Það á enginn að þurfa vera einn á aðfangadagskvöld Viktoría Hermannsdóttir skrifar 23. desember 2014 07:45 Þessi mynd er tekin í Hjálpræðishernum á aðfangadagskvöld í fyrra. „Það þarf enginn að vera einn á jólunum, hingað geta allir komið,“ segir Rannvá Olsen, forstöðukona Hjálpræðishersins. Líkt og undanfarin ár verður Hjálpræðisherinn með hátíðarkvöldverð á aðfangadagskvöld fyrir þá sem eiga ekki í önnur hús að venda eða vilja ekki vera einir. Fjölmargir hafa skráð sig í kvöldverðinn en undanfarin ár hafa verið um 130-150 manns í kvöldverðinum ásamt sjálfboðaliðum. Sú nýbreytni verður í ár að kvöldverðurinn verður haldinn í Tapashúsinu en hingað til hefur hann verið haldinn í húsnæði Hjálpræðishersins. Eigandi staðarins lánaði Hernum staðinn en hann verður einnig sjálfboðaliði þar um kvöldið. „Það hafa svo rosalega margir bæst við hópinn og húsnæðið okkar eiginlega orðið of lítið,“ segir Rannvá og tekur fram að það hafi því verið kærkomið að fá lánaðan stað undir kvöldverðinn.Konukot Kristín Helga, verkefnastjóri Konukots, segir allt gert til þess að skapa heimilislega og notalega stemmingu á jólunum í Konukoti. Fréttablaðið/Stefán Hún segist ekki vita nákvæmlega hve margir munu vera hjá þeim í ár en hins vegar hafi metfjöldi sjálfboðaliða skráð sig. Meðal þeirra sem sækja kvöldverðinn eru einstæðingar og útigangsfólk. Þar er boðið upp á jólamat og eftir matinn er farið í húsnæði Hersins þar sem verður haldin kvöldvaka. Sungnir eru jólasöngvar, gengið í kringum jólatréð og allir fá gjafir. „Á kvöldvökunni er boðið upp á heitt kakó og smákökur. Það er æðisleg stemming. Mikil eftirvænting og skemmtilegt andrúmsloft,“ segir Rannvá. Í Konukoti, sem er næturathvarf fyrir heimilislausar konur, hafa undanfarin ár verið 5-6 heimilislausar konur á aðfangadagskvöld. „Við vitum samt aldrei fyrr en á síðustu stundu hvað þær verða margar en við erum með pláss fyrir átta konur þannig við erum tilbúnar með pakka fyrir þann fjölda,“ segir Kristín Helga Guðmundsdóttir, verkefnastjóri athvarfsins. Kokkur í sjálfboðastarfi sér um eldamennskuna líkt og undanfarin tíu ár og konurnar fá allar gjafir. „Þær fá allar pakka með nýrri bók, konfekti, snyrtivörum og einhverju fatakyns, það er ekkert afgangs dót heldur pössum við að þetta sé allt nýtt,“ segir Kristín. Opnunartími athvarfsins er lengdur yfir hátíðarnar og ekki lokað yfir daginn líkt og vanalega. „Flestir frá okkur borða hjá Hjálpræðishernum,“ segir Tryggvi Magnússon, umsjónarmaður Gistiskýlisins, sem er athvarf fyrir heimilislausa karla. Opnunartími er ekki lengdur yfir jólin líkt og í Konukoti. „Ég vil samt taka það fram að mér finnst hafa verið villandi umræða í fjölmiðlum undanfarið. Hér er enginn rekinn út á morgnana, húsið bara lokar klukkan 10 og þá verða allir að fara út.“ Hann segir skjólstæðinga Gistiskýlisins geta þá farið á Kaffistofu Samhjálpar sem verður opin yfir daginn og einnig í Dagsetrið á Eyjaslóð þar sem opið verður frá 10-16 alla dagana en Gistiskýlið er opnað klukkan 17 á daginn. Jólafréttir Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Sjá meira
„Það þarf enginn að vera einn á jólunum, hingað geta allir komið,“ segir Rannvá Olsen, forstöðukona Hjálpræðishersins. Líkt og undanfarin ár verður Hjálpræðisherinn með hátíðarkvöldverð á aðfangadagskvöld fyrir þá sem eiga ekki í önnur hús að venda eða vilja ekki vera einir. Fjölmargir hafa skráð sig í kvöldverðinn en undanfarin ár hafa verið um 130-150 manns í kvöldverðinum ásamt sjálfboðaliðum. Sú nýbreytni verður í ár að kvöldverðurinn verður haldinn í Tapashúsinu en hingað til hefur hann verið haldinn í húsnæði Hjálpræðishersins. Eigandi staðarins lánaði Hernum staðinn en hann verður einnig sjálfboðaliði þar um kvöldið. „Það hafa svo rosalega margir bæst við hópinn og húsnæðið okkar eiginlega orðið of lítið,“ segir Rannvá og tekur fram að það hafi því verið kærkomið að fá lánaðan stað undir kvöldverðinn.Konukot Kristín Helga, verkefnastjóri Konukots, segir allt gert til þess að skapa heimilislega og notalega stemmingu á jólunum í Konukoti. Fréttablaðið/Stefán Hún segist ekki vita nákvæmlega hve margir munu vera hjá þeim í ár en hins vegar hafi metfjöldi sjálfboðaliða skráð sig. Meðal þeirra sem sækja kvöldverðinn eru einstæðingar og útigangsfólk. Þar er boðið upp á jólamat og eftir matinn er farið í húsnæði Hersins þar sem verður haldin kvöldvaka. Sungnir eru jólasöngvar, gengið í kringum jólatréð og allir fá gjafir. „Á kvöldvökunni er boðið upp á heitt kakó og smákökur. Það er æðisleg stemming. Mikil eftirvænting og skemmtilegt andrúmsloft,“ segir Rannvá. Í Konukoti, sem er næturathvarf fyrir heimilislausar konur, hafa undanfarin ár verið 5-6 heimilislausar konur á aðfangadagskvöld. „Við vitum samt aldrei fyrr en á síðustu stundu hvað þær verða margar en við erum með pláss fyrir átta konur þannig við erum tilbúnar með pakka fyrir þann fjölda,“ segir Kristín Helga Guðmundsdóttir, verkefnastjóri athvarfsins. Kokkur í sjálfboðastarfi sér um eldamennskuna líkt og undanfarin tíu ár og konurnar fá allar gjafir. „Þær fá allar pakka með nýrri bók, konfekti, snyrtivörum og einhverju fatakyns, það er ekkert afgangs dót heldur pössum við að þetta sé allt nýtt,“ segir Kristín. Opnunartími athvarfsins er lengdur yfir hátíðarnar og ekki lokað yfir daginn líkt og vanalega. „Flestir frá okkur borða hjá Hjálpræðishernum,“ segir Tryggvi Magnússon, umsjónarmaður Gistiskýlisins, sem er athvarf fyrir heimilislausa karla. Opnunartími er ekki lengdur yfir jólin líkt og í Konukoti. „Ég vil samt taka það fram að mér finnst hafa verið villandi umræða í fjölmiðlum undanfarið. Hér er enginn rekinn út á morgnana, húsið bara lokar klukkan 10 og þá verða allir að fara út.“ Hann segir skjólstæðinga Gistiskýlisins geta þá farið á Kaffistofu Samhjálpar sem verður opin yfir daginn og einnig í Dagsetrið á Eyjaslóð þar sem opið verður frá 10-16 alla dagana en Gistiskýlið er opnað klukkan 17 á daginn.
Jólafréttir Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Sjá meira