Ríkið fái auknar heimildir til að halda í starfsfólk Guðlaug Kristjánsdóttir skrifar 2. október 2014 07:00 Umræða að undanförnu um meinta nauðsyn þess að auðvelda uppsagnir og brottrekstur ríkisstarfsmanna er verulega umhugsunarverð, jafnvel varhugaverð. Umhugsunarverð vegna þess að hún endurspeglar þröngsýni, jafnvel rörsýni málshefjenda, og varhugaverð vegna þess að endurtekning fullyrðinga sem þessara getur orðið til þess að festa þær í sessi sem sannindi. Sannleikurinn er nefnilega sá að uppsagnir ríkisstarfsmanna eru býsna tíðar, enda reynir þar í fæstum tilfellum á hina svokölluðu áminningarskyldu. Svo ekki sé nú minnst á þá staðreynd að áminningar eiga ekki að vera tæki til uppsagna, heldur tæki til að aðstoða starfsmenn við að bæta frammistöðu sína. Mannauðsmál ríkisins þarfnast sannarlega endurskoðunar, en að einblína á áminningarskyldu þegar þau eru rædd felur í sér mikla smættun.Mannauðsmál ríkisins Í skýrslu til Alþingis sem Ríkisendurskoðun birti árið 2011 um mannauðsmál hjá ríkinu (skýrsla nr. 2) er bent á margt sem betur má fara, eigi þeir fjármunir sem ríkið ver til starfsmannahalds að nýtast vel. Þar er meðal annars rætt um kynslóðaskipti í mannaflanum, að fjöldi starfsmanna sé að komast á aldur og að erfitt kunni að reynast að fylla í skörðin þar sem starfsmannavelta sé mikil í yngri hópunum. Tryggð við vinnustaðinn sé umtalsvert minni meðal ungu starfsmannanna nú en áður var. Minnst er á launamun milli opinbers og almenns vinnumarkaðar sem mögulegan orsakavald í starfsmannaveltu, vaxandi álag á starfsfólk, skort á tengslum milli frammistöðu og launa og síðast en ekki síst vöntun á langtímastefnu ríkisins í mannauðsmálum. Orðrétt segir í skýrslunni: „Ríkið þarf að gera sér grein fyrir hvers konar atvinnurekandi það vill vera og hvernig það geti laðað til sín ungt og hæft starfsfólk og haldið því.“ Vel færi á því að þingmenn sem telja þörf á aukinni skilvirkni við uppsagnir og brottrekstur ríkisstarfsmanna tækju þessar ábendingar með í umræðuna og lýstu því hvernig þeir vilji stuðla að því að ríkið geti haldið betur í starfsfólkið sitt. Sífelldar endurráðningar og stutt stopp fólks í störfum eru samfélaginu dýrkeypt, bæði vegna þess að starfsmannavelta er dýr í krónum og aurum og eins vegna þess að erfitt er að viðhalda öflugri starfsemi þegar hlutfall „starfsmanna í þjálfun“ er hátt.Atgervisflótti Kjarasamningum aðildarfélaga BHM við ríkið hafa að undanförnu fylgt bókanir og yfirlýsingar um úrbætur í takt við ábendingar Ríkisendurskoðunar frá 2011. Í inngangsorðum samninganna sem giltu frá 2011 til 2014 segir m.a. berum orðum: „Stemma þarf stigu við atgervisflótta.“ Þrátt fyrir viðurkennda og yfirlýsta þörf til að halda betur í það fólk sem ræður sig til starfa hjá ríkinu hefur hingað til verið fátt um efndir. Mjög er á brattann að sækja hvað launakjör varðar, vegið er að réttindum starfsmanna og leitast við að þyngja skyldur. Bókanir í samningum um að aðilar meti í sameiningu möguleika á úrbótum í mannauðsmálum eru innantóm orð nema kraftur verði settur í að fylgja þeim eftir. Samkvæmt heimasíðu fjármála- og efnahagsráðuneytisins heyra tíu starfsmenn undir kjara- og mannauðssýslu ríkisins. Ein af ábendingum Ríkisendurskoðunar lýtur einmitt að því að starfsmannaskrifstofan, sem nú heitir kjara- og mannauðssvið, verði efld. Íslenska ríkið er stór vinnuveitandi og full ástæða er fyrir þingmenn sem vilja auka skilvirkni í starfsemi ríkisins og bæta starfsmannamál ríkisins að beita sér fyrir því að styrkja kjara- og mannauðssýsluna til framfara. Gildandi kjarasamningar aðildarfélaga BHM spanna 13 mánuði og af þeim átta bókunum sem þeim fylgja kalla a.m.k. fimm á umtalsverða yfirlegu af hálfu aðila. Það hlýtur að vera nóg að gera hjá kjara- og mannauðssýslunni, ekki síst í ljósi þess að viðsemjendur ríkisins eru mun fleiri og sumir enn í Karphúsinu þessa dagana. BHM hvetur alla þingmenn eindregið til að kynna sér stöðu mannauðsmála ríkisins og axla ábyrgð sína á því verkefni að tryggja starfhæfar ríkisstofnanir til frambúðar. Meint tregða við að losna við ríkisstarfsmenn úr starfi er á góðri leið að verða fortíðarvandi og mál til komið að þingmenn snúi sér að raunverulegum vandamálum og horfi til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Sjá meira
Umræða að undanförnu um meinta nauðsyn þess að auðvelda uppsagnir og brottrekstur ríkisstarfsmanna er verulega umhugsunarverð, jafnvel varhugaverð. Umhugsunarverð vegna þess að hún endurspeglar þröngsýni, jafnvel rörsýni málshefjenda, og varhugaverð vegna þess að endurtekning fullyrðinga sem þessara getur orðið til þess að festa þær í sessi sem sannindi. Sannleikurinn er nefnilega sá að uppsagnir ríkisstarfsmanna eru býsna tíðar, enda reynir þar í fæstum tilfellum á hina svokölluðu áminningarskyldu. Svo ekki sé nú minnst á þá staðreynd að áminningar eiga ekki að vera tæki til uppsagna, heldur tæki til að aðstoða starfsmenn við að bæta frammistöðu sína. Mannauðsmál ríkisins þarfnast sannarlega endurskoðunar, en að einblína á áminningarskyldu þegar þau eru rædd felur í sér mikla smættun.Mannauðsmál ríkisins Í skýrslu til Alþingis sem Ríkisendurskoðun birti árið 2011 um mannauðsmál hjá ríkinu (skýrsla nr. 2) er bent á margt sem betur má fara, eigi þeir fjármunir sem ríkið ver til starfsmannahalds að nýtast vel. Þar er meðal annars rætt um kynslóðaskipti í mannaflanum, að fjöldi starfsmanna sé að komast á aldur og að erfitt kunni að reynast að fylla í skörðin þar sem starfsmannavelta sé mikil í yngri hópunum. Tryggð við vinnustaðinn sé umtalsvert minni meðal ungu starfsmannanna nú en áður var. Minnst er á launamun milli opinbers og almenns vinnumarkaðar sem mögulegan orsakavald í starfsmannaveltu, vaxandi álag á starfsfólk, skort á tengslum milli frammistöðu og launa og síðast en ekki síst vöntun á langtímastefnu ríkisins í mannauðsmálum. Orðrétt segir í skýrslunni: „Ríkið þarf að gera sér grein fyrir hvers konar atvinnurekandi það vill vera og hvernig það geti laðað til sín ungt og hæft starfsfólk og haldið því.“ Vel færi á því að þingmenn sem telja þörf á aukinni skilvirkni við uppsagnir og brottrekstur ríkisstarfsmanna tækju þessar ábendingar með í umræðuna og lýstu því hvernig þeir vilji stuðla að því að ríkið geti haldið betur í starfsfólkið sitt. Sífelldar endurráðningar og stutt stopp fólks í störfum eru samfélaginu dýrkeypt, bæði vegna þess að starfsmannavelta er dýr í krónum og aurum og eins vegna þess að erfitt er að viðhalda öflugri starfsemi þegar hlutfall „starfsmanna í þjálfun“ er hátt.Atgervisflótti Kjarasamningum aðildarfélaga BHM við ríkið hafa að undanförnu fylgt bókanir og yfirlýsingar um úrbætur í takt við ábendingar Ríkisendurskoðunar frá 2011. Í inngangsorðum samninganna sem giltu frá 2011 til 2014 segir m.a. berum orðum: „Stemma þarf stigu við atgervisflótta.“ Þrátt fyrir viðurkennda og yfirlýsta þörf til að halda betur í það fólk sem ræður sig til starfa hjá ríkinu hefur hingað til verið fátt um efndir. Mjög er á brattann að sækja hvað launakjör varðar, vegið er að réttindum starfsmanna og leitast við að þyngja skyldur. Bókanir í samningum um að aðilar meti í sameiningu möguleika á úrbótum í mannauðsmálum eru innantóm orð nema kraftur verði settur í að fylgja þeim eftir. Samkvæmt heimasíðu fjármála- og efnahagsráðuneytisins heyra tíu starfsmenn undir kjara- og mannauðssýslu ríkisins. Ein af ábendingum Ríkisendurskoðunar lýtur einmitt að því að starfsmannaskrifstofan, sem nú heitir kjara- og mannauðssvið, verði efld. Íslenska ríkið er stór vinnuveitandi og full ástæða er fyrir þingmenn sem vilja auka skilvirkni í starfsemi ríkisins og bæta starfsmannamál ríkisins að beita sér fyrir því að styrkja kjara- og mannauðssýsluna til framfara. Gildandi kjarasamningar aðildarfélaga BHM spanna 13 mánuði og af þeim átta bókunum sem þeim fylgja kalla a.m.k. fimm á umtalsverða yfirlegu af hálfu aðila. Það hlýtur að vera nóg að gera hjá kjara- og mannauðssýslunni, ekki síst í ljósi þess að viðsemjendur ríkisins eru mun fleiri og sumir enn í Karphúsinu þessa dagana. BHM hvetur alla þingmenn eindregið til að kynna sér stöðu mannauðsmála ríkisins og axla ábyrgð sína á því verkefni að tryggja starfhæfar ríkisstofnanir til frambúðar. Meint tregða við að losna við ríkisstarfsmenn úr starfi er á góðri leið að verða fortíðarvandi og mál til komið að þingmenn snúi sér að raunverulegum vandamálum og horfi til framtíðar.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar