Styðjum Alþjóða björgunarsveitina Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 17. október 2014 07:00 Í dag, 17. október, kemur fjöldi íslenskra og erlendra sérfræðinga í björgunarmálum saman á ráðstefnu Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Björgun 2014. Þetta er í tólfta sinn sem ráðstefnan er haldin en hún er orðin mikilvægur alþjóðlegur vettvangur um björgunarmál, t.d um aðgerðir á norðurslóðum, aðhlynningu slasaðra, rekstur björgunarsveita, nýjustu tækni við leit og svo má áfram telja. Á Íslandi er fyrir mikil þekking og reynsla í björgunarmálum og það er mikilvægt að hún komi að notum sem víðast. Ráðstefnan er gott dæmi um hvernig reynslunni er miðlað, auk þess sem hún er okkur áminning um mikilvægi þess að styðja myndarlega við björgunarsveitirnar. Utanríkisráðuneytið leggur sitt af mörkum og á farsælt samstarf við Slysavarnafélagið Landsbjörgu með því að styðja starfsemi alþjóðabjörgunarsveitar þess. Sá stuðningur er þarft framlag til alþjóðasamstarfs og hefur átt þátt í því að byggja upp jákvæða ímynd lands og þjóðar. Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin hefur farið á vegum íslenskra stjórnvalda til að veita aðstoð á hamfarasvæðum víða um heim. Hún nýtur viðurkenningar á alþjóðavettvangi fyrir dugnað, þekkingu og færni okkar fólks. Hjá Sameinuðu þjóðunum tekur Slysavarnarfélagið Landsbjörg þátt í að samræma alþjóðlegt hjálparstarf og starf heimamanna á hamfarasvæðum. Landsbjörg er einnig aðili að INSARAG, regnhlífarsamtökum björgunarsveita innan SÞ og gengst undir reglulega úttekt og vottun á þeirra vegum. Þá er íslenska alþjóðabjörgunarsveitin á viðbragðslista Evrópusambandsins þar sem Ísland tekur þátt í almannavarnarsamstarfi þess með aðildinni að EES. Í síðustu úttekt SÞ á sveitinni í júní sl. fékk íslenska rústabjörgunarsveitin hæstu einkunn. Slík niðurstaða er ekki sjálfgefin; að baki henni liggur þrotlaus vinna, uppbygging á sérhæfðri þekkingu og búnaði. Þetta kom berlega í ljós á Haítí árið 2010, þegar alþjóðabjörgunarsveitin var fyrst allra erlendra sveita á vettvang eftir mikinn jarðskjálfta sem kostaði um 200.000 manns lífið. Sveitin hefur vaxið að reynslu og getu, allt frá því að hún fór fyrst á vettvang árið 1999 í kjölfar jarðskjálfta í Tyrklandi. Björgunarsveitir landsins vinna mikið og óeigingjarnt starf og hafa bjargað ófáum mannslífunum. Það er ekki sjálfgefið að hópur vel þjálfaðra sjálfboðaliða sé reiðubúinn til þess að sinna neyðarkalli að degi sem nóttu. Þeirra starf byggir á hugsjón og vilja til þess að vera samfélaginu að liði. Okkar stefna er að styðja þá til þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Hjálparstarf Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Í dag, 17. október, kemur fjöldi íslenskra og erlendra sérfræðinga í björgunarmálum saman á ráðstefnu Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Björgun 2014. Þetta er í tólfta sinn sem ráðstefnan er haldin en hún er orðin mikilvægur alþjóðlegur vettvangur um björgunarmál, t.d um aðgerðir á norðurslóðum, aðhlynningu slasaðra, rekstur björgunarsveita, nýjustu tækni við leit og svo má áfram telja. Á Íslandi er fyrir mikil þekking og reynsla í björgunarmálum og það er mikilvægt að hún komi að notum sem víðast. Ráðstefnan er gott dæmi um hvernig reynslunni er miðlað, auk þess sem hún er okkur áminning um mikilvægi þess að styðja myndarlega við björgunarsveitirnar. Utanríkisráðuneytið leggur sitt af mörkum og á farsælt samstarf við Slysavarnafélagið Landsbjörgu með því að styðja starfsemi alþjóðabjörgunarsveitar þess. Sá stuðningur er þarft framlag til alþjóðasamstarfs og hefur átt þátt í því að byggja upp jákvæða ímynd lands og þjóðar. Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin hefur farið á vegum íslenskra stjórnvalda til að veita aðstoð á hamfarasvæðum víða um heim. Hún nýtur viðurkenningar á alþjóðavettvangi fyrir dugnað, þekkingu og færni okkar fólks. Hjá Sameinuðu þjóðunum tekur Slysavarnarfélagið Landsbjörg þátt í að samræma alþjóðlegt hjálparstarf og starf heimamanna á hamfarasvæðum. Landsbjörg er einnig aðili að INSARAG, regnhlífarsamtökum björgunarsveita innan SÞ og gengst undir reglulega úttekt og vottun á þeirra vegum. Þá er íslenska alþjóðabjörgunarsveitin á viðbragðslista Evrópusambandsins þar sem Ísland tekur þátt í almannavarnarsamstarfi þess með aðildinni að EES. Í síðustu úttekt SÞ á sveitinni í júní sl. fékk íslenska rústabjörgunarsveitin hæstu einkunn. Slík niðurstaða er ekki sjálfgefin; að baki henni liggur þrotlaus vinna, uppbygging á sérhæfðri þekkingu og búnaði. Þetta kom berlega í ljós á Haítí árið 2010, þegar alþjóðabjörgunarsveitin var fyrst allra erlendra sveita á vettvang eftir mikinn jarðskjálfta sem kostaði um 200.000 manns lífið. Sveitin hefur vaxið að reynslu og getu, allt frá því að hún fór fyrst á vettvang árið 1999 í kjölfar jarðskjálfta í Tyrklandi. Björgunarsveitir landsins vinna mikið og óeigingjarnt starf og hafa bjargað ófáum mannslífunum. Það er ekki sjálfgefið að hópur vel þjálfaðra sjálfboðaliða sé reiðubúinn til þess að sinna neyðarkalli að degi sem nóttu. Þeirra starf byggir á hugsjón og vilja til þess að vera samfélaginu að liði. Okkar stefna er að styðja þá til þess.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar