Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar 20. desember 2024 06:01 Þann 7. september í fyrra veiddi Hvalur 8 fyrstu langreyðina á þeirri vertíð. Mikið var fjallað um þessar veiðar, en MAST setti tímabundið bann á veiðar skipsins, eftir þær, vegna ótrúlegra glapa, mistaka, alvarlegra brota á lögum og reglum og hryllilegs dýraníðs. MAST taldi megin brotið það, að allt of langur tími hefði liðið milli 1. skots - sem bara særði, þó illilega væri, boraðist inn í höfuð, þar sem bannað er að skjóta, og sprakk þar, án þessa að drepa - og skots nr. 2, sem ekki var framkvæmt fyrr en 28 mínútum eftir skot nr. 1. Dýrið kvaldist auðvitað heiftarlega allan þennan tíma, í hálfa klukkustund, og voru lög um skjóta og sársaukalausa aflífun dýra heiftarlega brotin með þessum hætti. Reyndar drapst dýrið heldur ekki strax, eftir skot nr. 2, og þurfti blessað dýrið að berjast um, í sínu heiftarlega dauðastríði, enn í minnst 6 mínútur, án þessa að skytta hefði nokkra tilburði til að stytta því kvölina með 3. skotinu. Skammar- og hörmungarsaga. Í framhaldi af þessari ljótu atburðarás fullyrti Kristján Loftsson í Kastljósi, að þetta hefði ekki verið neitt mál, spilið hefði bara bilað, sem alltaf gæti gerzt og væri bara eðilegur hlutur - eins og hann bæri enga ábyrgð á tæknibúnaði skipsins eða því, að hann væri í traustu og örugglega nothæfu lagi - og snéri Kristján dæminu upp í það, að starfsmaður Fiskistofu, sem myndaði veiðarnar, hefði blekkt - væntanlega MAST og aðra - með því að beita súmi á upptökuna, þannig, að dýrið hefði virzt nær, en það var, og í góðu skotfæri, sem Kristján fullyrti, að ekki hefði verið. Gaf Kristján til kynna, að dýrið hefði verið allt of langt í burtu, í 100-150m fjarlægð, allan þann tíma, sem skytta beið eftir því að skjóta skoti nr. 2. Ekki hefði verið hægt að hífa dýrið inn vegna bilunarinnar í spili. Það hefði verið megin ástæðan fyrir þessari löngu töf, milli skots 1 og skots 2, og þess hörmulega dauðastríðs, sem dýrið var að ganga í gegnum. Þessar lýsingar og tal Kristjáns fóru allt annað en vel í undirritaðan. Falaðist hann því eftir frumgögnum málsins frá MAST, á grundvelli upplýsingalaga, og varð MAST góðfúslegast við þeirri beiðni. Eitt þeirra gagna, sem MAST lagði okkur í Jarðarvinum til, er svokölluð „Tímalína, myndband af veiðum Hval 8, langreyður 1“. Innihald þessarar upptöku er svona, og hér kemur því rétt mynd og sönn af því, sem gerðist: Atburðarás eftir að dýrið hafði verið skotið 1. skotinu, sem boraðist inn í höfuðið, sem bannað er að skjóta í, særði dýrið illilega, án þess að drepa, í mínútum: 3:30 Dýr er komið aftur með skipi bakborðsmegin 4:27 Púðurhylki komið úr skutulbyssu 5:50 Sést greinilega að lína byrjar að lyftast upp, sem bendir til að dýr sé að kafa/synda út frá bát 6:25 Hvalur sést í nokkurri fjarlægð frá skipi blása, synda og kafa endurtekið í eðlilegri líkamsstöðu. Fjarlægist 7:03 Kallað „byrjið að hífa“ endurtekið 3x til 7:40 7:51 Spurt „hvað er að?“ 8:13 Sést að þrír eða fjórir menn eru að vinna við að endurhlaða skutulbyssu 8:33 Hamar sóttur. Kallað til þeirra „Er þetta helvítis batterí bilað?“. Svar „Nei, nei“. „Það er ekkert batterí“ 9:00 „Strákar við höfum ekki þennan tíma, hvað er í gangi?“ 9:15 Nýtt púðurhylki sett í skutulbyssu? Skotmaður kallar aftur í skip „Byrjið að hífa“. Svarað „Bara rólegir við erum að vinna í þessu“. Skotmaður slær hnefa í handriðið 11:17 Teipað utan um kveikjuþráð 11:37 Skutulbyssa aftur hlaðin og tilbúin, beint fram að sjó (8 mín og 7 sek eftir fyrsta skot) 13:06 Hvalur syndir, kafar og blæs reglulega nær skipi stjórnborðsmegin. Sést hvar 1. skutull situr í haus, utan leyfðs marksvæðis, rétt neðan við blástursop 15:00 Sést að búið er að draga dýrið nálægt skipi. Sést velta sér í kafi 15:51 Búið að draga dýrið alveg að skipi framan við stjórnborðs-meginn (spil enn í lagi, margfaldur tími hefði verið til staðar tilað endurskjóta). Dýrið veltir sér og berst kröftuglega um. Skipverji grípur um höfuð sér 16:06 Dýrið slær sporði kröftuglega í skipið. Línur fljúga upp í loft 16:35 Litlar spiktægjur úr dýrinu sjást fljóta í sjónum. Dýrið kafar undir skip 16:40 Kallað „Stopp“. Spil hægra megin á þili virðist bilað (þá fyrst). Rýkur úr því. Járn slæst til 16:59 Skotmaður horfir aftur á þilfar 17:18 „Slakaðu, slakaðu, bakkaðu út“ 17:36 Skotmaður horfir stöðugt aftur á þilfar, ekki að sjá að hann fylgist með dýri 17:57 Skotmaður fer frá skutulbyssu og kíkir fyrir borð stjórnborðs-megin og horfir svo aftur á þilfar og á í samskiptum við skipverja, kíkir fyrir borð til skiptis sitt hvoru megin og kallar „Hart í bak“ 18:10 „Spilið er örugglega farið“ 18:30 Dýr birtist bakborðsmegin, heldur réttri stöðu, syndir og blæs. Ekki langt frá skipi 18:56 Kallað „X við verðum að binda þau, annars ferð spilið“ 19:01 Dýrið syndir og blæs bakborðsmegin framarlega í átt að stefni 19:12 „Hlífin farin“ 19:15 „Það verður að binda hinu megin líka“ 19:24 Dýrið rétt framan við skip bakborðsmegin, syndir, kafar, blæs. „Náið þið að hífa?“. „Nei“ 19:43 Dýrið ætti endurtekið að hafa verið í góðu skotfæri. Var rétt hjá eða við skip. Syndir svo lengra út 20:05 Skotmaður horfir aftur á þilfar, en ekki á dýrið 20:19 Einhver kallar „Línan verður ónýt, ef við gerum þetta“ 21:28 Dýrið driftar fyrir framan skotmann í stuttu skotfæri. Kafar, syndir, blæs. Skotmaður horfir aftur á þilfar og horfir hvork á né miðar á dýrið 22:15 Einhverjar viðgerðir í gangi (vél). Dýrið í nálægð framan við skip, syndir, kafar, blæs. Skotmaður horfir stöðugt aftur á þilfar, en lítur öðru hvoru á dýrið. Þó ekki til að miða á það 25:33 Skotmaður fórnar höndum 26:52 Dýrið kemur ítrekað upp og blæs þvert fyrir framan skipið, að því er virðist í mjög góðu skotfæri. Skotmaður horfir að mestu aftur á þilfar 30:03 Dýrið nálgast skipið stjórnborðamegin framan til, syndir, kafar, blæs. Skotmaður horfir á dýrið, en tekur ekkert mið 30:27 Dýrið komið fáum metrum frá skipi, syndir fram og til baka fyrir framan skip og til hliðar. Skotmaður byrjar loks að fylgja dýrinu með skutulbyssu. Virðist endurtekið í góðu færi 32:09 Skot 2, 28 mín og 39 sek eftir 1. skot. Dýr kafar/sekkur 32:27 Dýrið kemur upp aftur, heldur stöðu og virðist synda áfram. Heyrist blása 32:51 Púðurhylki tekið úr skutulbyssu 33:19 Dýrið kemur upp aftur, sést ekki skýrt blása, en loft virðist koma úr blástursopi, þegar það fer undir yfrirborð. Slær til sporði 33:49 Nýtt púðurhylki sett í skutulbyssu 33:55 Dýrið enn að synda í réttri stöðu, slær til sporði 35:02 Ekki búið að hlaða skutulbyssu aftur. Dýrið sést enn synda í réttri stöðu, blástur ekki eins greinilegur, virðist draga af dýri 35:10 Slær til sporði, blóð flæðir í sjó 35:20 Skutulbyssa enn ekki hlaðin aftur 35:25 Dýrið heldur enn stöðu og beitir sundhreyfingum, en er orðið hægara, loft virðist streyma upp frá skotstað 2, slær til sporði, er mjög nálægt skipi 36:41 Ekki að sjá að skutull sé gerður klár fyrir nýtt skot, skotmaður að gramsa í dóti. Stendur ekki við byssu 36:57 Dýrið slæt til sporði 37:11 Tveir aðstoðarmenn koma með hluti fyrir skutulbyssu 37:34 Skutulbyssa enn ekki tilbúin, dýrið syndir enn 37:42 Sundhreyfingar breytast í nokkur stutt „lyft“ að framan. Enn þrír menn við að hlaða skutulbyssu 37:52 Trjóna dýrsins kemur nú upp úr sjónum og dýrið fer meira í lóðrétta stöðu og sekkur 38:12 Skutulbyssa virðist enn ekki tilbúin fyrir endurskot, rúmum 6 mín eftir 2. skot 38:36 Trjóna kemur upp og dýrið virðist líflítið/líflaust, hálflóðrétt í sjó, meira á baki. Hreyfingar sjást ekki. TTD 35 mín 38:58 Dýrið tekur að sökkva. Önnur eins vinnubrögð, aðrar eins aðfarir, annað eins dauðastríð, segi ég bara. Hefði ég ráðið hvalveiðimálum hér, hefði ég aldrei leyft Hval 8, skipi með þessum búnaði og áhöfn, nokkurn tíma að veiða hval aftur. Hvað hefðu menn hér sagt, ef Afríkumenn hefðu murkað líftóruna úr fíl með svipuðum hörmungar hætti!? Kvalið hann til dauða á 40 mínutum. Fílar og langreyðar eru sambærileg dýr, spendýr með háþróað vit, skyn og tilfinningar, dýr, sem kenna hvert öðru og læra af hverju öðru, dýr sem lifa saman í þróuðu og skipulegu fjölskyldu- og félagssamfélagi, þar sem væntumþykja og elska ráða, dýr, sem gleðjast, sakna og hryggjast, eins og við, menn, dýr, sem finna fyrir áverka og sársauka, eins og við. Eini munurinn er sá, að annað dýrið er landdýr, hitt sjávardýr. Þessi tímalína eftirlitsmanns, hér að ofan, sýnir líka, að Kristján Loftsson beitti rangfærslum og blekkingum, grófum ósannindum, þegar hann reyndi að útskýra og réttlæta þessar hörmungarveiðar í Kastljósi. Ótrúlegt, að slíkur óheilindamaður skuli vaða hér uppi. Það var margsinnis hægt að skjóta dýrið skoti nr. 2, löngu áður en 32 mínútum eftir fyrsta skot. Við bætist, að algjör óreiða virðist hafa ríkt á skipinu, bæði hvað varðar búnað og vinnubrögð skyttu og áhafnar. Skv. formlegum upplýsingum, skuldbindingu, Hvals hf til MAST, fullyrða þeir, að þeir geti hlaðið skutulbyssu á rúmum 2 mínútum. Þetta tryggi skjóta aflífun skotins og særðs dýrs. Þetta hefur hins vegar aldrei staðizt í reynd, og er hrein blekking. Um hvað á orðið „skrælingjaháttur“ við, ef ekki þetta? Nú í boði Bjarna Benediktssonar og D. Varaformaðurinn dregur heldur ekki af sér í stuðningi. Geta menn, sem leyfa og styðja við hrikalegt dýraníð, heifarlegar misþyrmingar á háþróuðum lifandi verum, þar sem líftóra dýrsins er murkuð úr því á löngum tíma og með heiftarlegu kvalræði, þó að í peningaskyni sé, talizt „góðir menn“, „gott fólk“. Fyrir mér ekki. Ekki öfunda ég það, að þeirra Karma. Höfundur er stofandi og formaður Jarðarvina, félags um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Þann 7. september í fyrra veiddi Hvalur 8 fyrstu langreyðina á þeirri vertíð. Mikið var fjallað um þessar veiðar, en MAST setti tímabundið bann á veiðar skipsins, eftir þær, vegna ótrúlegra glapa, mistaka, alvarlegra brota á lögum og reglum og hryllilegs dýraníðs. MAST taldi megin brotið það, að allt of langur tími hefði liðið milli 1. skots - sem bara særði, þó illilega væri, boraðist inn í höfuð, þar sem bannað er að skjóta, og sprakk þar, án þessa að drepa - og skots nr. 2, sem ekki var framkvæmt fyrr en 28 mínútum eftir skot nr. 1. Dýrið kvaldist auðvitað heiftarlega allan þennan tíma, í hálfa klukkustund, og voru lög um skjóta og sársaukalausa aflífun dýra heiftarlega brotin með þessum hætti. Reyndar drapst dýrið heldur ekki strax, eftir skot nr. 2, og þurfti blessað dýrið að berjast um, í sínu heiftarlega dauðastríði, enn í minnst 6 mínútur, án þessa að skytta hefði nokkra tilburði til að stytta því kvölina með 3. skotinu. Skammar- og hörmungarsaga. Í framhaldi af þessari ljótu atburðarás fullyrti Kristján Loftsson í Kastljósi, að þetta hefði ekki verið neitt mál, spilið hefði bara bilað, sem alltaf gæti gerzt og væri bara eðilegur hlutur - eins og hann bæri enga ábyrgð á tæknibúnaði skipsins eða því, að hann væri í traustu og örugglega nothæfu lagi - og snéri Kristján dæminu upp í það, að starfsmaður Fiskistofu, sem myndaði veiðarnar, hefði blekkt - væntanlega MAST og aðra - með því að beita súmi á upptökuna, þannig, að dýrið hefði virzt nær, en það var, og í góðu skotfæri, sem Kristján fullyrti, að ekki hefði verið. Gaf Kristján til kynna, að dýrið hefði verið allt of langt í burtu, í 100-150m fjarlægð, allan þann tíma, sem skytta beið eftir því að skjóta skoti nr. 2. Ekki hefði verið hægt að hífa dýrið inn vegna bilunarinnar í spili. Það hefði verið megin ástæðan fyrir þessari löngu töf, milli skots 1 og skots 2, og þess hörmulega dauðastríðs, sem dýrið var að ganga í gegnum. Þessar lýsingar og tal Kristjáns fóru allt annað en vel í undirritaðan. Falaðist hann því eftir frumgögnum málsins frá MAST, á grundvelli upplýsingalaga, og varð MAST góðfúslegast við þeirri beiðni. Eitt þeirra gagna, sem MAST lagði okkur í Jarðarvinum til, er svokölluð „Tímalína, myndband af veiðum Hval 8, langreyður 1“. Innihald þessarar upptöku er svona, og hér kemur því rétt mynd og sönn af því, sem gerðist: Atburðarás eftir að dýrið hafði verið skotið 1. skotinu, sem boraðist inn í höfuðið, sem bannað er að skjóta í, særði dýrið illilega, án þess að drepa, í mínútum: 3:30 Dýr er komið aftur með skipi bakborðsmegin 4:27 Púðurhylki komið úr skutulbyssu 5:50 Sést greinilega að lína byrjar að lyftast upp, sem bendir til að dýr sé að kafa/synda út frá bát 6:25 Hvalur sést í nokkurri fjarlægð frá skipi blása, synda og kafa endurtekið í eðlilegri líkamsstöðu. Fjarlægist 7:03 Kallað „byrjið að hífa“ endurtekið 3x til 7:40 7:51 Spurt „hvað er að?“ 8:13 Sést að þrír eða fjórir menn eru að vinna við að endurhlaða skutulbyssu 8:33 Hamar sóttur. Kallað til þeirra „Er þetta helvítis batterí bilað?“. Svar „Nei, nei“. „Það er ekkert batterí“ 9:00 „Strákar við höfum ekki þennan tíma, hvað er í gangi?“ 9:15 Nýtt púðurhylki sett í skutulbyssu? Skotmaður kallar aftur í skip „Byrjið að hífa“. Svarað „Bara rólegir við erum að vinna í þessu“. Skotmaður slær hnefa í handriðið 11:17 Teipað utan um kveikjuþráð 11:37 Skutulbyssa aftur hlaðin og tilbúin, beint fram að sjó (8 mín og 7 sek eftir fyrsta skot) 13:06 Hvalur syndir, kafar og blæs reglulega nær skipi stjórnborðsmegin. Sést hvar 1. skutull situr í haus, utan leyfðs marksvæðis, rétt neðan við blástursop 15:00 Sést að búið er að draga dýrið nálægt skipi. Sést velta sér í kafi 15:51 Búið að draga dýrið alveg að skipi framan við stjórnborðs-meginn (spil enn í lagi, margfaldur tími hefði verið til staðar tilað endurskjóta). Dýrið veltir sér og berst kröftuglega um. Skipverji grípur um höfuð sér 16:06 Dýrið slær sporði kröftuglega í skipið. Línur fljúga upp í loft 16:35 Litlar spiktægjur úr dýrinu sjást fljóta í sjónum. Dýrið kafar undir skip 16:40 Kallað „Stopp“. Spil hægra megin á þili virðist bilað (þá fyrst). Rýkur úr því. Járn slæst til 16:59 Skotmaður horfir aftur á þilfar 17:18 „Slakaðu, slakaðu, bakkaðu út“ 17:36 Skotmaður horfir stöðugt aftur á þilfar, ekki að sjá að hann fylgist með dýri 17:57 Skotmaður fer frá skutulbyssu og kíkir fyrir borð stjórnborðs-megin og horfir svo aftur á þilfar og á í samskiptum við skipverja, kíkir fyrir borð til skiptis sitt hvoru megin og kallar „Hart í bak“ 18:10 „Spilið er örugglega farið“ 18:30 Dýr birtist bakborðsmegin, heldur réttri stöðu, syndir og blæs. Ekki langt frá skipi 18:56 Kallað „X við verðum að binda þau, annars ferð spilið“ 19:01 Dýrið syndir og blæs bakborðsmegin framarlega í átt að stefni 19:12 „Hlífin farin“ 19:15 „Það verður að binda hinu megin líka“ 19:24 Dýrið rétt framan við skip bakborðsmegin, syndir, kafar, blæs. „Náið þið að hífa?“. „Nei“ 19:43 Dýrið ætti endurtekið að hafa verið í góðu skotfæri. Var rétt hjá eða við skip. Syndir svo lengra út 20:05 Skotmaður horfir aftur á þilfar, en ekki á dýrið 20:19 Einhver kallar „Línan verður ónýt, ef við gerum þetta“ 21:28 Dýrið driftar fyrir framan skotmann í stuttu skotfæri. Kafar, syndir, blæs. Skotmaður horfir aftur á þilfar og horfir hvork á né miðar á dýrið 22:15 Einhverjar viðgerðir í gangi (vél). Dýrið í nálægð framan við skip, syndir, kafar, blæs. Skotmaður horfir stöðugt aftur á þilfar, en lítur öðru hvoru á dýrið. Þó ekki til að miða á það 25:33 Skotmaður fórnar höndum 26:52 Dýrið kemur ítrekað upp og blæs þvert fyrir framan skipið, að því er virðist í mjög góðu skotfæri. Skotmaður horfir að mestu aftur á þilfar 30:03 Dýrið nálgast skipið stjórnborðamegin framan til, syndir, kafar, blæs. Skotmaður horfir á dýrið, en tekur ekkert mið 30:27 Dýrið komið fáum metrum frá skipi, syndir fram og til baka fyrir framan skip og til hliðar. Skotmaður byrjar loks að fylgja dýrinu með skutulbyssu. Virðist endurtekið í góðu færi 32:09 Skot 2, 28 mín og 39 sek eftir 1. skot. Dýr kafar/sekkur 32:27 Dýrið kemur upp aftur, heldur stöðu og virðist synda áfram. Heyrist blása 32:51 Púðurhylki tekið úr skutulbyssu 33:19 Dýrið kemur upp aftur, sést ekki skýrt blása, en loft virðist koma úr blástursopi, þegar það fer undir yfrirborð. Slær til sporði 33:49 Nýtt púðurhylki sett í skutulbyssu 33:55 Dýrið enn að synda í réttri stöðu, slær til sporði 35:02 Ekki búið að hlaða skutulbyssu aftur. Dýrið sést enn synda í réttri stöðu, blástur ekki eins greinilegur, virðist draga af dýri 35:10 Slær til sporði, blóð flæðir í sjó 35:20 Skutulbyssa enn ekki hlaðin aftur 35:25 Dýrið heldur enn stöðu og beitir sundhreyfingum, en er orðið hægara, loft virðist streyma upp frá skotstað 2, slær til sporði, er mjög nálægt skipi 36:41 Ekki að sjá að skutull sé gerður klár fyrir nýtt skot, skotmaður að gramsa í dóti. Stendur ekki við byssu 36:57 Dýrið slæt til sporði 37:11 Tveir aðstoðarmenn koma með hluti fyrir skutulbyssu 37:34 Skutulbyssa enn ekki tilbúin, dýrið syndir enn 37:42 Sundhreyfingar breytast í nokkur stutt „lyft“ að framan. Enn þrír menn við að hlaða skutulbyssu 37:52 Trjóna dýrsins kemur nú upp úr sjónum og dýrið fer meira í lóðrétta stöðu og sekkur 38:12 Skutulbyssa virðist enn ekki tilbúin fyrir endurskot, rúmum 6 mín eftir 2. skot 38:36 Trjóna kemur upp og dýrið virðist líflítið/líflaust, hálflóðrétt í sjó, meira á baki. Hreyfingar sjást ekki. TTD 35 mín 38:58 Dýrið tekur að sökkva. Önnur eins vinnubrögð, aðrar eins aðfarir, annað eins dauðastríð, segi ég bara. Hefði ég ráðið hvalveiðimálum hér, hefði ég aldrei leyft Hval 8, skipi með þessum búnaði og áhöfn, nokkurn tíma að veiða hval aftur. Hvað hefðu menn hér sagt, ef Afríkumenn hefðu murkað líftóruna úr fíl með svipuðum hörmungar hætti!? Kvalið hann til dauða á 40 mínutum. Fílar og langreyðar eru sambærileg dýr, spendýr með háþróað vit, skyn og tilfinningar, dýr, sem kenna hvert öðru og læra af hverju öðru, dýr sem lifa saman í þróuðu og skipulegu fjölskyldu- og félagssamfélagi, þar sem væntumþykja og elska ráða, dýr, sem gleðjast, sakna og hryggjast, eins og við, menn, dýr, sem finna fyrir áverka og sársauka, eins og við. Eini munurinn er sá, að annað dýrið er landdýr, hitt sjávardýr. Þessi tímalína eftirlitsmanns, hér að ofan, sýnir líka, að Kristján Loftsson beitti rangfærslum og blekkingum, grófum ósannindum, þegar hann reyndi að útskýra og réttlæta þessar hörmungarveiðar í Kastljósi. Ótrúlegt, að slíkur óheilindamaður skuli vaða hér uppi. Það var margsinnis hægt að skjóta dýrið skoti nr. 2, löngu áður en 32 mínútum eftir fyrsta skot. Við bætist, að algjör óreiða virðist hafa ríkt á skipinu, bæði hvað varðar búnað og vinnubrögð skyttu og áhafnar. Skv. formlegum upplýsingum, skuldbindingu, Hvals hf til MAST, fullyrða þeir, að þeir geti hlaðið skutulbyssu á rúmum 2 mínútum. Þetta tryggi skjóta aflífun skotins og særðs dýrs. Þetta hefur hins vegar aldrei staðizt í reynd, og er hrein blekking. Um hvað á orðið „skrælingjaháttur“ við, ef ekki þetta? Nú í boði Bjarna Benediktssonar og D. Varaformaðurinn dregur heldur ekki af sér í stuðningi. Geta menn, sem leyfa og styðja við hrikalegt dýraníð, heifarlegar misþyrmingar á háþróuðum lifandi verum, þar sem líftóra dýrsins er murkuð úr því á löngum tíma og með heiftarlegu kvalræði, þó að í peningaskyni sé, talizt „góðir menn“, „gott fólk“. Fyrir mér ekki. Ekki öfunda ég það, að þeirra Karma. Höfundur er stofandi og formaður Jarðarvina, félags um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun