Enn meira aðhalds krafist í fjárlagafrumvarpi næsta árs Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. september 2014 11:41 Ragnheiður Ríkharðsdóttir. Vísir Fjárlög ársins 2015 gera ráð fyrir því að framlög til vegamála muni einungis aukast um einn milljarð króna frá fyrra ári. Þetta er þriðjungur af því sem gert hafði verið ráð fyrir í Samgönguáætlun. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í fjárlögum sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun kynna venju samkvæmt á blaðamannafundi í Salnum í Kópavogi í dag. Hann hefur hingað til lítið vilja gefa upp um einstaka liði fjárlagafrumvarpsins. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag. Heimildir Fréttablaðsins herma þar að auki að fjárheimildir nokkurra stofnana muni dragast saman. Þeirra á meðal eru umboðsmaður skuldara, Vinnumálastofnun og skattrannsóknarstjóri. Skorið verður niður í fjárheimildum til umboðsmanns skuldara um fjörutíu prósent. Hjá embættinu er gert ráð fyrir að fjórir starfsmenn á tímabundnum ráðningarsamningum þurfi að hætta störfum um áramót. Einnig mun umboðsmaður skuldara þurfa að huga að nýju húsnæði fyrir starfsemi sína. Við það bætast uppsagnir í síðasta mánuði. Gert er ráð fyrir að samdráttur hjá skattrannsóknarstjóra þýði að starfsmönnum stofnunarinnar fækki um fimm, en þeir eru núna 29. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að helstu atriði fjárlagafrumvarpsins hafi verið kynnt þingmönnum flokksins á fundi í Vestmannaeyjum. „Ég er sátt við margt af því sem þar kemur fram,“ segir Ragnheiður og bendir á að fjárlagafrumvarpið sé í takt við margt af því sem sjálfstæðismenn hafi lagt áherslu á. „Það er eru alltaf skiptar skoðanir um fjárlagafrumvarpið og ég hef enga trú á því að það verði neitt öðruvísi nú en áður,“ segir hún, aðspurð um hvort frumvarpið muni valda deilum. Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Fjárlög ársins 2015 gera ráð fyrir því að framlög til vegamála muni einungis aukast um einn milljarð króna frá fyrra ári. Þetta er þriðjungur af því sem gert hafði verið ráð fyrir í Samgönguáætlun. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í fjárlögum sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun kynna venju samkvæmt á blaðamannafundi í Salnum í Kópavogi í dag. Hann hefur hingað til lítið vilja gefa upp um einstaka liði fjárlagafrumvarpsins. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag. Heimildir Fréttablaðsins herma þar að auki að fjárheimildir nokkurra stofnana muni dragast saman. Þeirra á meðal eru umboðsmaður skuldara, Vinnumálastofnun og skattrannsóknarstjóri. Skorið verður niður í fjárheimildum til umboðsmanns skuldara um fjörutíu prósent. Hjá embættinu er gert ráð fyrir að fjórir starfsmenn á tímabundnum ráðningarsamningum þurfi að hætta störfum um áramót. Einnig mun umboðsmaður skuldara þurfa að huga að nýju húsnæði fyrir starfsemi sína. Við það bætast uppsagnir í síðasta mánuði. Gert er ráð fyrir að samdráttur hjá skattrannsóknarstjóra þýði að starfsmönnum stofnunarinnar fækki um fimm, en þeir eru núna 29. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að helstu atriði fjárlagafrumvarpsins hafi verið kynnt þingmönnum flokksins á fundi í Vestmannaeyjum. „Ég er sátt við margt af því sem þar kemur fram,“ segir Ragnheiður og bendir á að fjárlagafrumvarpið sé í takt við margt af því sem sjálfstæðismenn hafi lagt áherslu á. „Það er eru alltaf skiptar skoðanir um fjárlagafrumvarpið og ég hef enga trú á því að það verði neitt öðruvísi nú en áður,“ segir hún, aðspurð um hvort frumvarpið muni valda deilum.
Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira