Nasasjón af því sem koma skal hjá Apple 18. október 2014 10:00 Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple, kynnti nýja kynslóð Apple-tækja á fimmtudaginn. Tim Cook, stjórnarformaður Apple, steig á svið í Cupertino í Kaliforníu á fimmtudaginn og kynnti til leiks nýja kynslóð iPad-spjaldtölva og Yosemite, nýtt stýrikerfi Apple fyrir borð- og fartölvur. Þetta var tilkomumikil sýning en ögn fyrirsjáanleg. Apple hefur selt yfir 225 milljón iPad-spjaldtölvur og iPad Air 2 er nýjasta flaggskip fyrirtækisins. „iPad er allstaðar,“ sagði Cook. „Hann er að breyta því hvernig við höfum samskipti.“ Nýr iPad mini fékk ekki mikla athygli. Framtíð litla bróður er óljós en margir munu vafalaust frekar stökkva á iPhone 6 Plus í staðinn fyrir iPad mini 3. Nýju spjaldtölvurnar fá báðar TouchID-fingraskanna og keyra á A8X-örgjörva. Þetta þýðir 40 prósent hraðari vinnslu á iPad Air 2 og 2,5 sinnum hraðari grafíkvinnslu (eða svo segir Apple).Engin ást Eftir stendur iPad mini 3. Uppfærslan hefur litla þýðingu fyrir tækið enda keyrir hann enn á A7-kubbasamstæðu og M7-samgjörva. iPad mini 3 er nánast sama tækið og Apple kynnti til leiks í nóvember á síðasta ári. Það er reyndar hægt að fá spjaldtölvurnar í gullhúðaðri umgjörð (það er, ef þú getur réttlætt það siðferðislega). Stjarna kvöldsins var ný iMac-borðtölva, eða skjárinn á tölvunni nánar tiltekið. Retina-skjárinn er 27 tommur og eiginupplausn upp á 5120x2880 sem gefur okkur … 14,7 megapixla skjá eða 5K upplausn. Þetta er 67% fleiri pixlar en á venjulegum 4K skjá. Og já, nýi iMac-inn er þynnri, öflugri og fallegri en forverinn og auðvitað dýrari (300 þúsund krónur í Bandaríkjunum).Framtíð í hugbúnaði Hvað sem líður vélbúnaði þá er það stýrikerfið Yosemite sem gefur líklega bestu vísbendinguna um framtíð Apple. Þetta er stærsta og líklega mikilvægasta uppfærsla Apple á viðmóti sínu í áraraðir. Fyrirtækið freistar þess að samþætta viðmót OS X-stýrikerfisins og iOS. Þannig að það verður auðveldara að færa ljósmyndir, kvikmyndir og gögn milli iPhone og iMac/MacBook Air. Einnig er hægt að svara símtölum í gegnum tölvuna og senda smáskilaboð. Hægt er að nálgast Yosemite í Mac App Store. Tim Cook og félagar kynntu einnig til leiks beta-útgáfu af nýrri Photo Stream-þjónustu í gegnum iCloud og svokallað Fusion-drif í tölvum sínum. Fusion sameinar 128GB og 1TB eða 3TB harðan disk. Apple Pay er síðan væntanlegt á mánudaginn en tæknin gerir iPhone-eigendum kleift að greiða fyrir vörur og þjónustu með símanum einum. Apple Pay var kynnt til leiks í síðasta mánuði, síðan hafa rúmlega 500 bankar tilkynnt að þeir muni taka höndum saman við Apple. „Við erum sannfærð um að Apple Pay eigi eftir að verða gríðarlega vinsælt,“ sagði Tim Cook í Cupertino á fimmtudaginn. Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Tim Cook, stjórnarformaður Apple, steig á svið í Cupertino í Kaliforníu á fimmtudaginn og kynnti til leiks nýja kynslóð iPad-spjaldtölva og Yosemite, nýtt stýrikerfi Apple fyrir borð- og fartölvur. Þetta var tilkomumikil sýning en ögn fyrirsjáanleg. Apple hefur selt yfir 225 milljón iPad-spjaldtölvur og iPad Air 2 er nýjasta flaggskip fyrirtækisins. „iPad er allstaðar,“ sagði Cook. „Hann er að breyta því hvernig við höfum samskipti.“ Nýr iPad mini fékk ekki mikla athygli. Framtíð litla bróður er óljós en margir munu vafalaust frekar stökkva á iPhone 6 Plus í staðinn fyrir iPad mini 3. Nýju spjaldtölvurnar fá báðar TouchID-fingraskanna og keyra á A8X-örgjörva. Þetta þýðir 40 prósent hraðari vinnslu á iPad Air 2 og 2,5 sinnum hraðari grafíkvinnslu (eða svo segir Apple).Engin ást Eftir stendur iPad mini 3. Uppfærslan hefur litla þýðingu fyrir tækið enda keyrir hann enn á A7-kubbasamstæðu og M7-samgjörva. iPad mini 3 er nánast sama tækið og Apple kynnti til leiks í nóvember á síðasta ári. Það er reyndar hægt að fá spjaldtölvurnar í gullhúðaðri umgjörð (það er, ef þú getur réttlætt það siðferðislega). Stjarna kvöldsins var ný iMac-borðtölva, eða skjárinn á tölvunni nánar tiltekið. Retina-skjárinn er 27 tommur og eiginupplausn upp á 5120x2880 sem gefur okkur … 14,7 megapixla skjá eða 5K upplausn. Þetta er 67% fleiri pixlar en á venjulegum 4K skjá. Og já, nýi iMac-inn er þynnri, öflugri og fallegri en forverinn og auðvitað dýrari (300 þúsund krónur í Bandaríkjunum).Framtíð í hugbúnaði Hvað sem líður vélbúnaði þá er það stýrikerfið Yosemite sem gefur líklega bestu vísbendinguna um framtíð Apple. Þetta er stærsta og líklega mikilvægasta uppfærsla Apple á viðmóti sínu í áraraðir. Fyrirtækið freistar þess að samþætta viðmót OS X-stýrikerfisins og iOS. Þannig að það verður auðveldara að færa ljósmyndir, kvikmyndir og gögn milli iPhone og iMac/MacBook Air. Einnig er hægt að svara símtölum í gegnum tölvuna og senda smáskilaboð. Hægt er að nálgast Yosemite í Mac App Store. Tim Cook og félagar kynntu einnig til leiks beta-útgáfu af nýrri Photo Stream-þjónustu í gegnum iCloud og svokallað Fusion-drif í tölvum sínum. Fusion sameinar 128GB og 1TB eða 3TB harðan disk. Apple Pay er síðan væntanlegt á mánudaginn en tæknin gerir iPhone-eigendum kleift að greiða fyrir vörur og þjónustu með símanum einum. Apple Pay var kynnt til leiks í síðasta mánuði, síðan hafa rúmlega 500 bankar tilkynnt að þeir muni taka höndum saman við Apple. „Við erum sannfærð um að Apple Pay eigi eftir að verða gríðarlega vinsælt,“ sagði Tim Cook í Cupertino á fimmtudaginn.
Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira