Framtíð stefnumótunar og áætlanagerðar hins opinbera Héðinn Unnsteinsson og Pétur Berg Matthíasson skrifar 13. september 2014 07:00 Í vor mælti fjármála- og efnahagsráðherra fyrir frumvarpi til laga um opinber fjármál. Frumvarpið felur í sér heildarlöggjöf um fjármál ríkis og sveitarfélaga þar sem áhersla er lögð á langtímastefnumörkun opinberra fjármála, aukinn aga við framkvæmd fjárlaga og markviss tengsl almannafjár við stefnur og áætlanir. Mörg markverð nýmæli má finna í frumvarpinu sem munu hafa veruleg áhrif á fyrirkomulag ríkisrekstrarins ef það verður að lögum, en fjármála- og efnahagsráðherra mun leggja frumvarpið fram á ný á haustþingi. Markvissari stefnumótun Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að verulegar breytingar verði gerðar á skipulagi og vinnulagi við stefnumótun og áætlanagerð hins opinbera. Skilgreina á stefnu fyrir málefnasvið og málaflokka samhliða fækkun fjárlagaliða. Hver ráðherra á síðan að setja fram stefnu fyrir þau málefnasvið og málaflokka sem hann ber ábyrgð á til eigi skemmri tíma en fimm ára. Málefnasviðsstefnur munu í raun leiða hvert svið og áætlanir málaflokka. Gera má ráð fyrir að fjöldi málefnasviða í fjárlagafrumvarpi telji um þrjá tugi og að fjöldi málaflokka verði um fimm til sjö að meðaltali á hvert málefnasvið. Með markvissri fækkun fjárlagaliða og tilkomu málefnasviðsstefna tekst m.a. að skapa skýrari grundvöll fyrir tengingu á milli stefnumótunar og úthlutunar fjárveitinga. Í frumvarpinu er því gert ráð fyrir vandaðri stefnumótun fyrir málefnasvið og málaflokka sem hlutaðeigandi fagráðherra ber ábyrgð á. Í stefnu fyrir málefnasvið og málaflokka skal meðal annars greint frá gæða- og þjónustumarkmiðum og hvernig markmiðum verði náð með tilliti til fjármuna. Forsenda stefnumótunar fyrir málefnasvið er ríkt samstarf ráðuneyta og ríkisstofnana, en þær eiga m.a. að móta stefnu á hverju ári fyrir starfsemi sína til næstu þriggja ára. Þar skal m.a. greint frá markmiðum og almennum áherslum og hvernig áætlaðar fjárveitingar til stofnana samræmast annars vegar markmiðum í rekstri hlutaðeigandi stofnunar og hins vegar þeim gæða- og þjónustumarkmiðum sem fram koma í málefnasviðsstefnu. Auka stefnumótunarþekkingu Árið 2012 var gerð greining á helstu stefnum og áætlunum ríkisins. Eitt af því sem kom fram í þeirri greiningu var að stefnur og áætlanir þurfa að vera fjármagnaðar svo að þær verði framkvæmdar og nái markmiðum sínum. Með frumvarpi um opinber fjármál er stigið stórt skref í þá átt. Greiningin leiddi einnig í ljós að stefnur og áætlanir ríkisins segja til um hvað þær ætla að gera en leiða í fæstum tilfellum til framkvæmda. Þá reyndist samhæfingu þeirra vera ábótavant, þær eru of margar, framkvæmda- og ábyrgðaraðilar aðgerða eru ekki ávallt skilgreindir auk þess sem sjaldan voru settir fram hlutlægir árangursmælikvarðar. Í skýrslu forsætisráðuneytisins, Samhent stjórnsýsla (2010), kemur m.a. fram að styrkja þurfi getu og hæfni ráðuneyta til stefnumótunar og tryggja nauðsynlega sérþekkingu. Ef frumvarp um opinber fjármál verður að lögum er líklegt að álag vegna undirbúnings stefnumótunar verði umtalsvert. Brýnt verður að auka þekkingu og færni innan stjórnsýslunnar á stefnumótun og áætlanagerð til lengri tíma með áherslu á faglega framsetningu markmiða, víðtækt samráð, markvissa innleiðingu og eftirfylgni. Næstu skref Við mótun málefnasviðsstefna munu ráðuneyti og stofnanir geta stuðst við handbók fyrir starfsmenn Stjórnarráðsins um stefnumótun og áætlanagerð. Gert er ráð fyrir að forsætisráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið styðji við og hafi eftirlit með framsetningu stefnumótunar innan ráðuneyta. Til að auka yfirsýn og samhæfingu málefnasviðsstefna eru uppi hugmyndir um stofnun samráðshóps (e. policy profession board) allra ráðuneyta. Slík samhæfing þvert á kerfið yrði til mikilla bóta í „lóðréttum“ kerfum þar sem áskoranir eru í auknum mæli „láréttar“. Það er framundan breytt vinnulag sem hefur í för með sér markvissari stefnumótun, skýrari framtíðarsýn og aukinn stöðugleika í íslenskri stjórnsýslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Héðinn Unnsteinsson Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Í vor mælti fjármála- og efnahagsráðherra fyrir frumvarpi til laga um opinber fjármál. Frumvarpið felur í sér heildarlöggjöf um fjármál ríkis og sveitarfélaga þar sem áhersla er lögð á langtímastefnumörkun opinberra fjármála, aukinn aga við framkvæmd fjárlaga og markviss tengsl almannafjár við stefnur og áætlanir. Mörg markverð nýmæli má finna í frumvarpinu sem munu hafa veruleg áhrif á fyrirkomulag ríkisrekstrarins ef það verður að lögum, en fjármála- og efnahagsráðherra mun leggja frumvarpið fram á ný á haustþingi. Markvissari stefnumótun Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að verulegar breytingar verði gerðar á skipulagi og vinnulagi við stefnumótun og áætlanagerð hins opinbera. Skilgreina á stefnu fyrir málefnasvið og málaflokka samhliða fækkun fjárlagaliða. Hver ráðherra á síðan að setja fram stefnu fyrir þau málefnasvið og málaflokka sem hann ber ábyrgð á til eigi skemmri tíma en fimm ára. Málefnasviðsstefnur munu í raun leiða hvert svið og áætlanir málaflokka. Gera má ráð fyrir að fjöldi málefnasviða í fjárlagafrumvarpi telji um þrjá tugi og að fjöldi málaflokka verði um fimm til sjö að meðaltali á hvert málefnasvið. Með markvissri fækkun fjárlagaliða og tilkomu málefnasviðsstefna tekst m.a. að skapa skýrari grundvöll fyrir tengingu á milli stefnumótunar og úthlutunar fjárveitinga. Í frumvarpinu er því gert ráð fyrir vandaðri stefnumótun fyrir málefnasvið og málaflokka sem hlutaðeigandi fagráðherra ber ábyrgð á. Í stefnu fyrir málefnasvið og málaflokka skal meðal annars greint frá gæða- og þjónustumarkmiðum og hvernig markmiðum verði náð með tilliti til fjármuna. Forsenda stefnumótunar fyrir málefnasvið er ríkt samstarf ráðuneyta og ríkisstofnana, en þær eiga m.a. að móta stefnu á hverju ári fyrir starfsemi sína til næstu þriggja ára. Þar skal m.a. greint frá markmiðum og almennum áherslum og hvernig áætlaðar fjárveitingar til stofnana samræmast annars vegar markmiðum í rekstri hlutaðeigandi stofnunar og hins vegar þeim gæða- og þjónustumarkmiðum sem fram koma í málefnasviðsstefnu. Auka stefnumótunarþekkingu Árið 2012 var gerð greining á helstu stefnum og áætlunum ríkisins. Eitt af því sem kom fram í þeirri greiningu var að stefnur og áætlanir þurfa að vera fjármagnaðar svo að þær verði framkvæmdar og nái markmiðum sínum. Með frumvarpi um opinber fjármál er stigið stórt skref í þá átt. Greiningin leiddi einnig í ljós að stefnur og áætlanir ríkisins segja til um hvað þær ætla að gera en leiða í fæstum tilfellum til framkvæmda. Þá reyndist samhæfingu þeirra vera ábótavant, þær eru of margar, framkvæmda- og ábyrgðaraðilar aðgerða eru ekki ávallt skilgreindir auk þess sem sjaldan voru settir fram hlutlægir árangursmælikvarðar. Í skýrslu forsætisráðuneytisins, Samhent stjórnsýsla (2010), kemur m.a. fram að styrkja þurfi getu og hæfni ráðuneyta til stefnumótunar og tryggja nauðsynlega sérþekkingu. Ef frumvarp um opinber fjármál verður að lögum er líklegt að álag vegna undirbúnings stefnumótunar verði umtalsvert. Brýnt verður að auka þekkingu og færni innan stjórnsýslunnar á stefnumótun og áætlanagerð til lengri tíma með áherslu á faglega framsetningu markmiða, víðtækt samráð, markvissa innleiðingu og eftirfylgni. Næstu skref Við mótun málefnasviðsstefna munu ráðuneyti og stofnanir geta stuðst við handbók fyrir starfsmenn Stjórnarráðsins um stefnumótun og áætlanagerð. Gert er ráð fyrir að forsætisráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið styðji við og hafi eftirlit með framsetningu stefnumótunar innan ráðuneyta. Til að auka yfirsýn og samhæfingu málefnasviðsstefna eru uppi hugmyndir um stofnun samráðshóps (e. policy profession board) allra ráðuneyta. Slík samhæfing þvert á kerfið yrði til mikilla bóta í „lóðréttum“ kerfum þar sem áskoranir eru í auknum mæli „láréttar“. Það er framundan breytt vinnulag sem hefur í för með sér markvissari stefnumótun, skýrari framtíðarsýn og aukinn stöðugleika í íslenskri stjórnsýslu.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun