Umboðsmaður ekki brotið reglur Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 28. ágúst 2014 09:45 Innanríkisráðherra segir vinnubrögð umboðsmanns í lekamálinu hafa það að markmiði að sanna sekt. Fréttablaðið/Daníel Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra gagnrýndi vinnubrögð Tryggva Gunnarssonar, umboðsmanns Alþingis, harðlega í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum í gær. Tilefnið var bréf umboðsmanns til hennar vegna rannsóknar á lekamálinu svokallaða, en hann hefur ákveðið að taka samskipti ráðherra og Stefáns Eiríkssonar, fyrrverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, til formlegrar athugunar. Birting bréfsins daginn eftir að það var sent ráðherra og málshraðinn hjá umboðsmanni hafa verið umdeild en lögfræðingar sem Fréttablaðið ráðfærði sig við segja engar reglur hafa verið brotnar af umboðsmanni. En hvað er embætti umboðsmanns og hvers vegna tekur umboðsmaður Alþingis það upp hjá sjálfum sér að rannsaka málið?Hefur eftirlit með stjórnsýslu Umboðsmaður Alþingis er kosinn beint af þinginu til fjögurra ára í senn. Samkvæmt núgildandi lögum um embættið skal það hafa eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Það eru því einkum athafnir stjórnvalda sem falla undir starfssvið umboðsmanns en hann fjallar ekki aðeins um ákvarðanir og úrlausnir þeirra heldur einnig málsmeðferð þeirra og framkomu starfsmanna. Til umboðsmanns getur hver sá kvartað sem telur stjórnvald hafa beitt sig rangindum en auk þess að taka við kvörtunum getur umboðsmaður tekið mál til athugunar að eigin frumkvæði. Þannig getur hann fjallað um hvers konar háttsemi stjórnvalda sem honum þykir rannsóknarverð. Málið sem nú er til rannsóknar á samskiptum ráðherra og lögreglustjóra er slíkt mál. Á síðasta ári stofnaði umboðsmaður aðeins til einnar frumkvæðisathugunar. Árið 2012 voru þær tvær en árið 2011 voru þær hins vegar níu talsins og fleiri árin áður. Skýringuna má rekja til fjölgunar á kvörtunum sem bárust embættinu frá og með árinu 2011 en samkvæmt ársskýrslu þess árs fjölgaði þeim um 40 prósent. Þó hefur starfsmannafjöldi embættisins haldist sá sami. Því hefur minni tími gefist til að taka upp mál að eigin frumkvæði og almennur afgreiðslutími mála hefur lengst.Gagnrýna vinnubrögð Bæði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tóku undir gagnrýni Hönnu Birnu í gær og átöldu að hún hefði ekki fengið tækifæri til að svara bréfi umboðsmanns til að koma að andmælum áður en bréfið var gert opinbert, sem og að það hafi verið gert á meðan málið er enn til meðferðar. Í kvöldfréttum Stöðvar tvö í fyrradag sagði Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, að nú myndu hefjast árásir til að grafa undan trúverðugleika embættis umboðsmanns Alþingis. Þeir lögfræðingar sem Fréttablaðið hefur haft samband við vegna málsins segja að ljóst sé að umboðsmaður hafi ekki brotið nein lög eða reglur með því að birta bréfið daginn eftir að það var sent. Í fyrra hóf embættið að birta bréf vegna frumkvæðisathugana samdægurs á vef umboðsmanns, annars vegar vegna athugunar á málefnum Landspítalans og hins vegar Litla-Hrauns. Hins vegar töldu sumir lögfræðinganna það ekki vandaða stjórnsýsluhætti að birta slíkt samdægurs, eðlilegra væri að gefa málsaðilum færi á að svara áður en þau væru birt opinberlega.Hröð afgreiðsla málsins Málið hefur fengið hraða afgreiðslu hjá umboðsmanni, sem oft hefur verið gagnrýndur fyrir hæga afgreiðslu. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst telur embættið að málið sé þannig vaxið að nauðsynlegt sé að hraða afgreiðslu þess eins og kostur er. Eðli mála hafi mikið um það að segja hversu mikið þeim er hraðað og hvorki þingið, ráðuneytið né ráðherrann geti unað því að afgreiðsla þess dragist á langinn.Tryggvi GunnarssonEmbætti umboðsmanns Alþingis Svíar urðu fyrstir þjóða til að setja á stofn embætti umboðsmanns en ákvæði um það hafa verið í sænsku stjórnarskránni frá árinu 1809. Á Íslandi komu fyrst fram hugmyndir að stofnun slíks embættis á Alþingi árið 1963 en það var ekki fyrr en 1. janúar 1988 að fyrstu lögin um umboðsmann Alþingis tóku gildi. Aðeins tveir menn hafa verið kosnir í embættið frá stofnun þess, Gaukur Jörundsson, sem gegndi því frá árinu 1988 til 1998 þegar hann forfallaðist og Tryggvi Gunnarsson núverandi umboðsmaður var fenginn til að leysa hann af. Tryggvi var síðan kjörinn umboðsmaður Alþingis frá 1. janúar 2000 og hefur gegnt því síðan utan hlés þegar hann sat í rannsóknarnefnd Alþingis. Álit og niðurstöður umboðsmanns Alþingis eru ekki bindandi fyrir stjórnvöld en sæti athafnir stjórnvalds aðfinnslum eða gagnrýni umboðsmanns getur hann beint til þess tilmælum um úrbætur. Þá getur umboðsmaður meðal annars látið í ljós álit sitt á því hvort tiltekin athöfn sé í samræmi við lög eða vandaða stjórnsýsluhætti.*Uppfært: Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar stóð að bréf umboðsmanns Alþingis til innanríkisráðherra hefði verið birt opinberlega samdægurs og það var sent. Hið rétta er að það var birt daginn eftir að það var sent. Alþingi Lekamálið Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra gagnrýndi vinnubrögð Tryggva Gunnarssonar, umboðsmanns Alþingis, harðlega í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum í gær. Tilefnið var bréf umboðsmanns til hennar vegna rannsóknar á lekamálinu svokallaða, en hann hefur ákveðið að taka samskipti ráðherra og Stefáns Eiríkssonar, fyrrverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, til formlegrar athugunar. Birting bréfsins daginn eftir að það var sent ráðherra og málshraðinn hjá umboðsmanni hafa verið umdeild en lögfræðingar sem Fréttablaðið ráðfærði sig við segja engar reglur hafa verið brotnar af umboðsmanni. En hvað er embætti umboðsmanns og hvers vegna tekur umboðsmaður Alþingis það upp hjá sjálfum sér að rannsaka málið?Hefur eftirlit með stjórnsýslu Umboðsmaður Alþingis er kosinn beint af þinginu til fjögurra ára í senn. Samkvæmt núgildandi lögum um embættið skal það hafa eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Það eru því einkum athafnir stjórnvalda sem falla undir starfssvið umboðsmanns en hann fjallar ekki aðeins um ákvarðanir og úrlausnir þeirra heldur einnig málsmeðferð þeirra og framkomu starfsmanna. Til umboðsmanns getur hver sá kvartað sem telur stjórnvald hafa beitt sig rangindum en auk þess að taka við kvörtunum getur umboðsmaður tekið mál til athugunar að eigin frumkvæði. Þannig getur hann fjallað um hvers konar háttsemi stjórnvalda sem honum þykir rannsóknarverð. Málið sem nú er til rannsóknar á samskiptum ráðherra og lögreglustjóra er slíkt mál. Á síðasta ári stofnaði umboðsmaður aðeins til einnar frumkvæðisathugunar. Árið 2012 voru þær tvær en árið 2011 voru þær hins vegar níu talsins og fleiri árin áður. Skýringuna má rekja til fjölgunar á kvörtunum sem bárust embættinu frá og með árinu 2011 en samkvæmt ársskýrslu þess árs fjölgaði þeim um 40 prósent. Þó hefur starfsmannafjöldi embættisins haldist sá sami. Því hefur minni tími gefist til að taka upp mál að eigin frumkvæði og almennur afgreiðslutími mála hefur lengst.Gagnrýna vinnubrögð Bæði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tóku undir gagnrýni Hönnu Birnu í gær og átöldu að hún hefði ekki fengið tækifæri til að svara bréfi umboðsmanns til að koma að andmælum áður en bréfið var gert opinbert, sem og að það hafi verið gert á meðan málið er enn til meðferðar. Í kvöldfréttum Stöðvar tvö í fyrradag sagði Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, að nú myndu hefjast árásir til að grafa undan trúverðugleika embættis umboðsmanns Alþingis. Þeir lögfræðingar sem Fréttablaðið hefur haft samband við vegna málsins segja að ljóst sé að umboðsmaður hafi ekki brotið nein lög eða reglur með því að birta bréfið daginn eftir að það var sent. Í fyrra hóf embættið að birta bréf vegna frumkvæðisathugana samdægurs á vef umboðsmanns, annars vegar vegna athugunar á málefnum Landspítalans og hins vegar Litla-Hrauns. Hins vegar töldu sumir lögfræðinganna það ekki vandaða stjórnsýsluhætti að birta slíkt samdægurs, eðlilegra væri að gefa málsaðilum færi á að svara áður en þau væru birt opinberlega.Hröð afgreiðsla málsins Málið hefur fengið hraða afgreiðslu hjá umboðsmanni, sem oft hefur verið gagnrýndur fyrir hæga afgreiðslu. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst telur embættið að málið sé þannig vaxið að nauðsynlegt sé að hraða afgreiðslu þess eins og kostur er. Eðli mála hafi mikið um það að segja hversu mikið þeim er hraðað og hvorki þingið, ráðuneytið né ráðherrann geti unað því að afgreiðsla þess dragist á langinn.Tryggvi GunnarssonEmbætti umboðsmanns Alþingis Svíar urðu fyrstir þjóða til að setja á stofn embætti umboðsmanns en ákvæði um það hafa verið í sænsku stjórnarskránni frá árinu 1809. Á Íslandi komu fyrst fram hugmyndir að stofnun slíks embættis á Alþingi árið 1963 en það var ekki fyrr en 1. janúar 1988 að fyrstu lögin um umboðsmann Alþingis tóku gildi. Aðeins tveir menn hafa verið kosnir í embættið frá stofnun þess, Gaukur Jörundsson, sem gegndi því frá árinu 1988 til 1998 þegar hann forfallaðist og Tryggvi Gunnarsson núverandi umboðsmaður var fenginn til að leysa hann af. Tryggvi var síðan kjörinn umboðsmaður Alþingis frá 1. janúar 2000 og hefur gegnt því síðan utan hlés þegar hann sat í rannsóknarnefnd Alþingis. Álit og niðurstöður umboðsmanns Alþingis eru ekki bindandi fyrir stjórnvöld en sæti athafnir stjórnvalds aðfinnslum eða gagnrýni umboðsmanns getur hann beint til þess tilmælum um úrbætur. Þá getur umboðsmaður meðal annars látið í ljós álit sitt á því hvort tiltekin athöfn sé í samræmi við lög eða vandaða stjórnsýsluhætti.*Uppfært: Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar stóð að bréf umboðsmanns Alþingis til innanríkisráðherra hefði verið birt opinberlega samdægurs og það var sent. Hið rétta er að það var birt daginn eftir að það var sent.
Alþingi Lekamálið Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira