Englandsmeistararnir þurfa að klára erfitt verkefni án Aguero Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. desember 2014 07:00 Aguero haltrar af velli um síðustu helgi. Man. City þarf að finna lausnir til þess að klára leikinn gegn Roma án hans. vísir/getty Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu lýkur í kvöld. Stórlið Man. City á það á hættu að falla úr keppni í kvöld. City þarf að leggja Roma að velli á Ítalíu og vonast til þess að Bayern afgreiði CSKA Moskvu snyrtilega á Allianz Arena. Bayern er búið að vinna riðilinn en City, Roma og CSKA eiga öll möguleika á því að fá farseðil í sextán liða úrslit. Það verður því gríðarleg spenna í þessum leikjum. Það sem meira er þá á Man. City ekki einu sinni möguleika á sæti í Evrópudeildinni ef liðinu bregst bogalistin á Ítalíu. Til þess að gera verkefnið enn erfiðara fyrir City þá verður liðið án síns besta manns, Sergio Aguero, en hann er meiddur. „Þessi riðill er búinn að vera skrautlegur og það er allt undir hjá báðum liðum. Þess vegna ætti þetta að geta orðið frábær leikur,“ segir Pablo Zabaleta, leikmaður Man. City. „Við erum með liðið til þess að klára þennan leik. Markmið okkar var alltaf að fara áfram og það hefur ekkert breyst. Sjálfstraust leikmanna er hátt um þessar mundir og því ekkert til fyrirstöðu að við mætum með höfuðið hátt í þennan leik og klárum verkefnið.“ Það er líka spenna fyrir stórleik Barcelona og PSG. Bæði lið eru komin áfram en berjast um efsta sæti riðilsins. Það er dýrmætt að ná toppsætinu eins og sýndi sig í sextán liða úrslitunum í fyrra er öll liðin sem unnu sína riðla fóru áfram í átta liða úrslit. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu lýkur í kvöld. Stórlið Man. City á það á hættu að falla úr keppni í kvöld. City þarf að leggja Roma að velli á Ítalíu og vonast til þess að Bayern afgreiði CSKA Moskvu snyrtilega á Allianz Arena. Bayern er búið að vinna riðilinn en City, Roma og CSKA eiga öll möguleika á því að fá farseðil í sextán liða úrslit. Það verður því gríðarleg spenna í þessum leikjum. Það sem meira er þá á Man. City ekki einu sinni möguleika á sæti í Evrópudeildinni ef liðinu bregst bogalistin á Ítalíu. Til þess að gera verkefnið enn erfiðara fyrir City þá verður liðið án síns besta manns, Sergio Aguero, en hann er meiddur. „Þessi riðill er búinn að vera skrautlegur og það er allt undir hjá báðum liðum. Þess vegna ætti þetta að geta orðið frábær leikur,“ segir Pablo Zabaleta, leikmaður Man. City. „Við erum með liðið til þess að klára þennan leik. Markmið okkar var alltaf að fara áfram og það hefur ekkert breyst. Sjálfstraust leikmanna er hátt um þessar mundir og því ekkert til fyrirstöðu að við mætum með höfuðið hátt í þennan leik og klárum verkefnið.“ Það er líka spenna fyrir stórleik Barcelona og PSG. Bæði lið eru komin áfram en berjast um efsta sæti riðilsins. Það er dýrmætt að ná toppsætinu eins og sýndi sig í sextán liða úrslitunum í fyrra er öll liðin sem unnu sína riðla fóru áfram í átta liða úrslit.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira