Fullkomnu liðin fara sjaldnast alla leið í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2014 07:00 Cristiano Ronaldo og Gareth Bale fagna marki. vísir/Getty Sigurganga Real Madrid er þegar orðin söguleg á Spáni en stórstjörnuliðið á Santiago Bernabéu þarf að skrifa fleiri kafla í sögubókina ætli liðið sér að verja titilinn sinn í Meistaradeildinni. Fimm önnur lið hafa náð í fullt hús í riðlakeppni Meistaradeildarinnar frá því að hún var sofnuð árið 1992 en ekkert þeirra hefur unnið titilinn um vorið. Real Madrid-menn voru í sömu stöðu fyrir þremur árum og duttu þá út í vítakeppni í undanúrslitum. Spænska félagið er nú það eina sem á tvö lið sem hafa náð fullu húsi. Real Madrid fagnaði sínum 19. sigri í röð á þriðjudagskvöldið þegar liðið vann 4-0 sigur á búlgarska liðinu Ludogorets Razgrad í lokaleik sínum í riðlakeppninni. Yfirburðir Real Madrid-liðsins voru algjörir, það fékk ellefu stigum meira en næsta lið og öll hin liðin voru með neikvæða markatölu.„Ég geri mér grein fyrir því að ég er með einstakan hóp leikmanna,“ sagði Carlo Ancelotti eftir sigurinn en með honum sló liðið spænska metið sem erkifjendurnir í Barcelona settu undir stjórn Franks Rijkaard tímabilið 2005 til 2006. Evrópumeistararnir þurfa fimm sigra í viðbót til að jafna heimsmet brasilíska liðsins Coritiba sem vann 24 leiki árið 2011. Félagið gæti tryggt sér annan til áður en metið fellur því framundan er Heimsmeistarakeppni félagsliða í Marokkó í þessum mánuði. „Ég er í mjög góðu sambandi við leikmenn mína. Þeir eru mér allir mjög mikilvægir og ég nota hvert tækifæri til að þakka þeim,“ sagði Carlo Ancelotti en liðið hefur nú unnið alla leiki sína síðan það tapaði 1-2 fyrir Atlético Madrid á heimavelli 13. september. „Ég vissi að ég myndi fá svar frá mínum leikmönnum en gat aldrei ímyndað mér að svar leikmannanna væri að vinna næstu nítján leiki,“ sagði Ancelotti. Real Madrid fór taplaust í gegnum tíu fyrstu leiki sína í Meistaradeildinni 2011-12 (9 sigrar og 1 jafntefli) en tapaði þá fyrri undanúrslitaleiknum 2-1 á útivelli á móti Bayern München. Real vann seinni leikinn 2-1 en tapaði svo 3-1 í vítakeppni og var því úr leik. Aðeins eitt af „fullkomnu“ liðunum hefur komist lengra en AC Milan spilaði til úrslita vorið 1993 þegar sigurvegari riðilsins fór beint í úrslitaleikinn. Hvort Real Madrid komist svo langt eða jafnvel einu skrefi lengra kemur ekki í ljós fyrr en á nýju ári en það efast enginn um að það eru fá félög í heiminum sem er betur mönnuð. Á myndinni sem fylgir fréttinni má sjá yfirlit yfir hin fimm félögin sem unnu alla leiki sína í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en misstigu sig síðan á leiðinni að bikarnum. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Sjá meira
Sigurganga Real Madrid er þegar orðin söguleg á Spáni en stórstjörnuliðið á Santiago Bernabéu þarf að skrifa fleiri kafla í sögubókina ætli liðið sér að verja titilinn sinn í Meistaradeildinni. Fimm önnur lið hafa náð í fullt hús í riðlakeppni Meistaradeildarinnar frá því að hún var sofnuð árið 1992 en ekkert þeirra hefur unnið titilinn um vorið. Real Madrid-menn voru í sömu stöðu fyrir þremur árum og duttu þá út í vítakeppni í undanúrslitum. Spænska félagið er nú það eina sem á tvö lið sem hafa náð fullu húsi. Real Madrid fagnaði sínum 19. sigri í röð á þriðjudagskvöldið þegar liðið vann 4-0 sigur á búlgarska liðinu Ludogorets Razgrad í lokaleik sínum í riðlakeppninni. Yfirburðir Real Madrid-liðsins voru algjörir, það fékk ellefu stigum meira en næsta lið og öll hin liðin voru með neikvæða markatölu.„Ég geri mér grein fyrir því að ég er með einstakan hóp leikmanna,“ sagði Carlo Ancelotti eftir sigurinn en með honum sló liðið spænska metið sem erkifjendurnir í Barcelona settu undir stjórn Franks Rijkaard tímabilið 2005 til 2006. Evrópumeistararnir þurfa fimm sigra í viðbót til að jafna heimsmet brasilíska liðsins Coritiba sem vann 24 leiki árið 2011. Félagið gæti tryggt sér annan til áður en metið fellur því framundan er Heimsmeistarakeppni félagsliða í Marokkó í þessum mánuði. „Ég er í mjög góðu sambandi við leikmenn mína. Þeir eru mér allir mjög mikilvægir og ég nota hvert tækifæri til að þakka þeim,“ sagði Carlo Ancelotti en liðið hefur nú unnið alla leiki sína síðan það tapaði 1-2 fyrir Atlético Madrid á heimavelli 13. september. „Ég vissi að ég myndi fá svar frá mínum leikmönnum en gat aldrei ímyndað mér að svar leikmannanna væri að vinna næstu nítján leiki,“ sagði Ancelotti. Real Madrid fór taplaust í gegnum tíu fyrstu leiki sína í Meistaradeildinni 2011-12 (9 sigrar og 1 jafntefli) en tapaði þá fyrri undanúrslitaleiknum 2-1 á útivelli á móti Bayern München. Real vann seinni leikinn 2-1 en tapaði svo 3-1 í vítakeppni og var því úr leik. Aðeins eitt af „fullkomnu“ liðunum hefur komist lengra en AC Milan spilaði til úrslita vorið 1993 þegar sigurvegari riðilsins fór beint í úrslitaleikinn. Hvort Real Madrid komist svo langt eða jafnvel einu skrefi lengra kemur ekki í ljós fyrr en á nýju ári en það efast enginn um að það eru fá félög í heiminum sem er betur mönnuð. Á myndinni sem fylgir fréttinni má sjá yfirlit yfir hin fimm félögin sem unnu alla leiki sína í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en misstigu sig síðan á leiðinni að bikarnum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Sjá meira