Enn meira aðhalds krafist í fjárlagafrumvarpi næsta árs Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. september 2014 11:41 Ragnheiður Ríkharðsdóttir. Vísir Fjárlög ársins 2015 gera ráð fyrir því að framlög til vegamála muni einungis aukast um einn milljarð króna frá fyrra ári. Þetta er þriðjungur af því sem gert hafði verið ráð fyrir í Samgönguáætlun. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í fjárlögum sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun kynna venju samkvæmt á blaðamannafundi í Salnum í Kópavogi í dag. Hann hefur hingað til lítið vilja gefa upp um einstaka liði fjárlagafrumvarpsins. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag. Heimildir Fréttablaðsins herma þar að auki að fjárheimildir nokkurra stofnana muni dragast saman. Þeirra á meðal eru umboðsmaður skuldara, Vinnumálastofnun og skattrannsóknarstjóri. Skorið verður niður í fjárheimildum til umboðsmanns skuldara um fjörutíu prósent. Hjá embættinu er gert ráð fyrir að fjórir starfsmenn á tímabundnum ráðningarsamningum þurfi að hætta störfum um áramót. Einnig mun umboðsmaður skuldara þurfa að huga að nýju húsnæði fyrir starfsemi sína. Við það bætast uppsagnir í síðasta mánuði. Gert er ráð fyrir að samdráttur hjá skattrannsóknarstjóra þýði að starfsmönnum stofnunarinnar fækki um fimm, en þeir eru núna 29. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að helstu atriði fjárlagafrumvarpsins hafi verið kynnt þingmönnum flokksins á fundi í Vestmannaeyjum. „Ég er sátt við margt af því sem þar kemur fram,“ segir Ragnheiður og bendir á að fjárlagafrumvarpið sé í takt við margt af því sem sjálfstæðismenn hafi lagt áherslu á. „Það er eru alltaf skiptar skoðanir um fjárlagafrumvarpið og ég hef enga trú á því að það verði neitt öðruvísi nú en áður,“ segir hún, aðspurð um hvort frumvarpið muni valda deilum. Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Fjárlög ársins 2015 gera ráð fyrir því að framlög til vegamála muni einungis aukast um einn milljarð króna frá fyrra ári. Þetta er þriðjungur af því sem gert hafði verið ráð fyrir í Samgönguáætlun. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í fjárlögum sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun kynna venju samkvæmt á blaðamannafundi í Salnum í Kópavogi í dag. Hann hefur hingað til lítið vilja gefa upp um einstaka liði fjárlagafrumvarpsins. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag. Heimildir Fréttablaðsins herma þar að auki að fjárheimildir nokkurra stofnana muni dragast saman. Þeirra á meðal eru umboðsmaður skuldara, Vinnumálastofnun og skattrannsóknarstjóri. Skorið verður niður í fjárheimildum til umboðsmanns skuldara um fjörutíu prósent. Hjá embættinu er gert ráð fyrir að fjórir starfsmenn á tímabundnum ráðningarsamningum þurfi að hætta störfum um áramót. Einnig mun umboðsmaður skuldara þurfa að huga að nýju húsnæði fyrir starfsemi sína. Við það bætast uppsagnir í síðasta mánuði. Gert er ráð fyrir að samdráttur hjá skattrannsóknarstjóra þýði að starfsmönnum stofnunarinnar fækki um fimm, en þeir eru núna 29. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að helstu atriði fjárlagafrumvarpsins hafi verið kynnt þingmönnum flokksins á fundi í Vestmannaeyjum. „Ég er sátt við margt af því sem þar kemur fram,“ segir Ragnheiður og bendir á að fjárlagafrumvarpið sé í takt við margt af því sem sjálfstæðismenn hafi lagt áherslu á. „Það er eru alltaf skiptar skoðanir um fjárlagafrumvarpið og ég hef enga trú á því að það verði neitt öðruvísi nú en áður,“ segir hún, aðspurð um hvort frumvarpið muni valda deilum.
Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira