Næsta ár í Reykjavík Sóley Tómasdóttir skrifar 6. desember 2014 07:00 Í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2015 endurspeglast pólitískar áherslur og forgangsröðun meirihluta borgarstjórnar. Við erum stolt af þessari fyrstu áætlun, þar sem rík áhersla er lögð á mannréttindi, velferð, umhverfi og almennt réttlæti.Mannréttindamál Mannréttindastefna borgarinnar verður endurskoðuð á næsta ári með tilliti til breytinga í málaflokknum frá því hún var fyrst samþykkt. Fylgja þarf eftir örri þróun í réttindabaráttu hinsegin fólks, styrkja ákvæði gegn ableisma, leggja ríkari áherslu á margföldunaráhrif minnihlutahópa og margt fleira sem tekið verður á í endurskoðuninni. Af einstökum verkefnum ber aðgerðir gegn heimilisofbeldi hæst, þar sem farið verður í samstarf við lögregluna að fyrirmynd þess sem reynst hefur vel á Suðurnesjum. Gripið verður til aðgerða gegn kynbundnum launamun, búinn til upplýsingapakki fyrir nýja Reykvíkinga, stefna mótuð í atvinnumálum fatlaðs fólks og svona mætti lengi telja.Velferðarmál Í velferðarmálum ber fyrst að nefna áætlun um fjölgun félagslegra leiguíbúða um 500 á næstu árum samhliða uppbyggingu búsetuúrræða fyrir fatlað fólk og eflingu þjónustu utan kjarna fyrir þann hóp. Samþætting heimahjúkrunar og heimaþjónustu mun vonandi leiða til betri og heildstæðari þjónustu og miklar vonir eru bundnar við umbætur í ferðaþjónustu fatlaðra. Á næsta ári hefst tilraunaverkefni hjá þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts og Barnavernd Reykjavíkur um styttri vinnudag. Þar verður vinnuvikan stytt í 35 stundir með það að markmiði að bæta líðan og starfsánægju, þjónustu og afköst til lengri tíma.Umhverfismál Vinna við gerð hverfisskipulags mun halda áfram á næsta ári, byggð á nýju aðalskipulagi fyrir Reykjavík. Þar er stefnt að vistvænni lifnaðarháttum borgarbúa með þéttari byggð og bættri nærþjónustu, aðlaðandi almannarýmum og vistvænni samgöngum. Á umhverfis- og skipulagssviði verður tekið upp sjálfsagt og eðlilegt skipulagsgjald og kostnaðarhlutdeild bifreiðaeigenda eykst þegar kemur að rekstri bílastæða í miðborginni. Strætó mun hefja akstur fyrr á sunnudögum og áfram verður unnið að bættri aðstöðu til hjólreiða og göngu í borginni.Barnafjölskyldur Í samræmi við samstarfssáttmála meirihlutaflokkanna verða stigin skref til að létta byrðum af barnafjölskyldum í Reykjavík. Þannig munu námsgjöld í leikskóla lækka um 6%, tekinn verður upp systkinaafsláttur þvert á skólastig og frístundakortið hækkað um 5.000 krónur. Þetta er brýnt réttlætismál sem verður haldið áfram með á næstu árum og vonandi tekst okkur einn góðan veðurdag að tryggja börnum gjaldfrjálsa menntun í Reykjavík. Fjölmörg önnur verkefni eru fyrirhuguð á næsta ári sem munu stuðla að enn betra skóla- og frístundastarfi og aukinni þátttöku barna og unglinga.Gott ár fram undan Þessi fyrsta fjárhagsáætlun meirihluta Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata lofar góðu. Hún er til marks um einlægan vilja til að byggja réttlátari borg í þágu komandi kynslóða, þar sem umhverfi og börn njóta vafans, þar sem fjölbreytileikanum er fagnað og velferðin er í fyrirrúmi. Ég er viss um að næsta ár verður gott ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Sjá meira
Í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2015 endurspeglast pólitískar áherslur og forgangsröðun meirihluta borgarstjórnar. Við erum stolt af þessari fyrstu áætlun, þar sem rík áhersla er lögð á mannréttindi, velferð, umhverfi og almennt réttlæti.Mannréttindamál Mannréttindastefna borgarinnar verður endurskoðuð á næsta ári með tilliti til breytinga í málaflokknum frá því hún var fyrst samþykkt. Fylgja þarf eftir örri þróun í réttindabaráttu hinsegin fólks, styrkja ákvæði gegn ableisma, leggja ríkari áherslu á margföldunaráhrif minnihlutahópa og margt fleira sem tekið verður á í endurskoðuninni. Af einstökum verkefnum ber aðgerðir gegn heimilisofbeldi hæst, þar sem farið verður í samstarf við lögregluna að fyrirmynd þess sem reynst hefur vel á Suðurnesjum. Gripið verður til aðgerða gegn kynbundnum launamun, búinn til upplýsingapakki fyrir nýja Reykvíkinga, stefna mótuð í atvinnumálum fatlaðs fólks og svona mætti lengi telja.Velferðarmál Í velferðarmálum ber fyrst að nefna áætlun um fjölgun félagslegra leiguíbúða um 500 á næstu árum samhliða uppbyggingu búsetuúrræða fyrir fatlað fólk og eflingu þjónustu utan kjarna fyrir þann hóp. Samþætting heimahjúkrunar og heimaþjónustu mun vonandi leiða til betri og heildstæðari þjónustu og miklar vonir eru bundnar við umbætur í ferðaþjónustu fatlaðra. Á næsta ári hefst tilraunaverkefni hjá þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts og Barnavernd Reykjavíkur um styttri vinnudag. Þar verður vinnuvikan stytt í 35 stundir með það að markmiði að bæta líðan og starfsánægju, þjónustu og afköst til lengri tíma.Umhverfismál Vinna við gerð hverfisskipulags mun halda áfram á næsta ári, byggð á nýju aðalskipulagi fyrir Reykjavík. Þar er stefnt að vistvænni lifnaðarháttum borgarbúa með þéttari byggð og bættri nærþjónustu, aðlaðandi almannarýmum og vistvænni samgöngum. Á umhverfis- og skipulagssviði verður tekið upp sjálfsagt og eðlilegt skipulagsgjald og kostnaðarhlutdeild bifreiðaeigenda eykst þegar kemur að rekstri bílastæða í miðborginni. Strætó mun hefja akstur fyrr á sunnudögum og áfram verður unnið að bættri aðstöðu til hjólreiða og göngu í borginni.Barnafjölskyldur Í samræmi við samstarfssáttmála meirihlutaflokkanna verða stigin skref til að létta byrðum af barnafjölskyldum í Reykjavík. Þannig munu námsgjöld í leikskóla lækka um 6%, tekinn verður upp systkinaafsláttur þvert á skólastig og frístundakortið hækkað um 5.000 krónur. Þetta er brýnt réttlætismál sem verður haldið áfram með á næstu árum og vonandi tekst okkur einn góðan veðurdag að tryggja börnum gjaldfrjálsa menntun í Reykjavík. Fjölmörg önnur verkefni eru fyrirhuguð á næsta ári sem munu stuðla að enn betra skóla- og frístundastarfi og aukinni þátttöku barna og unglinga.Gott ár fram undan Þessi fyrsta fjárhagsáætlun meirihluta Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata lofar góðu. Hún er til marks um einlægan vilja til að byggja réttlátari borg í þágu komandi kynslóða, þar sem umhverfi og börn njóta vafans, þar sem fjölbreytileikanum er fagnað og velferðin er í fyrirrúmi. Ég er viss um að næsta ár verður gott ár.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun