Landspítali þarf meira fé Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. september 2014 07:15 Páll Matthíasson segir að jákvæða þætti sé að finna í fjárlagafrumvarpinu en spítalinn þurfi meira fé. fréttablaðið/vilhelm Í nýju fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2015 er gert ráð fyrir að rekstrargjöld Landspítala – háskólasjúkrahúss verði 44,98 milljarðar króna og hækki um 1,95 milljarða króna að meðtöldum launa- og verðlagsbreytingum frá gildandi fjárlögum. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss, segir að enn þá sé Landspítalinn að fá um 10% minna fé úr ríkissjóði en hann gerði árið 2008 miðað við fast verðlag. „Staðreyndin er sú að við þurfum meira, bæði í rekstrargrunn og ekki síður í viðhald húsnæðis sem hefur verið ábótavant,“ segir Páll Matthíasson. Hann segir þó jákvæða þætti vera í fjárlagafrumvarpinu. „Það er vissulega gott að sjá að ríkisstjórnin stendur við tækjakaupaáætlun sína, sem lagt var upp með, á næsta ári. En það er ljóst að miðað við þau verkefni sem við þurfum að sinna þá skortir enn upp á rekstrargrundvöll,“ segir Páll. Þarna séu ýmsar ástæður að baki. „Auk meira álags þá skortir meðal annars verulega upp á að við fáum kjarasamningsbundnar hækkanir á launum að fullu bættar,“ segir hann. Þessar kjarabætur séu því teknar af rekstrarfé Landspítalans. Einnig sé fjárveiting til viðhalds húsnæðis ekki í neinu samræmi við þörfina. „Í heildina skortir okkur um fjögur prósent í viðbót til að rekstrargrunnur sé í samræmi við verkefnin og til að hægt sé að sinna bráðaviðhaldi húsnæðis. Á síðasta ári mætti Landspítali miklum skilningi Alþingis og við treystum því að svo verði einnig að þessu sinni og Alþingi veiti Landspítala fjárveitingar sem duga til að sinna lögbundnum verkefnum og standast fjárlög.“ Alþingi Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Tilnefnir nýjan þingflokksformann á morgun Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira
Í nýju fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2015 er gert ráð fyrir að rekstrargjöld Landspítala – háskólasjúkrahúss verði 44,98 milljarðar króna og hækki um 1,95 milljarða króna að meðtöldum launa- og verðlagsbreytingum frá gildandi fjárlögum. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss, segir að enn þá sé Landspítalinn að fá um 10% minna fé úr ríkissjóði en hann gerði árið 2008 miðað við fast verðlag. „Staðreyndin er sú að við þurfum meira, bæði í rekstrargrunn og ekki síður í viðhald húsnæðis sem hefur verið ábótavant,“ segir Páll Matthíasson. Hann segir þó jákvæða þætti vera í fjárlagafrumvarpinu. „Það er vissulega gott að sjá að ríkisstjórnin stendur við tækjakaupaáætlun sína, sem lagt var upp með, á næsta ári. En það er ljóst að miðað við þau verkefni sem við þurfum að sinna þá skortir enn upp á rekstrargrundvöll,“ segir Páll. Þarna séu ýmsar ástæður að baki. „Auk meira álags þá skortir meðal annars verulega upp á að við fáum kjarasamningsbundnar hækkanir á launum að fullu bættar,“ segir hann. Þessar kjarabætur séu því teknar af rekstrarfé Landspítalans. Einnig sé fjárveiting til viðhalds húsnæðis ekki í neinu samræmi við þörfina. „Í heildina skortir okkur um fjögur prósent í viðbót til að rekstrargrunnur sé í samræmi við verkefnin og til að hægt sé að sinna bráðaviðhaldi húsnæðis. Á síðasta ári mætti Landspítali miklum skilningi Alþingis og við treystum því að svo verði einnig að þessu sinni og Alþingi veiti Landspítala fjárveitingar sem duga til að sinna lögbundnum verkefnum og standast fjárlög.“
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Tilnefnir nýjan þingflokksformann á morgun Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira