Sveitarfélög eru ekki fyrirtæki Sóley Tómasdóttir skrifar 12. desember 2014 07:00 Frumvarp um afnám lágmarksútsvars hefur verið lagt fram á Alþingi enn eina ferðina. Markmiðið virðist vera að auka frelsi sveitarstjórna og takmarka óhófleg afskipti löggjafans. Afnáminu er ætlað að leiða til jákvæðrar samkeppni milli sveitarfélaga með tilliti til útsvarsgreiðslna.Ha? Hvernig geta það talist óhófleg afskipti að kveða á um lágmarksútsvar í lögum, þegar það telst eðlilegt að hafa ákvæði um hámarksútsvar? Og hvernig er hægt að fullyrða að ekki sé verið að leggja til breytingar á lögbundnu hlutverki sveitarfélaganna? Þessi skilgreining á frelsi og afskiptum er þröng og tækifærissinnuð. Hún er kunnugleg og til þess eins gerð að þjóna markmiðum frjálshyggjunnar um lægri skatta án þess að afleiðingar fyrir samfélagið séu kannaðar til hlítar.Hlutverk sveitarfélaga Lögbundnar skyldur sveitarfélaga eru margar og flóknar og felast m.a. í rekstri grunnskóla, félagslegs húsnæðis og sorphirðu. Ólögbundin verkefni eru síst færri en ekki síður mikilvæg. Verkefnin kosta peninga. Mest er fjármagnað með útsvarinu, sem byggir á samfélagssáttmála um að við fjármögnum ákveðna grundvallarþjónustu í sameiningu. Auðvitað ríkir ágreiningur um hversu stór hluti verkefnanna skuli fjármagnaður með útsvarinu, hvort þau skuli fjármögnuð að fullu eða hvort notendur beri að greiða hluta. Aldrei nokkurn tímann hefur þó verið stungið upp á annars konar tekjuöflun að fullu.Sveitarfélög eru ekki fyrirtæki Samkeppnissjónarmið frumvarpsins halda ekki, enda ekki um fyrirtæki að ræða heldur samfélög. Verkefni sveitarfélaganna eru ekki vara sem hægt er að bjóða á afslætti, ekki frekar en verkefni heimila eða fjölskyldna. Sveitarfélögin eru mynduð utan um þessi verkefni og íbúarnir fjármagna þau og framkvæma með lýðræðislegum aðferðum. Aftur tek ég fram að auðvitað er ágreiningur um fjármögnun eða framkvæmd einstakra verkefna, en ekki fyrirkomulagið í heild. Eigi sveitarfélög að keppa um eitthvað, þá er margt mikilvægara en útsvarið. Lífsgæði, menntun, frístundir, umhverfi, samgöngur og húsnæði og hvernig hægt sé að nýta fjármunina sem best í þágu samfélagsins alls.Annars konar samfélag Frumvarp um afnám lágmarksútsvars endurspeglar gerbreytta hugmyndafræði, þar sem gert er ráð fyrir möguleikanum á að ekkert útsvar verði innheimt. Frumvarpið boðar rof á þeirri sátt sem ríkt hefur um að íbúar fjármagni verkefni sveitarfélaganna í sameiningu og kynnir til leiks hugmyndafræði um sveitarfélög sem fyrirtæki sem bjóði varning á hagstæðum kjörum. Það væri mikil afturför og því óskandi að Alþingi hafni frumvarpinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Skoðun Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Sjá meira
Frumvarp um afnám lágmarksútsvars hefur verið lagt fram á Alþingi enn eina ferðina. Markmiðið virðist vera að auka frelsi sveitarstjórna og takmarka óhófleg afskipti löggjafans. Afnáminu er ætlað að leiða til jákvæðrar samkeppni milli sveitarfélaga með tilliti til útsvarsgreiðslna.Ha? Hvernig geta það talist óhófleg afskipti að kveða á um lágmarksútsvar í lögum, þegar það telst eðlilegt að hafa ákvæði um hámarksútsvar? Og hvernig er hægt að fullyrða að ekki sé verið að leggja til breytingar á lögbundnu hlutverki sveitarfélaganna? Þessi skilgreining á frelsi og afskiptum er þröng og tækifærissinnuð. Hún er kunnugleg og til þess eins gerð að þjóna markmiðum frjálshyggjunnar um lægri skatta án þess að afleiðingar fyrir samfélagið séu kannaðar til hlítar.Hlutverk sveitarfélaga Lögbundnar skyldur sveitarfélaga eru margar og flóknar og felast m.a. í rekstri grunnskóla, félagslegs húsnæðis og sorphirðu. Ólögbundin verkefni eru síst færri en ekki síður mikilvæg. Verkefnin kosta peninga. Mest er fjármagnað með útsvarinu, sem byggir á samfélagssáttmála um að við fjármögnum ákveðna grundvallarþjónustu í sameiningu. Auðvitað ríkir ágreiningur um hversu stór hluti verkefnanna skuli fjármagnaður með útsvarinu, hvort þau skuli fjármögnuð að fullu eða hvort notendur beri að greiða hluta. Aldrei nokkurn tímann hefur þó verið stungið upp á annars konar tekjuöflun að fullu.Sveitarfélög eru ekki fyrirtæki Samkeppnissjónarmið frumvarpsins halda ekki, enda ekki um fyrirtæki að ræða heldur samfélög. Verkefni sveitarfélaganna eru ekki vara sem hægt er að bjóða á afslætti, ekki frekar en verkefni heimila eða fjölskyldna. Sveitarfélögin eru mynduð utan um þessi verkefni og íbúarnir fjármagna þau og framkvæma með lýðræðislegum aðferðum. Aftur tek ég fram að auðvitað er ágreiningur um fjármögnun eða framkvæmd einstakra verkefna, en ekki fyrirkomulagið í heild. Eigi sveitarfélög að keppa um eitthvað, þá er margt mikilvægara en útsvarið. Lífsgæði, menntun, frístundir, umhverfi, samgöngur og húsnæði og hvernig hægt sé að nýta fjármunina sem best í þágu samfélagsins alls.Annars konar samfélag Frumvarp um afnám lágmarksútsvars endurspeglar gerbreytta hugmyndafræði, þar sem gert er ráð fyrir möguleikanum á að ekkert útsvar verði innheimt. Frumvarpið boðar rof á þeirri sátt sem ríkt hefur um að íbúar fjármagni verkefni sveitarfélaganna í sameiningu og kynnir til leiks hugmyndafræði um sveitarfélög sem fyrirtæki sem bjóði varning á hagstæðum kjörum. Það væri mikil afturför og því óskandi að Alþingi hafni frumvarpinu.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun