Landsliðsfyrirliðinn fordæmir árásina á Aron 31. desember 2014 08:00 Fyrirliðinn Guðjón Valur á æfingu landsliðsins í gær. fréttablaðið/Valli „Ég skil ekki hvernig svona lagað getur gerst – að það skuli ráðist á annan mann algjörlega tilefnislaust. Það er fyrir neðan allar hellur. Ég vona að það verði kært og komist til botns í þessu máli,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson um líkamsárásina sem félagi hans í landsliðinu, Aron Pálmarsson, varð fyrir um helgina. Aron fékk þungt hnefahögg í andlitið í miðbæ Reykjavíkur um helgina en hann hafði þá verið úti að skemmta sér með vinum sínum. Af þeim sökum missti hann af fyrstu tveimur æfingum landsliðsins sem hóf formlegan undirbúning sinn fyrir HM í Katar í gær. „Ég fordæmi árásina og við gerum það allir í liðinu. Ég geri mér grein fyrir því hvernig þetta lítur út og eflaust segja sumir að menn eiga ekki vera í bænum og svo framvegis. En áður en fólk byrjar að dæma gjörðir hans þá finnst mér að menn eigi að geta gert það sem þeir vilja í sínum frítíma, svo lengi sem þeir eru ekki að gera neitt af sér. Hefði þetta gerst nokkrum klukkutímum fyrir leik eða æfingu væri þetta annað mál. En við höfum allir rétt á okkar einkalífi og hann var úti að skemmta sér með sínum vinum í sínu jólafríi. Þetta er sorglegt mál og ekkert sem veitir mönnum rétt til að ráðast á nokkurn mann að tilefnislausu.“ Guðjón Valur segir að það hafi verið erfitt að fá símtalið frá Aroni. „Þetta var áfall. Hann bar sig auðvitað illa til að byrja með enda spyrja menn sig af hverju svona lagað kemur fyrir og til hvers. Það er svo ömurlegt að hann skuli missa af þessum æfingum með landsliðinu því hann hefur ekki verið með í síðustu verkefnum og var farinn að hlakka virkilega mikið til að koma inn í hópinn aftur. Hann er langt í frá sáttur og ég skil það vel,“ sagði hann. Fyrirliðinn segir að þetta muni ekki hafa slæm áhrif á leikmannahópinn eða Aron sjálfan. „Ég er viss um að hann komi á fleygiferð inn í hópinn þegar hann fær grænt ljós frá læknunum og munum við taka honum opnum örmum.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Aron með brákað kinnbein | HM í hættu Ný tíðindi voru að berast af meiðslum Arons Pálmarssonar og þau tíðindi eru ekki góð. 30. desember 2014 16:55 Alfreð Gísla hljóp uppi skemmdarvarga í miðbænum fyrir 26 árum Alfreð Gíslason, þjálfari íslenska landsliðsmannsins Arons Pálmarssonar hjá þýska stórliðinu Kiel komst í fréttirnar fyrir tæpum 26 árum þegar hann hljóp uppi skemmdarvarga í miðbænum. 30. desember 2014 16:30 Aron: Næsta sem ég veit að ég ligg í jörðinni Segir að árásin á sig hafi veirð með öllu tilefnislaus. 30. desember 2014 11:00 Aron varð fyrir líkamsárás um helgina Ráðist á landsliðsmanninn Aron Pálmarsson í miðbæ Reykjavíkur. 30. desember 2014 09:40 Formaður HSÍ um árásina á Aron: Lögreglan að skoða myndbandsupptökur Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, tjáði sig um líkamsárásina á landsliðsmanninn Aron Pálmarsson í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson á æfingu íslenska handboltalandsliðsins í dag. 30. desember 2014 12:33 Aron: Tilefni til umhugsunar Landsliðsþjálfari Íslands í handbolta segir að árásin á Aron Pálmarsson sýnir að menn þurfi að fara varlega og passa sig. 30. desember 2014 14:05 Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
„Ég skil ekki hvernig svona lagað getur gerst – að það skuli ráðist á annan mann algjörlega tilefnislaust. Það er fyrir neðan allar hellur. Ég vona að það verði kært og komist til botns í þessu máli,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson um líkamsárásina sem félagi hans í landsliðinu, Aron Pálmarsson, varð fyrir um helgina. Aron fékk þungt hnefahögg í andlitið í miðbæ Reykjavíkur um helgina en hann hafði þá verið úti að skemmta sér með vinum sínum. Af þeim sökum missti hann af fyrstu tveimur æfingum landsliðsins sem hóf formlegan undirbúning sinn fyrir HM í Katar í gær. „Ég fordæmi árásina og við gerum það allir í liðinu. Ég geri mér grein fyrir því hvernig þetta lítur út og eflaust segja sumir að menn eiga ekki vera í bænum og svo framvegis. En áður en fólk byrjar að dæma gjörðir hans þá finnst mér að menn eigi að geta gert það sem þeir vilja í sínum frítíma, svo lengi sem þeir eru ekki að gera neitt af sér. Hefði þetta gerst nokkrum klukkutímum fyrir leik eða æfingu væri þetta annað mál. En við höfum allir rétt á okkar einkalífi og hann var úti að skemmta sér með sínum vinum í sínu jólafríi. Þetta er sorglegt mál og ekkert sem veitir mönnum rétt til að ráðast á nokkurn mann að tilefnislausu.“ Guðjón Valur segir að það hafi verið erfitt að fá símtalið frá Aroni. „Þetta var áfall. Hann bar sig auðvitað illa til að byrja með enda spyrja menn sig af hverju svona lagað kemur fyrir og til hvers. Það er svo ömurlegt að hann skuli missa af þessum æfingum með landsliðinu því hann hefur ekki verið með í síðustu verkefnum og var farinn að hlakka virkilega mikið til að koma inn í hópinn aftur. Hann er langt í frá sáttur og ég skil það vel,“ sagði hann. Fyrirliðinn segir að þetta muni ekki hafa slæm áhrif á leikmannahópinn eða Aron sjálfan. „Ég er viss um að hann komi á fleygiferð inn í hópinn þegar hann fær grænt ljós frá læknunum og munum við taka honum opnum örmum.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Aron með brákað kinnbein | HM í hættu Ný tíðindi voru að berast af meiðslum Arons Pálmarssonar og þau tíðindi eru ekki góð. 30. desember 2014 16:55 Alfreð Gísla hljóp uppi skemmdarvarga í miðbænum fyrir 26 árum Alfreð Gíslason, þjálfari íslenska landsliðsmannsins Arons Pálmarssonar hjá þýska stórliðinu Kiel komst í fréttirnar fyrir tæpum 26 árum þegar hann hljóp uppi skemmdarvarga í miðbænum. 30. desember 2014 16:30 Aron: Næsta sem ég veit að ég ligg í jörðinni Segir að árásin á sig hafi veirð með öllu tilefnislaus. 30. desember 2014 11:00 Aron varð fyrir líkamsárás um helgina Ráðist á landsliðsmanninn Aron Pálmarsson í miðbæ Reykjavíkur. 30. desember 2014 09:40 Formaður HSÍ um árásina á Aron: Lögreglan að skoða myndbandsupptökur Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, tjáði sig um líkamsárásina á landsliðsmanninn Aron Pálmarsson í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson á æfingu íslenska handboltalandsliðsins í dag. 30. desember 2014 12:33 Aron: Tilefni til umhugsunar Landsliðsþjálfari Íslands í handbolta segir að árásin á Aron Pálmarsson sýnir að menn þurfi að fara varlega og passa sig. 30. desember 2014 14:05 Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Aron með brákað kinnbein | HM í hættu Ný tíðindi voru að berast af meiðslum Arons Pálmarssonar og þau tíðindi eru ekki góð. 30. desember 2014 16:55
Alfreð Gísla hljóp uppi skemmdarvarga í miðbænum fyrir 26 árum Alfreð Gíslason, þjálfari íslenska landsliðsmannsins Arons Pálmarssonar hjá þýska stórliðinu Kiel komst í fréttirnar fyrir tæpum 26 árum þegar hann hljóp uppi skemmdarvarga í miðbænum. 30. desember 2014 16:30
Aron: Næsta sem ég veit að ég ligg í jörðinni Segir að árásin á sig hafi veirð með öllu tilefnislaus. 30. desember 2014 11:00
Aron varð fyrir líkamsárás um helgina Ráðist á landsliðsmanninn Aron Pálmarsson í miðbæ Reykjavíkur. 30. desember 2014 09:40
Formaður HSÍ um árásina á Aron: Lögreglan að skoða myndbandsupptökur Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, tjáði sig um líkamsárásina á landsliðsmanninn Aron Pálmarsson í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson á æfingu íslenska handboltalandsliðsins í dag. 30. desember 2014 12:33
Aron: Tilefni til umhugsunar Landsliðsþjálfari Íslands í handbolta segir að árásin á Aron Pálmarsson sýnir að menn þurfi að fara varlega og passa sig. 30. desember 2014 14:05