Innlent

Mikilvægt að fara í uppbyggingarstarf

Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar.
Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar.
„Það sem mér finnst blasa við er að það eru til peningar,“ segir Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar. „Það er hægt að setja pening í uppbyggingu í heilbrigðismálum, í menntakerfið og vegakerfið og greiða niður opinberar skuldir sem væri nú það besta sem við myndum gera,“ segir hann. Það blasi við að það sé pólitísk ákvörðun og lýsi pólitískri forgangsröðun að gera það ekki. „Mér finnst það vera stærstu tíðindin í þessu. Sem koma svo sem ekkert á óvart. Það blasti við, en er staðfest núna,“ segir Guðmundur.

Guðmundur fagnar því þó að bætt sé í rannsóknarsjóðina. Þannig mun framlag til Rannsóknarsjóðs hækka um 360 milljónir króna frá fjárlögum yfirstandandi árs og einnig er gert ráð fyrir að framlög í Tækniþróunarsjóð hækki. „Ég hefði viljað sjá meira af slíkum hlutum,“ segir hann. Eftir djúpa lægð og mikinn niðurskurð þurfi að fara í öflugt uppbyggingarstarf. „Ég hefði viljað sjá fjárlög sem sýndu fram á að það væri farið í það,“ segir Guðmundur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×