Hafstein skrifar 28. júlí 2014 07:00 Ný óháð úttekt á þróunarsamvinnu Íslands og Namibíu í sjávarútvegsmálum sýnir mikilvægan árangur. Framlag Íslands á nær 20 ára tímabili skilaði markverðum skrefum í þá átt að aðstoða hið nýfrjálsa ríki við að taka við stjórn á auðlindum undan ströndum sínum og byggja upp sjávarútveg innanlands. Namibía varð síðasta nýlendan í Afríku til að fá sjálfstæði árið 1990. Stuðningur Íslands hófst þá þegar og tók einkum til rannsókna á fiskistofnum og að koma á laggirnar hafrannsóknastofnun, byggja upp sjómannaskóla fyrir heimamenn til að skapa atvinnutækifæri í fiskveiðum og efla innlendar stofnanir til að skipuleggja veiðar með hagkvæmum hætti. Í megindráttum tókst að byggja upp getu innan Namibíu til að stjórna og njóta arðs af auðlindum í hafi. Úttektina gerði Sigurður Bogason, ráðgjafi hjá Markmar.1,6 milljarðar á 20 árum Þróunarframlög Íslands til þessara verkefna frá 1990-2010 námu í heild rúmlega 14,7 milljónum dollara. Á núverandi gengi er það rúmlega 1,6 milljarðar króna, eða um 80 milljónir króna að meðaltali á ári. Af heildarfjárhæðinni runnu 42% til að byggja upp sjómannaskóla fyrir heimamenn og skapa þeim atvinnutækifæri. 34% runnu til hafrannsókna, meðal annars að koma á laggirnar hafrannsóknastofnun. Aðrir liðir voru smærri í sniðum, en þar af má nefna tæknilega ráðgjöf við sjávarútvegsráðuneyti Namibíu sem leiddi til aflaskráningar og fisveiðistjórnunarkerfis. Í skýrslunni kemst ráðgjafinn að því að í heild hafi samvinnan verið „mjög árangursrík“ og líkir uppbyggingu atvinnugreinarinnar við „kraftaverk“.Sjálfbær ávinningur Þessi meginatriði koma fram í skýrslunni:Það ætlunarverk að byggja upp og koma sjávarútveginum í hendur heimamanna var árangursríkt og stenst til frambúðar.lFramlag Íslands varð meðal annars til þess að geta heimamanna í sjávarútvegi óx hratt og framkvæmd færðist yfir í hendur heimamanna í eðlilegum áföngum.Leiðsögn frá Íslendingum til Namibíumanna sem urðu kennarar í sjómannaskólanum varð til þess að þeir gátu smátt og smátt tekið við allri kennslu sjálfir.Uppbygging innan hafrannsóknastofnunarinnar og í sjávarútvegsráðuneytinu kom á mikilvægum tíma og lagði grunn að frekari árangri.lAðstoð við Namibíu til að taka þátt í fjölþjóðlegu samstarfi var mikilsverð.Hröð uppbygging á namibískum fiskveiðigeira var einn af hornsteinum fyrir hið nýfrjálsa ríki og þróun efnahagslífs. Fiskveiðar og sjávarútvegur í Namibíu skipta miklu máli í hagkerfinu með þeim ásetningi að stunda sjálfbærar veiðar.Lærdómar af úttektinni Skýrsluhöfundur telur að árangur hafi almennt verið góður en nefnir nokkur atriði sem vanti upp á. Dæmi er tekið af alþjóðlegri gæðavottun fyrir sjómannaskólann sem enn skorti, en skipti máli fyrir framtíðarmöguleika. Hvatt er til þess að namibísk yfirvöld taki á. Þá er nefndur sá algengi vankantur í þróunarlöndum að skortur er á menntuðum starfsmönnum. Einnig kemur fram að ákveðnar tæknilausnir, sem eru lítill hluti heildarframlaga, hafi ekki virkað sem skyldi. Niðurstaðan bendir hins vegar ótvírætt til þess að í heildina tekið hafi Namibía náð góðum tökum á atvinnugrein og auðlindanýtingu þar sem lítil sem engin þekking var til staðar við sjálfstæði.Réttur tími og samhengi Nokkrir ólíkir verkefnaþættir stuðluðu saman að því að í Namibíu óx þekking og geta til að reka sjálfbæran sjávarútveg. Sjávarútvegur landsins er efnahagslega mikilvægur, aðstoðin kom á réttum tíma fyrir Namibíu og þekking var til staðar á Íslandi til að veita hana þegar eftir var leitað. Skýrslan liggur nú fyrir á vef Þróunarsamvinnustofnunar Íslands: iceida.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Morðæðið á Gaza - Vitfirringin má ekki eyðileggja mennskuna Jón Baldvin Hannesson Skoðun Skoðun Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ný óháð úttekt á þróunarsamvinnu Íslands og Namibíu í sjávarútvegsmálum sýnir mikilvægan árangur. Framlag Íslands á nær 20 ára tímabili skilaði markverðum skrefum í þá átt að aðstoða hið nýfrjálsa ríki við að taka við stjórn á auðlindum undan ströndum sínum og byggja upp sjávarútveg innanlands. Namibía varð síðasta nýlendan í Afríku til að fá sjálfstæði árið 1990. Stuðningur Íslands hófst þá þegar og tók einkum til rannsókna á fiskistofnum og að koma á laggirnar hafrannsóknastofnun, byggja upp sjómannaskóla fyrir heimamenn til að skapa atvinnutækifæri í fiskveiðum og efla innlendar stofnanir til að skipuleggja veiðar með hagkvæmum hætti. Í megindráttum tókst að byggja upp getu innan Namibíu til að stjórna og njóta arðs af auðlindum í hafi. Úttektina gerði Sigurður Bogason, ráðgjafi hjá Markmar.1,6 milljarðar á 20 árum Þróunarframlög Íslands til þessara verkefna frá 1990-2010 námu í heild rúmlega 14,7 milljónum dollara. Á núverandi gengi er það rúmlega 1,6 milljarðar króna, eða um 80 milljónir króna að meðaltali á ári. Af heildarfjárhæðinni runnu 42% til að byggja upp sjómannaskóla fyrir heimamenn og skapa þeim atvinnutækifæri. 34% runnu til hafrannsókna, meðal annars að koma á laggirnar hafrannsóknastofnun. Aðrir liðir voru smærri í sniðum, en þar af má nefna tæknilega ráðgjöf við sjávarútvegsráðuneyti Namibíu sem leiddi til aflaskráningar og fisveiðistjórnunarkerfis. Í skýrslunni kemst ráðgjafinn að því að í heild hafi samvinnan verið „mjög árangursrík“ og líkir uppbyggingu atvinnugreinarinnar við „kraftaverk“.Sjálfbær ávinningur Þessi meginatriði koma fram í skýrslunni:Það ætlunarverk að byggja upp og koma sjávarútveginum í hendur heimamanna var árangursríkt og stenst til frambúðar.lFramlag Íslands varð meðal annars til þess að geta heimamanna í sjávarútvegi óx hratt og framkvæmd færðist yfir í hendur heimamanna í eðlilegum áföngum.Leiðsögn frá Íslendingum til Namibíumanna sem urðu kennarar í sjómannaskólanum varð til þess að þeir gátu smátt og smátt tekið við allri kennslu sjálfir.Uppbygging innan hafrannsóknastofnunarinnar og í sjávarútvegsráðuneytinu kom á mikilvægum tíma og lagði grunn að frekari árangri.lAðstoð við Namibíu til að taka þátt í fjölþjóðlegu samstarfi var mikilsverð.Hröð uppbygging á namibískum fiskveiðigeira var einn af hornsteinum fyrir hið nýfrjálsa ríki og þróun efnahagslífs. Fiskveiðar og sjávarútvegur í Namibíu skipta miklu máli í hagkerfinu með þeim ásetningi að stunda sjálfbærar veiðar.Lærdómar af úttektinni Skýrsluhöfundur telur að árangur hafi almennt verið góður en nefnir nokkur atriði sem vanti upp á. Dæmi er tekið af alþjóðlegri gæðavottun fyrir sjómannaskólann sem enn skorti, en skipti máli fyrir framtíðarmöguleika. Hvatt er til þess að namibísk yfirvöld taki á. Þá er nefndur sá algengi vankantur í þróunarlöndum að skortur er á menntuðum starfsmönnum. Einnig kemur fram að ákveðnar tæknilausnir, sem eru lítill hluti heildarframlaga, hafi ekki virkað sem skyldi. Niðurstaðan bendir hins vegar ótvírætt til þess að í heildina tekið hafi Namibía náð góðum tökum á atvinnugrein og auðlindanýtingu þar sem lítil sem engin þekking var til staðar við sjálfstæði.Réttur tími og samhengi Nokkrir ólíkir verkefnaþættir stuðluðu saman að því að í Namibíu óx þekking og geta til að reka sjálfbæran sjávarútveg. Sjávarútvegur landsins er efnahagslega mikilvægur, aðstoðin kom á réttum tíma fyrir Namibíu og þekking var til staðar á Íslandi til að veita hana þegar eftir var leitað. Skýrslan liggur nú fyrir á vef Þróunarsamvinnustofnunar Íslands: iceida.is.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar