Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir, Unnar Hermannsson og Halldór Halldórsson skrifa 20. desember 2024 14:31 Á síðustu vikum hefur Vestfirðingar vakið athygli á nauðsyn samgöngubóta í fjórðungnum undir merkjum „Vestfjarðalínu“. Þetta ákall um sterkari samgönguinnviði Vestfjarða vísar til öflugra heilsárstenginga innan atvinnusvæða, öruggari samgangna milli svæða, og að leiðin frá höfuðborgarsvæðinu yrði að mestu leyti láglendisvegur. Markmiðið hefur verið að blása í brjóst ráðamanna kjark til aukinnar uppbyggingar samgönguinnviða. Settur hefur verið upp sérstakur upplýsingavefur um „Vestfjarðalínuna“ þar sem nauðsynleg innviðaverkefni eru skilgreind. Þau snúa að jarðgangagerð og umfangsmiklum og mikilvægum vegabótum sem stytta ferðatíma, eykur umferðaöryggi og dregur úr viðhaldsþörf. Efnahagsævintýrið skilar miklu Samhliða ákalli til stórsóknar í uppbyggingu samgönguinnviða hefur atvinnulíf Vestfjarða minnt á skerf sinn til þjóðabúsins. Svæðið hefur notið mikillar velgengni og vaxtar í formi nýsköpunar og kraftmikils frumkvöðlastarfs. Þetta er efnahagsævintýri, byggir á miklum uppgangi Kerecis, fiskeldis og velgengni annarra fyrirtækja á svæðinu. Atvinnulíf á Vestfjarða hefur margfaldast að stærð á undanförnum árum í formi umsvifa og fjárfestingar í nýsköpun, lagareldi og þjónustu. Velta atvinnulífs Vestfjarða þrefaldaðist á árunum 2016-2023, og er hækkun húsnæðisverðs og fólksfjölgun til marks um efnahagsævintýrið sem þar á sér stað. Þessi kraftur í mannauði og uppbyggingu hefur skilað gríðarlegri aukningu skatttekna. Í nýrri skýrslu KPMG kemur fram að samfélagsspor Vestfjarða síðustu fimm ára er 25.5 milljarðar og hafi rúmlega fimmfaldast á fimm árum. Með samfélagsspori er átt við þá upphæð sem Vestfirðingar leggja til ríkissjóðs umfram það sem kemur til baka. Það sýnir að skattgreiðslur Vestfirðinga eru tvöfalt hærri en greiðslur ríkisins. Þetta rímar við nýlega frétt Byggðastofnunar sem sagði hæstar skatttekjur sveitarfélaga á hvern íbúa verið í landinu vera á Vestfjörðum. Svo hefur verið síðustu fjögur árin. Áframhaldið kallar á betri samgöngur Áframhald þessa efnahagsævintýris kallar á verulega uppbyggingu samgönguinnviða. Viljum við áfram standa fremst meðal þjóða í lífskjörum verðum við að styrkja vegakerfið. Það er mikilvægt fyrir Vestfirðinga og þjóðina í heild. Sáttmáli til 10 ára Við höfum hvatt til þess að ríkisvaldið, sveitarfélög og einkaaðilar leggi hönd á plóg við gerð sérstaks samgöngusáttmála fyrir Vestfirði þar sem samgöngum yrði lyft á viðunandi stig á næstu 10 árum. Fyrirmyndin er sótt til sáttamála sem gerður var um samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu. Nú reynir á þingmenn og nýja ríkisstjórn um frumkvæði og forystu til þessa verkefnis og tryggja greiða leið fyrir efnahagsævintýrið á Vestfjörðum. Mikilvægt skref væri að setja sérstakan samgöngusáttmála fyrir Vestfirði í stjórnarsáttmála. Undir liggja ekki aðeins hagsmunir Vestfirðinga heldur þjóðarinnar í heild. Frumkvæði í þessum efnum myndi tryggja vöxt og velsæld, Vestfirðinga sem og annarra. Nú reynir á þingmenn og ríkisstjórn um frumkvæði og forystu við gerð sérstaks samgöngusáttmála fyrir Vestfirði. Hann ætti heima í nýjum stjórnarsáttmála. Höfundar eru Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu, Unnar Hermannsson, framkvæmdastjóri Kubbs á Ísafirði og Halldór Halldórsson, forstjóri Íslenska kalkþörungafélagsins í Bíldudal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Á síðustu vikum hefur Vestfirðingar vakið athygli á nauðsyn samgöngubóta í fjórðungnum undir merkjum „Vestfjarðalínu“. Þetta ákall um sterkari samgönguinnviði Vestfjarða vísar til öflugra heilsárstenginga innan atvinnusvæða, öruggari samgangna milli svæða, og að leiðin frá höfuðborgarsvæðinu yrði að mestu leyti láglendisvegur. Markmiðið hefur verið að blása í brjóst ráðamanna kjark til aukinnar uppbyggingar samgönguinnviða. Settur hefur verið upp sérstakur upplýsingavefur um „Vestfjarðalínuna“ þar sem nauðsynleg innviðaverkefni eru skilgreind. Þau snúa að jarðgangagerð og umfangsmiklum og mikilvægum vegabótum sem stytta ferðatíma, eykur umferðaöryggi og dregur úr viðhaldsþörf. Efnahagsævintýrið skilar miklu Samhliða ákalli til stórsóknar í uppbyggingu samgönguinnviða hefur atvinnulíf Vestfjarða minnt á skerf sinn til þjóðabúsins. Svæðið hefur notið mikillar velgengni og vaxtar í formi nýsköpunar og kraftmikils frumkvöðlastarfs. Þetta er efnahagsævintýri, byggir á miklum uppgangi Kerecis, fiskeldis og velgengni annarra fyrirtækja á svæðinu. Atvinnulíf á Vestfjarða hefur margfaldast að stærð á undanförnum árum í formi umsvifa og fjárfestingar í nýsköpun, lagareldi og þjónustu. Velta atvinnulífs Vestfjarða þrefaldaðist á árunum 2016-2023, og er hækkun húsnæðisverðs og fólksfjölgun til marks um efnahagsævintýrið sem þar á sér stað. Þessi kraftur í mannauði og uppbyggingu hefur skilað gríðarlegri aukningu skatttekna. Í nýrri skýrslu KPMG kemur fram að samfélagsspor Vestfjarða síðustu fimm ára er 25.5 milljarðar og hafi rúmlega fimmfaldast á fimm árum. Með samfélagsspori er átt við þá upphæð sem Vestfirðingar leggja til ríkissjóðs umfram það sem kemur til baka. Það sýnir að skattgreiðslur Vestfirðinga eru tvöfalt hærri en greiðslur ríkisins. Þetta rímar við nýlega frétt Byggðastofnunar sem sagði hæstar skatttekjur sveitarfélaga á hvern íbúa verið í landinu vera á Vestfjörðum. Svo hefur verið síðustu fjögur árin. Áframhaldið kallar á betri samgöngur Áframhald þessa efnahagsævintýris kallar á verulega uppbyggingu samgönguinnviða. Viljum við áfram standa fremst meðal þjóða í lífskjörum verðum við að styrkja vegakerfið. Það er mikilvægt fyrir Vestfirðinga og þjóðina í heild. Sáttmáli til 10 ára Við höfum hvatt til þess að ríkisvaldið, sveitarfélög og einkaaðilar leggi hönd á plóg við gerð sérstaks samgöngusáttmála fyrir Vestfirði þar sem samgöngum yrði lyft á viðunandi stig á næstu 10 árum. Fyrirmyndin er sótt til sáttamála sem gerður var um samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu. Nú reynir á þingmenn og nýja ríkisstjórn um frumkvæði og forystu til þessa verkefnis og tryggja greiða leið fyrir efnahagsævintýrið á Vestfjörðum. Mikilvægt skref væri að setja sérstakan samgöngusáttmála fyrir Vestfirði í stjórnarsáttmála. Undir liggja ekki aðeins hagsmunir Vestfirðinga heldur þjóðarinnar í heild. Frumkvæði í þessum efnum myndi tryggja vöxt og velsæld, Vestfirðinga sem og annarra. Nú reynir á þingmenn og ríkisstjórn um frumkvæði og forystu við gerð sérstaks samgöngusáttmála fyrir Vestfirði. Hann ætti heima í nýjum stjórnarsáttmála. Höfundar eru Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu, Unnar Hermannsson, framkvæmdastjóri Kubbs á Ísafirði og Halldór Halldórsson, forstjóri Íslenska kalkþörungafélagsins í Bíldudal.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun