Aron Pálmars: Spilum yfirleitt vel á móti Frökkum Arnar Björnsson í Katar skrifar 20. janúar 2015 10:00 Aron Pálmarsson. Vísir/Eva Björk Aron Pálmarsson lék vel með íslenska landsliðinu í sigrinum á Alsír í fyrrakvöldi. Hann vakti lengi fram eftir um kvöldið til þess að fylgjast með leik Seattle Seahawks og Green Bay Packers í ameríska fótboltanum. „Við gátum andað aðeins léttar eftir leikinn. Við vissum að þetta yrði þolinmæðisverk gegn Alsír og við komum sterkir til leiks í seinni hálfleik," sagði Aron í samtali við Arnar Björnsson.Það gengur ekki að byrja jafn illa gegn sterkum Frökkum? „Nei heldur betur ekki. Þeir hefðu verið búnir að klára leikinn eftir 10 mínútur ef þetta hefði verið leikur á móti þeim. Við þurfum að vera einbeittari í dauðafærunum gegn þeim. Ég hefði verið miklu stressaðri ef okkur hefði ekki tekist að komast í gegnum þessa vörn hjá Alsír. Við erum með það reynt lið að við látum ekki einhvern markvörð rústa okkur svona jafn illa," sagði Aron. Aron Pálmarsson skoraði 6 mörk þegar Íslendingar mættu Frökkum á HM á Spáni fyrir tveimur árum. Þórir Ólafsson, sem ekki var valinn í landsliðið, var markahæstur með 7 mörk. Frakkar unnu 30-28 í hörkuleik í 16 liða úrslitunum en féllu úr leik í 8 liða úrslitum þegar þeir töpuðu með 7 marka mun fyrir Króötum. Í leiknum gegn Íslendingum skoraði Samuel Honrubia 7 mörk, Michaël Giougu skoraði 6 og William Accambray var með 5 en þeir eru allir í franska liðinu í Katar. „Við erum alltaf vel stemmdir á móti Frökkum og spilum yfirleitt vel á móti þeim. Þeir hafa alltaf átt í smá erfiðleikum með okkur og við unnum þá á Ólympíuleikunum 2012. Við ætlum í leikinn til að vinna og nýtum tímann vel til að skipuleggja þann leik. Markmiðið er að ná í 2 stig. Fyrirfram eru þeir taldir sterkastir á þessu móti. En það er klárlega allt hægt og með okkar gæði og að þeir eigi kannski ekki sinn allra besta leik þá getum við alveg náð í 2 stig þar," sagði Aron.Er auðveldara að skora framhjá Omeyer núna en fyrir nokkrum árum? „Ég hef lítið séð til hans undanfarin tvö ár. Hann er maður stóru leikjanna og elskar að spila á þessum mótum og vill spila alla leiki, sérstaklega á stórmótunum. Ég ætla ekkert að fara að vanmeta hann fyrir leikinn á morgun. Ég býst við honum eins góðum og alltaf," sagði Aron en það má sjá allt viðtal Arnars við hann hér fyrir neðan.Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365). HM 2015 í Katar Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Fleiri fréttir „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjá meira
Aron Pálmarsson lék vel með íslenska landsliðinu í sigrinum á Alsír í fyrrakvöldi. Hann vakti lengi fram eftir um kvöldið til þess að fylgjast með leik Seattle Seahawks og Green Bay Packers í ameríska fótboltanum. „Við gátum andað aðeins léttar eftir leikinn. Við vissum að þetta yrði þolinmæðisverk gegn Alsír og við komum sterkir til leiks í seinni hálfleik," sagði Aron í samtali við Arnar Björnsson.Það gengur ekki að byrja jafn illa gegn sterkum Frökkum? „Nei heldur betur ekki. Þeir hefðu verið búnir að klára leikinn eftir 10 mínútur ef þetta hefði verið leikur á móti þeim. Við þurfum að vera einbeittari í dauðafærunum gegn þeim. Ég hefði verið miklu stressaðri ef okkur hefði ekki tekist að komast í gegnum þessa vörn hjá Alsír. Við erum með það reynt lið að við látum ekki einhvern markvörð rústa okkur svona jafn illa," sagði Aron. Aron Pálmarsson skoraði 6 mörk þegar Íslendingar mættu Frökkum á HM á Spáni fyrir tveimur árum. Þórir Ólafsson, sem ekki var valinn í landsliðið, var markahæstur með 7 mörk. Frakkar unnu 30-28 í hörkuleik í 16 liða úrslitunum en féllu úr leik í 8 liða úrslitum þegar þeir töpuðu með 7 marka mun fyrir Króötum. Í leiknum gegn Íslendingum skoraði Samuel Honrubia 7 mörk, Michaël Giougu skoraði 6 og William Accambray var með 5 en þeir eru allir í franska liðinu í Katar. „Við erum alltaf vel stemmdir á móti Frökkum og spilum yfirleitt vel á móti þeim. Þeir hafa alltaf átt í smá erfiðleikum með okkur og við unnum þá á Ólympíuleikunum 2012. Við ætlum í leikinn til að vinna og nýtum tímann vel til að skipuleggja þann leik. Markmiðið er að ná í 2 stig. Fyrirfram eru þeir taldir sterkastir á þessu móti. En það er klárlega allt hægt og með okkar gæði og að þeir eigi kannski ekki sinn allra besta leik þá getum við alveg náð í 2 stig þar," sagði Aron.Er auðveldara að skora framhjá Omeyer núna en fyrir nokkrum árum? „Ég hef lítið séð til hans undanfarin tvö ár. Hann er maður stóru leikjanna og elskar að spila á þessum mótum og vill spila alla leiki, sérstaklega á stórmótunum. Ég ætla ekkert að fara að vanmeta hann fyrir leikinn á morgun. Ég býst við honum eins góðum og alltaf," sagði Aron en það má sjá allt viðtal Arnars við hann hér fyrir neðan.Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
HM 2015 í Katar Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Fleiri fréttir „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjá meira