Byggðastofnun verði réttum megin við núll Freyr Bjarnason skrifar 15. september 2014 12:00 þóroddur bjarnason Stjórnarformaðurinn er ánægður með að stofnunin hefur verið rekin með hagnaði að undanförnu. Fréttablaðið/VÖlundur Þóroddur Bjarnason, stjórnarformaður Byggðastofnunar, vonast til að stofnunin verði áfram rekin réttum megin við núllið það sem eftir er ársins. Á dögunum greindi Fréttablaðið frá því að hagnaður Byggðastofnunar á fyrri helmingi ársins hefði numið 75 milljónum króna miðað við 184 milljóna hagnað á sama tíma í fyrra. „Ástæðan fyrir því að stofnunin er í plús núna fyrstu sex mánuðina og verður það að óbreyttu um áramót er að það eru minni færslur á afskriftareikning vegna þess að fyrirtæki á starfssvæði Byggðastofnunar standa betur,“ segir Þóroddur aðspurður. Hann bætir við að lágmark af eigið fé sé 8 prósent af áhættugrunni en stofnunin sé með í kringum 16 prósent. „Þetta þýðir að stofnunin getur sinnt þessu hlutverki sínu að lána það sem bankarnir eru tregir til að lána.“ Samkvæmt lögum á Byggðastofnun að varðveita eigið fé, þ.e. þá skal lánastarfsemin standa undir sér. „Þetta er náttúrulega ekki hægt. Það er ástæða fyrir því að bankarnir fara ekki inn. Þeir treysta sér ekki til þess,“ segir Þóroddur. Honum finnst óþægilegt að hlutunum sé iðulega stillt þannig upp að stofnunin eigi að varðveita eigið fé og það sé lögbrot ef hún gerir það ekki. „Menn segja oft að það sé greinilegt að þessi rekstur sé furðulegur og það sé alltaf tap á þessari starfsemi, í staðinn fyrir að gera eins og gert er í nágrannalöndunum þar sem ríkið leggur ákveðna upphæð til svona starfsemi og svo er mönnum í alvöru gert að halda sig innan rammans.“ Þóroddur segir meginástæðuna fyrir hagnaðinum af rekstri Byggðastofnunar í fyrra vera dómsmál sem hún vann gegn Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis vegna peninga sem stofnunin átti þar inni. „Við vorum mjög nálægt núllinu en síðan kemur þessi glaðningur að vinna mál sem verður til þess að stofnunin skilar hagnaði,“ segir hann og tekur fram að í sjálfu sér eigi Byggðastofnun að vera rekin á núlli. Hann bætir við að jöfnun gengismunar hafi einnig átt þátt í betri stöðu Byggðastofnunar. Það þýðir að það sem stofnunin hefur tekið í erlendum lánum er svipuð upphæð og staðan er á erlendum lánum stofnunarinnar til viðskiptavina sinna. „Þetta er tæknilegt atriði en skiptir gríðarlega miklu máli,“ segir stjórnarformaðurinn. Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Sjá meira
Þóroddur Bjarnason, stjórnarformaður Byggðastofnunar, vonast til að stofnunin verði áfram rekin réttum megin við núllið það sem eftir er ársins. Á dögunum greindi Fréttablaðið frá því að hagnaður Byggðastofnunar á fyrri helmingi ársins hefði numið 75 milljónum króna miðað við 184 milljóna hagnað á sama tíma í fyrra. „Ástæðan fyrir því að stofnunin er í plús núna fyrstu sex mánuðina og verður það að óbreyttu um áramót er að það eru minni færslur á afskriftareikning vegna þess að fyrirtæki á starfssvæði Byggðastofnunar standa betur,“ segir Þóroddur aðspurður. Hann bætir við að lágmark af eigið fé sé 8 prósent af áhættugrunni en stofnunin sé með í kringum 16 prósent. „Þetta þýðir að stofnunin getur sinnt þessu hlutverki sínu að lána það sem bankarnir eru tregir til að lána.“ Samkvæmt lögum á Byggðastofnun að varðveita eigið fé, þ.e. þá skal lánastarfsemin standa undir sér. „Þetta er náttúrulega ekki hægt. Það er ástæða fyrir því að bankarnir fara ekki inn. Þeir treysta sér ekki til þess,“ segir Þóroddur. Honum finnst óþægilegt að hlutunum sé iðulega stillt þannig upp að stofnunin eigi að varðveita eigið fé og það sé lögbrot ef hún gerir það ekki. „Menn segja oft að það sé greinilegt að þessi rekstur sé furðulegur og það sé alltaf tap á þessari starfsemi, í staðinn fyrir að gera eins og gert er í nágrannalöndunum þar sem ríkið leggur ákveðna upphæð til svona starfsemi og svo er mönnum í alvöru gert að halda sig innan rammans.“ Þóroddur segir meginástæðuna fyrir hagnaðinum af rekstri Byggðastofnunar í fyrra vera dómsmál sem hún vann gegn Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis vegna peninga sem stofnunin átti þar inni. „Við vorum mjög nálægt núllinu en síðan kemur þessi glaðningur að vinna mál sem verður til þess að stofnunin skilar hagnaði,“ segir hann og tekur fram að í sjálfu sér eigi Byggðastofnun að vera rekin á núlli. Hann bætir við að jöfnun gengismunar hafi einnig átt þátt í betri stöðu Byggðastofnunar. Það þýðir að það sem stofnunin hefur tekið í erlendum lánum er svipuð upphæð og staðan er á erlendum lánum stofnunarinnar til viðskiptavina sinna. „Þetta er tæknilegt atriði en skiptir gríðarlega miklu máli,“ segir stjórnarformaðurinn.
Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Sjá meira