Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir, Unnar Hermannsson og Halldór Halldórsson skrifa 20. desember 2024 14:31 Á síðustu vikum hefur Vestfirðingar vakið athygli á nauðsyn samgöngubóta í fjórðungnum undir merkjum „Vestfjarðalínu“. Þetta ákall um sterkari samgönguinnviði Vestfjarða vísar til öflugra heilsárstenginga innan atvinnusvæða, öruggari samgangna milli svæða, og að leiðin frá höfuðborgarsvæðinu yrði að mestu leyti láglendisvegur. Markmiðið hefur verið að blása í brjóst ráðamanna kjark til aukinnar uppbyggingar samgönguinnviða. Settur hefur verið upp sérstakur upplýsingavefur um „Vestfjarðalínuna“ þar sem nauðsynleg innviðaverkefni eru skilgreind. Þau snúa að jarðgangagerð og umfangsmiklum og mikilvægum vegabótum sem stytta ferðatíma, eykur umferðaöryggi og dregur úr viðhaldsþörf. Efnahagsævintýrið skilar miklu Samhliða ákalli til stórsóknar í uppbyggingu samgönguinnviða hefur atvinnulíf Vestfjarða minnt á skerf sinn til þjóðabúsins. Svæðið hefur notið mikillar velgengni og vaxtar í formi nýsköpunar og kraftmikils frumkvöðlastarfs. Þetta er efnahagsævintýri, byggir á miklum uppgangi Kerecis, fiskeldis og velgengni annarra fyrirtækja á svæðinu. Atvinnulíf á Vestfjarða hefur margfaldast að stærð á undanförnum árum í formi umsvifa og fjárfestingar í nýsköpun, lagareldi og þjónustu. Velta atvinnulífs Vestfjarða þrefaldaðist á árunum 2016-2023, og er hækkun húsnæðisverðs og fólksfjölgun til marks um efnahagsævintýrið sem þar á sér stað. Þessi kraftur í mannauði og uppbyggingu hefur skilað gríðarlegri aukningu skatttekna. Í nýrri skýrslu KPMG kemur fram að samfélagsspor Vestfjarða síðustu fimm ára er 25.5 milljarðar og hafi rúmlega fimmfaldast á fimm árum. Með samfélagsspori er átt við þá upphæð sem Vestfirðingar leggja til ríkissjóðs umfram það sem kemur til baka. Það sýnir að skattgreiðslur Vestfirðinga eru tvöfalt hærri en greiðslur ríkisins. Þetta rímar við nýlega frétt Byggðastofnunar sem sagði hæstar skatttekjur sveitarfélaga á hvern íbúa verið í landinu vera á Vestfjörðum. Svo hefur verið síðustu fjögur árin. Áframhaldið kallar á betri samgöngur Áframhald þessa efnahagsævintýris kallar á verulega uppbyggingu samgönguinnviða. Viljum við áfram standa fremst meðal þjóða í lífskjörum verðum við að styrkja vegakerfið. Það er mikilvægt fyrir Vestfirðinga og þjóðina í heild. Sáttmáli til 10 ára Við höfum hvatt til þess að ríkisvaldið, sveitarfélög og einkaaðilar leggi hönd á plóg við gerð sérstaks samgöngusáttmála fyrir Vestfirði þar sem samgöngum yrði lyft á viðunandi stig á næstu 10 árum. Fyrirmyndin er sótt til sáttamála sem gerður var um samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu. Nú reynir á þingmenn og nýja ríkisstjórn um frumkvæði og forystu til þessa verkefnis og tryggja greiða leið fyrir efnahagsævintýrið á Vestfjörðum. Mikilvægt skref væri að setja sérstakan samgöngusáttmála fyrir Vestfirði í stjórnarsáttmála. Undir liggja ekki aðeins hagsmunir Vestfirðinga heldur þjóðarinnar í heild. Frumkvæði í þessum efnum myndi tryggja vöxt og velsæld, Vestfirðinga sem og annarra. Nú reynir á þingmenn og ríkisstjórn um frumkvæði og forystu við gerð sérstaks samgöngusáttmála fyrir Vestfirði. Hann ætti heima í nýjum stjórnarsáttmála. Höfundar eru Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu, Unnar Hermannsson, framkvæmdastjóri Kubbs á Ísafirði og Halldór Halldórsson, forstjóri Íslenska kalkþörungafélagsins í Bíldudal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu vikum hefur Vestfirðingar vakið athygli á nauðsyn samgöngubóta í fjórðungnum undir merkjum „Vestfjarðalínu“. Þetta ákall um sterkari samgönguinnviði Vestfjarða vísar til öflugra heilsárstenginga innan atvinnusvæða, öruggari samgangna milli svæða, og að leiðin frá höfuðborgarsvæðinu yrði að mestu leyti láglendisvegur. Markmiðið hefur verið að blása í brjóst ráðamanna kjark til aukinnar uppbyggingar samgönguinnviða. Settur hefur verið upp sérstakur upplýsingavefur um „Vestfjarðalínuna“ þar sem nauðsynleg innviðaverkefni eru skilgreind. Þau snúa að jarðgangagerð og umfangsmiklum og mikilvægum vegabótum sem stytta ferðatíma, eykur umferðaöryggi og dregur úr viðhaldsþörf. Efnahagsævintýrið skilar miklu Samhliða ákalli til stórsóknar í uppbyggingu samgönguinnviða hefur atvinnulíf Vestfjarða minnt á skerf sinn til þjóðabúsins. Svæðið hefur notið mikillar velgengni og vaxtar í formi nýsköpunar og kraftmikils frumkvöðlastarfs. Þetta er efnahagsævintýri, byggir á miklum uppgangi Kerecis, fiskeldis og velgengni annarra fyrirtækja á svæðinu. Atvinnulíf á Vestfjarða hefur margfaldast að stærð á undanförnum árum í formi umsvifa og fjárfestingar í nýsköpun, lagareldi og þjónustu. Velta atvinnulífs Vestfjarða þrefaldaðist á árunum 2016-2023, og er hækkun húsnæðisverðs og fólksfjölgun til marks um efnahagsævintýrið sem þar á sér stað. Þessi kraftur í mannauði og uppbyggingu hefur skilað gríðarlegri aukningu skatttekna. Í nýrri skýrslu KPMG kemur fram að samfélagsspor Vestfjarða síðustu fimm ára er 25.5 milljarðar og hafi rúmlega fimmfaldast á fimm árum. Með samfélagsspori er átt við þá upphæð sem Vestfirðingar leggja til ríkissjóðs umfram það sem kemur til baka. Það sýnir að skattgreiðslur Vestfirðinga eru tvöfalt hærri en greiðslur ríkisins. Þetta rímar við nýlega frétt Byggðastofnunar sem sagði hæstar skatttekjur sveitarfélaga á hvern íbúa verið í landinu vera á Vestfjörðum. Svo hefur verið síðustu fjögur árin. Áframhaldið kallar á betri samgöngur Áframhald þessa efnahagsævintýris kallar á verulega uppbyggingu samgönguinnviða. Viljum við áfram standa fremst meðal þjóða í lífskjörum verðum við að styrkja vegakerfið. Það er mikilvægt fyrir Vestfirðinga og þjóðina í heild. Sáttmáli til 10 ára Við höfum hvatt til þess að ríkisvaldið, sveitarfélög og einkaaðilar leggi hönd á plóg við gerð sérstaks samgöngusáttmála fyrir Vestfirði þar sem samgöngum yrði lyft á viðunandi stig á næstu 10 árum. Fyrirmyndin er sótt til sáttamála sem gerður var um samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu. Nú reynir á þingmenn og nýja ríkisstjórn um frumkvæði og forystu til þessa verkefnis og tryggja greiða leið fyrir efnahagsævintýrið á Vestfjörðum. Mikilvægt skref væri að setja sérstakan samgöngusáttmála fyrir Vestfirði í stjórnarsáttmála. Undir liggja ekki aðeins hagsmunir Vestfirðinga heldur þjóðarinnar í heild. Frumkvæði í þessum efnum myndi tryggja vöxt og velsæld, Vestfirðinga sem og annarra. Nú reynir á þingmenn og ríkisstjórn um frumkvæði og forystu við gerð sérstaks samgöngusáttmála fyrir Vestfirði. Hann ætti heima í nýjum stjórnarsáttmála. Höfundar eru Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu, Unnar Hermannsson, framkvæmdastjóri Kubbs á Ísafirði og Halldór Halldórsson, forstjóri Íslenska kalkþörungafélagsins í Bíldudal.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar