Svínað á atvinnulausum Magnús Már Guðmundsson skrifar 30. desember 2014 07:00 Nú um áramótin styttist réttur fólks til atvinnuleysisbóta, en á sama tíma verða veiðigjöld á útgerðina lækkuð og auðlegðarskatturinn afnuminn. Áfram mokar ríkisstjórnin undir þá sem nóg hafa milli handanna, en þyngir byrðar þeirra sem minna hafa á milli handanna. Um er ræða einn af niðurskurðarliðum fjárlagafrumvarpsins sem ríkisstjórnarflokkarnir tveir samþykktu skömmu fyrir jól. Fyrirvarinn á þessum breytingum er óboðlega stuttur og bitnar aðgerðin á um 500 manns strax 1. janúar. Þá vekur athygli að tryggingargjaldið sem notað er til að fjármagna atvinnuleysistryggingarsjóð er ekki lækkað í takt við þessa skerðingu.Margar vondar ákvarðanir Styttingin á hámarksgreiðslutímabili atvinnuleysisbóta fékk ef til vill minni athygli en ella enda hefur verið af nógu að taka þegar kemur að vondum áherslum og ákvörðunum ríkisstjórnarinnar. Mál eins og þetta einfaldlega týnist innan um alla hina vitleysuna á borð við heilbrigðiskerfi í upplausn, matarskatt, ferðamannapassa, nýja höfuðborg í Skagafirði, niðurskurð á RÚV, bókaskatt og þá gölnu ákvörðun að meina 25 ára og eldri aðgang að framhaldsskólum. Þessi upptalning er ekki tæmandi.Glórulaus pólitík Næstum því tíundi hver skjólstæðingur Vinnumálastofnunar missir bótaréttinn um áramótin og þá áætlar ASÍ að allt að 1.500 manns missi rétt til atvinnuleysisbóta á árinu 2015. Vandi fólks án atvinnu leysist ekki með þessum breytingum. Þetta virkar ekki sem hvati fyrir fólk að leita sér að vinnu. Þvert á móti. Og kostnaðurinn gufar heldur ekki upp. Ljóst er að fleiri munu nú njóta fjárhagsaðstoðar hjá sveitarfélögunum en áður vegna þessarar breytingar. Samband íslenskra sveitarfélaga telur að á næsta ári muni aukinn kostnaður verða um hálfur milljarður króna, en nú þegar er kostnaður sveitarfélaganna við fjárhagsaðstoð fimm milljarðar á ári, þar af tæpir þrír í Reykjavík. Það sér hver heilvita maður að hér er gengið afar harkalega fram auk þess sem fyrirvarinn á breytingunum er allt of stuttur. Það er orðið löngu ljóst að sitjandi ríkisstjórn vinnur ekki að því að skipta hinni margumtöluðu köku jafnt heldur eiga þeir sem þurfa ekki á því að halda alltaf að fá meira og meira. Það er glórulaus pólitík hjá ríkisstjórn ríka fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Már Guðmundsson Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Nú um áramótin styttist réttur fólks til atvinnuleysisbóta, en á sama tíma verða veiðigjöld á útgerðina lækkuð og auðlegðarskatturinn afnuminn. Áfram mokar ríkisstjórnin undir þá sem nóg hafa milli handanna, en þyngir byrðar þeirra sem minna hafa á milli handanna. Um er ræða einn af niðurskurðarliðum fjárlagafrumvarpsins sem ríkisstjórnarflokkarnir tveir samþykktu skömmu fyrir jól. Fyrirvarinn á þessum breytingum er óboðlega stuttur og bitnar aðgerðin á um 500 manns strax 1. janúar. Þá vekur athygli að tryggingargjaldið sem notað er til að fjármagna atvinnuleysistryggingarsjóð er ekki lækkað í takt við þessa skerðingu.Margar vondar ákvarðanir Styttingin á hámarksgreiðslutímabili atvinnuleysisbóta fékk ef til vill minni athygli en ella enda hefur verið af nógu að taka þegar kemur að vondum áherslum og ákvörðunum ríkisstjórnarinnar. Mál eins og þetta einfaldlega týnist innan um alla hina vitleysuna á borð við heilbrigðiskerfi í upplausn, matarskatt, ferðamannapassa, nýja höfuðborg í Skagafirði, niðurskurð á RÚV, bókaskatt og þá gölnu ákvörðun að meina 25 ára og eldri aðgang að framhaldsskólum. Þessi upptalning er ekki tæmandi.Glórulaus pólitík Næstum því tíundi hver skjólstæðingur Vinnumálastofnunar missir bótaréttinn um áramótin og þá áætlar ASÍ að allt að 1.500 manns missi rétt til atvinnuleysisbóta á árinu 2015. Vandi fólks án atvinnu leysist ekki með þessum breytingum. Þetta virkar ekki sem hvati fyrir fólk að leita sér að vinnu. Þvert á móti. Og kostnaðurinn gufar heldur ekki upp. Ljóst er að fleiri munu nú njóta fjárhagsaðstoðar hjá sveitarfélögunum en áður vegna þessarar breytingar. Samband íslenskra sveitarfélaga telur að á næsta ári muni aukinn kostnaður verða um hálfur milljarður króna, en nú þegar er kostnaður sveitarfélaganna við fjárhagsaðstoð fimm milljarðar á ári, þar af tæpir þrír í Reykjavík. Það sér hver heilvita maður að hér er gengið afar harkalega fram auk þess sem fyrirvarinn á breytingunum er allt of stuttur. Það er orðið löngu ljóst að sitjandi ríkisstjórn vinnur ekki að því að skipta hinni margumtöluðu köku jafnt heldur eiga þeir sem þurfa ekki á því að halda alltaf að fá meira og meira. Það er glórulaus pólitík hjá ríkisstjórn ríka fólksins.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun